Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Markaðsbásinn Fjárhagsaðstoð ESB við Ísland til umfjöllunar á Alþingi BRÁÐABIRGÐATÖLUR FEBRÚAR feb. 2012 2012 des. 2011- feb. 2012 mar. 2011- feb. 2012 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla febrúar 2011 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 647.444 1.947.936 7.509.347 26,1 19,2 10,6 26,6% Hrossakjöt 128.398 506.141 1.081.905 173,3 91,2 39,8 3,8% Nautakjöt 328.157 1.021.648 4.025.514 23,7 18,1 5,3 14,3% Kindakjöt 0 27.356 9.587.361 0,0 19,8 4,6 34,0% Svínakjöt 492.937 1.463.253 6.033.732 1,8 2,0 -1,7 21,4% Samtals kjöt 1.596.936 4.966.334 28.237.859 21,9 17,7 5,8 Sala innanlands Alifuglakjöt 608.377 1.758.461 7.214.642 16,0 10,7 1,8 30,4% Hrossakjöt 44.992 143.273 495.180 15,6 -2,5 -5,7 2,1% Nautakjöt 335.795 1.028.802 4.018.515 24,5 16,6 4,6 16,9% Kindakjöt * 516.413 1.287.769 6.214.505 34,7 15,6 0,4 26,2% Svínakjöt 471.142 1.343.619 5.786.855 -1,8 -5,1 -3,8 24,4% Samtals kjöt 1.976.719 5.561.924 23.729.697 16,5 8,0 0,3 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Innflutt kjöt Árið 2012 Árið 2011 Tímabil janúar - desember Alifuglakjöt 121.336 62.867 Nautakjöt 472 2.970 Svínakjöt 2.618 30.090 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 719 1.356 Samtals 125.145 97.283 Mánaðayfirlit yfir framleiðslu og sölu á kjöti Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um samþykkt rammasamnings milli ríkis- stjórnar Íslands og framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um reglur um fjárhagsaðstoð ESB við Ísland. Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (Instrument for Pre-Accession Assistance). Stuðningurinn stendur til boða bæði þeim ríkjum sem hafa form- lega fengið stöðu umsóknarríkis og eins þeim sem eru skilgreind sem möguleg umsóknarríki. Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir að takast á við umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna ef til þess- hennar kemur. Hvað Ísland varðar ákvað ráð- herraráð Evrópusambandsins þann 14. júlí 2010 að Ísland ætti kost á stuðningi úr sjóðum IPA. Mögulegt framlag til Íslands á árunum 2007– 2013 er a.m.k. 28 milljónir Eevra eða ríflega 4,5 milljarðar króna. Tvö meginmarkmið hafa verið skil- greind í aðstoð við Ísland. Annars vegar er styrking stjórnsýslunnar, til að hún geti tekist á við þær breytingar sem innleiðing ESB- löggjafarinnar hefði í för með sér,, ef Ísland gengi í ESB. Hins vegar er undirbúningur vegna hugsan- legrar þátttöku í sjóðum og sam- starfsáætlunum ESB sem Íslandi stæði til boða ef það gengi í sam- bandið. Samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð með þings- ályktunartillögunni er markmið IPA-áætlunar Evrópusambandsins að styrkja innviði umsóknarríkja ESB með uppbyggingu stofnana, eflingu milliríkjasamstarfs og styrkingu efnahags- og félagslegrar þróunar sem og byggðaþróunar. Af þessu einu og sér má ráða að IPA -styrkirnir eru beinlínis ætlaðir til þess að laga íslenskan rétt að rétti Evrópusambandsins, til dæmis með uppbyggingu tiltekinna stofnana. Rammasamningurinn Af þeim verkefnum sem samþykkt hafa verið kemur einnig fram að áhersla er á að mæta skuldbind- ingum vegna EES-samningsins. Athygli vekur að verkefni af þess- um toga er ekki að sjá meðal þeirra verkefnaflokka sem ESB skilgreinir innan þessa verkefnis. Hvers vegna samþykkir ESB að verja skattfé borgara sinna til að aðstoða Ísland við að uppfylla skuldbindingar EES- samningsins og hvers vegna þarf Ísland á styrkjum að halda til þess að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum? Þær þarf að uppfylla, óháð því hvort af aðild að ESB verður eða ekki. Bændasamtök Íslands skiluðu ítarlegri umsögn um þingsályktun- artillöguna, auk þess sem fulltrúar þeirra mættu á fund utanríkismála- nefndar þar sem þeir skýrðu frekar sjónarmið samtakanna. Megin sjónarmið Bændasamtaka Íslands eru þessi eftirfarandi. Rammasamningurinn var undir- ritaður þann 8. júlí 2011 án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis, þrátt fyrir að í áliti meiri hluta utan- ríkismálanefndar um þingsálykt- unartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, dags. 9. júlí 2009, sé lögð rík áhersla á að haft verði samráð við Alþingi um alla meginþætti samningaviðræðnanna. Það hlýtur að vera óumdeilt að mót- taka styrkja frá þeim sem Ísland er að semja við að fjárhæð a.m.k. 28 milljónir evra er einn af megin- þáttum samningaviðræðnanna, þar eð styrkirnir eru augljóslega fallnir til þess að hafa áhrif á þær. Þann 3. júní 2011, eða rúmum mánuði áður en rammasamningur- inn var undirritaður, höfðu íslensk stjórnvöld sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sína um verkefni sem þau töldu rétt að styrkt væru með landsáætlun IPA 2011. Utanríkisráðherra hefur sagt í þinginu að öll verkefnin hafi verið valin með tilliti til þess að þau nýtist, óháð því hvort af aðild verður. Meðal þeirra verkefna sem hljóta IPA styrki er skrif- stofa landstengiliðs. Hún annast samræmingu og miðlun styrkja til að byggja upp frekari þekkingu á stuðningi Evrópusambandsins á sviði byggðamála og atvinnuupp- byggingar. Þessum stuðningi er sérstaklega ætlað að byggja upp þekkingu á því hvernig hægt er að nýta sjóði Evrópusambandsins. Á þetta sérstaklega við um þau svið sem ekki falla undir EES- samninginn. Stuðningnum verði beint í fyrsta lagi að stofn- unum sem hefðu ávinning af því að nýta sér styrkjakerfi Evrópusambandsins í umsóknar- ferlinu, í öðru lagi að undirbúningi fyrir frekari nýtingu sjóða ef til aðildar kemur, og í þriðja lagi að umsýslu styrkjanna. IPA -styrkir til skrifstofu landstengiliðs eru samkvæmt framangreindu ætl- aðir til þess að byggja upp þekk- ingu á því hvernig hægt er að nýta aðra styrki Evrópusambandsins. Hvernig þetta verkefni samræmist því að nýtast Íslandi ef ekki verður af aðild, er erfitt að segja til um. IPA-áætlunin samanstendur af fimm þáttum og einn þeirra er stuðningur við dreifbýlisþróun. Samkvæmt upplýsingum af heima- síðu Evrópusambandsins eru IPA -styrkir sem falla undir þennan þátt beinlínis ætlaðir til þess að veita umsóknarríkjum aðstoð við að end- urskipuleggja landbúnað og aðlögun hans að Evrópusambandsstöðlum á sviði umhverfisverndar, heilsu manna, dýra- og plöntuheilbrigði og dýravelferð. Með samþykkt þingsályktunartillögunnar yrði þannig opnuð leið til þess að hefja aðlögun íslensks landbúnaðar að sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. IPA -áætl- unin er samkvæmt framangreindu augljóslega ætluð til þess að laga íslenska stjórnsýslu o.fl. að reglu- verki Evrópusambandsins. Fjárhagsaðstoð við aðlögun Það er augljóst, bara af þessari einföldu könnun, að þingsálykt- unartillöguna þarf að rýna vel og skoða með hliðsjón af réttum upp- lýsingum. Hér er augljóslega á ferðinni fjárhagsaðstoð við aðlögun að Evrópusambandinu og löggjöf þess. Það að klæða þessa styrki í búning aðstoðar við að uppfylla kröfur EES -samningsins stenst auðvitað ekki skoðun því íslensk stjórnvöld undirgengust þær löngu áður en sótt var um aðild að ESB. Alþingi þarf nú að sýna að því er alvara með að hefja ekki aðlögun að ESB fyrr en aðild hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. /Erna Bjarnadóttir /Elías Blöndal Framleiðsla og sala á kjöti í febrúar 2012 Framleiðsla á kjöti í febrúar var 1.597 tonn, 21,9% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munar um aukna framleiðslu á alifuglakjöti, 26,1%. Sl. 12 mánuði hefur fram- leiðsla aukist um 5,8%. Sala á kjöti jókst um 16,5% borin saman við febrúar 2011 og jókst á öllum kjötttegundum nema svínakjöti. Sl. 12 mánuði hefur sala á kjöti aukist um 0,3%. /EB Matvælavísitala FAO 10% lægri en fyrir ári Matvælaverðsvísitala FAO var að meðaltali 215 stig í febrúar 2012 sem er um það bil 1% hækkun frá janúar. Hækkunin í febrúar verður einkum rakin til hækkunar á verði sykurs, matarolíu og kornvöru. Aftur á móti lækkuðu mjólkurvörur lítillega í verði í febrúar eftir hækkun í janúar. Vísitala FAO fyrir matvæla- verð er nú 10% lægri en þegar hún var hæst, í febrúar 2011. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvælaverðs sam- kvæmt mati FAO sl. 13 mánuði. /EB 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Kolefnisgjald: -á gas og díselolíu 2,90 4,35 5,75 -á bensín 2,60 3,80 5,00 -á brennsluolíu 3,60 5,35 7,10 Orkuskattar: -á rafmagn 0,12 0,12 0,12 -á heitt vatn 2% 2% 2% Olíugjald 41,00 46,12 46,12/51,12 52,77 54,88 54,88 Bensíngjald Almennt 9,28 10,44 10,44/20,44 22,94 23,86 24,64 Sérstakt - blýlaust 32,95 37,07 37,07 37,07 38,55 39,51 Sérstakt - annað bensín 34,92 39,28 39,28 39,28 40,85 41,87 Skatta- og gjaldahækkanir Búnaðarþing 2012 ítrekaði álykt- un sína frá fyrra ári um skatta- og gjaldahækkanir. Þingið mót- mælir harðlega auknum álögum opinberra aðila. Þessar hækkanir leggjast þyngra á íbúa og fyrirtæki í dreifbýli en í þéttbýli og leiða til aukins framleiðslukostnaðar þar. Á undanförnum árum hafa mikilvæg aðföng hækkað langt umfram almennar verðlagshækkanir. Meðfylgjandi tafla sýnir hækkanir á eldsneyti og öðrum orkugjöfum síðastliðin fimm ár samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs Íslands, www.vi.is. Olíugjald hefur hækkað um 34% og almennt bensíngjald um 166%. Þá hafa verið teknir upp nýir skattar, kolefnisgjald á eldsneyti og orkuskattar á rafmagn og heitt vatn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.