Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Vélabásinn Mercedes Benz B-Class: Glæsilegur fjölskyldubíll á viðráðanlegu verði Tæknilega afar vel búinn og innréttingar í sérflokki Síðastliðinn laugardag frumsýndi Askja Mercedes Benz B-Class fjöl- skyldubíl á viðráðanlegu verði, sparneytinn bíl sem er fullur af allskonar öryggisbúnaði bæði innan sem utan. Undirritaður brá sér á frumsýninguna og fékk að prófa gripinn. Þegar ég settist inn í bílinn hafði ég á orði við son minn, sem var með mér, að ég hefði sennilega aldrei sest inn í bíl með flottari innréttingu. Eftir að hafa sett bílinn í gang hugðist ég bakka bílnum út úr stæð- inu, en hvar er gírstöngin, spurði ég son minn? Jú, gírstöngin er hægra megin á stýrinu, þar sem flestir bílar eru með framrúðuþurrkurofann og er upp afturábak (R) og niður áfram (D). Fyrir vikið kom það fyrir mig tvisvar að setja bílinn í hlutlausan (N) þegar ég ætlaði að kveikja á þurrkunum á framrúðunni, eins og staðsetningin er í mínum bíl. Stopp/start-búnaður á vél Eins og í síðustu tveimur bílum sem ég hef fjallað hér um í blaðinu drepur vélin í þessum sjálfkrafa á sér þegar stoppað er í umferðinni í lengri eða skemmri tíma og er dautt á mótornum eins lengi og maður stendur á bremsunni, en um leið og bremsunni er sleppt ræsir vélin sig sjálfkrafa. Virðist þetta vera orðinn staðalbúnaður í mörgum nýjum bílu, til að draga úr mengun og spara elds- neyti. Frábært skynjarakerfi fyrir umhverfi og ökumann Benz hefur alltaf lagt mikið upp úr öryggi og í bílnum er nemi sem nemur hvort ökumaður er orðinn syfjaður, en kvikni ljós í mæla- borðinu sem er eins og kaffibolli er tímabært að gera hlé á akstrinum og fá sér kaffi eða leggja sig. Einnig eru skynjarar á hliðum bílsins sem skynja hvort eitthvað er við hliðina á bílnum á svo kölluðum „blindum punkti“ (Blind Spot Assist), en sá staður er aftur með hliðum bíla, sést oft ekki í hliðarspeglunum og hefur verið reiðhjóla- og bif- hjólafólki sérstaklega hættulegur. Búnaðurinn lætur vita með þýðum titringi í stýrinu ef einhver hlutur er við hliðina á bílnum á þessum stað. Besti neminn er án efa nálægðar- neminn í bílinn fyrir framan, en ef ekið er á hraða yfir 30 km á klst. og maður fer of nálægt bílnum fyrir framan, kviknar rautt þríhyrnings- laga ljós í mælaborðinu. Svona búnað mætti gera að skyldubúnaði í öllum bílum að mínu mati. Bakkmyndavél er í Benz B-Class og sést ágætlega afturfyrir bílinn í myndavélinni, en þegar ég ók skít- ugan malarveg óhreinkaðist linsan fljótt. Það er vandamál sem þarf að finna lausn á. Hverrar krónu virði Ódýrasti Benz B-Class er 6 gíra bein- skiptur á 4.485.000, en hægt er að fá bílinn í mörgum útgáfum og með ýmsum aukaþægindum. Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með dísil- vél með mjög vandaða innréttingu og kostar nálægt sex milljónum. Eftir prufuaksturinn verð ég að segja að bíllinn er hverrar krónu virði og þæg- indin og öryggistilfinningin í bílnum eru hreint unaðsleg. Að mínu mati er þessi bíll einhver öruggasti bíll sem til er fyrir fjölskyldufólk. Nákvæmar upplýsingar Þegar ég lagði bílnum fyrir utan Öskju eftir prufuaksturinn sýndi aksturs- tölvan að ég hafði ekið 92 km, verið 2:19 mínútur í akstri og meðalhraði hafði verið 39 km á klst. Eyðslan var 6,8 lítrar af dísil miðað við 100 km akstur, sem er mjög lítil eyðsla miðað við kraft og stærð bílsins. Lítil veghæð eini gallinn Það eina sem ég var ekki ánægður með er hæðin undir bílinn, sem er full lítil, en þegar ég ók malarveginn upp að skíðasvæðinu í Skálafelli var smá snjór á veginum og örlitlir snjó- ruðningar alltaf að rekast upp undir varnarplötuna undir bílnum. Einnig fannst mér bíllinn ekkert sérstakur á malarvegi. /HLJ Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: 4.485.000. Lengd: 4.359 mm Breidd (án spegla): 1.786 mm Hæð 1.557 mm Hestöfl: frá 109 til 156 Þyngd: 1.475 til 1.505 Helstu mál Mercedes Benz B-Class: Félag íslenskra bifreiðaeigenda og fulltrúar frá bílaklúbbunum BMWkrafti, Blýfæti, Íslandrover, Krúser, Live2cruize og MBKÍ komu nýlega saman til fundar til að ræða þróun orkuverðs. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt. álögur sínar á eldsneyti. 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur til að mæta auknum elds- neytiskostnaði miðað við óbreytta notkun. atvinnulífið á landsbyggðinni Félögin vara stjórnvöld alvarlega við þeim kyrkingaráhrifum sem sífelld hækkun eldsneytisverðs hefur á allt þjóðfélagið. Með hækkun elds- neytis á heimsmarkaði og stöðugt hærri álögum ríkisins stefnir bensín- lítrinn hraðbyri í 300 kr. Miklar eldsneytishækkanir frá 2009 hafa dregið úr umferð um allt land. Afleiðingin er samdráttur í við- skiptum, fækkun innlendra ferða- manna og lægra þjónustustig. Fyrir marga er það orðið lúxus að bregða sér bæjarleið. Á árunum frá 1997 til 2009 var samanlögð álagning olíufélaga ásamt skattheimtu ríkisins um 140 kr. á lítra að jafnaði, uppreiknuð til verðlags í dag. Nú er þessi tala nálægt 160 kr. og aukningin felst alfarið í aukinni skattheimtu. Við bætist gríðarleg hækkun á heimsmarkaði, sem hækkar heildarverð eldsneytis. Fyrir 10 árum kostaði bensínlítrinn tæpar 30 kr. á heimsmarkaði, en nú kostar hann 94 kr. Á árunum 1997 til 2009 kostaði lítrinn af bensíni að jafnaði 178 kr. uppreiknað til verðlags í dag, en nú kostar hann um 255 kr. Um fjórðungur af þessari hækkun er aukin skattheimta ríkisins. Venjuleg launafjölskylda þarf að hafa 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur á ári til að mæta auknum elds- neytisútgjöldum miðað við óbreytta notkun. Fyrir langflesta er eina ráðið að draga verulega úr samgöngum og nota heimilisbílinn aðeins í það nauðsynlegasta. Ljóst er að samdráttur í sam- göngum hefur afar neikvæð mar- földunaráhrif, fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins. Ávinningur ríkisins af bensín- tekjum fer minnkandi með minni umferð, þrátt fyrir aukna skatt- heimtu, en fyrst og fremst tapar ríkissjóður á minnkandi umsvifum í atvinnulífinu. Félögin skora á ríkisvaldið að draga úr álögum sínum á eldsneyti til að mæta þessari ógnvænlegu þróun. Lágmark er að ríkið taki ekki til sín meiri tekjur en það hefur að jafnaði fengið í gegnum árin. Hátt bensínverð er að kyrkja þjóðfélagið Það er óneitanlega stæll yfir innréttingunni með hvítu áklæði á sætum, stokk og neðri hluta mælaborðs. Í mælaborðinu er hægt að sjá allar upplýsingar um akstursferil og bensín- eyðslu. Bakkmyndavélin gefur mjög glögga mynd af fjarlægðum fyrir aftan bíl- inn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.