Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Íslensk hönnun Hugsar í hagnýtum nytjahlutum Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, grafískur hönnuður, venti kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum þegar hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki í kringum hina ýmsu nytjahluti sem hún hannar og lætur framleiða fyrir sig. Einna þekktast er herðatréð Krummi sem hefur vakið mikla athygli hér heima og víða erlendis. Upphaf: „Ég er grafískur hönnuður og útskrifaðist árið 2001 frá Listaháskólanum. Ég starfaði á auglýsingastofum og sjálfstætt áður en ég snéri mér alfarið að vöru- hönnuninni. Það nám var ekki til hér þegar ég fór í grafísku hönn- unina en þetta er mjög skemmtilegt og gengur vel. Það fyrsta sem ég gerði í vöruhönnuninni var glösin Fjölskyldan mín, í samstarfi við Dagnýju Kristjánsdóttur, sem voru á þjóðlegu nótunum. En það fyrsta sem ég gerði ein var krummaherða- tréð sem hefur gengið mjög vel. Það er skemmtilegt að sjá hann hanga víða á heimilum þegar maður keyrir um bæinn og fólk notar hann í ýmsum útfærslum. Árið 2008 fór ég á sýninguna 100% Design í London og fékk mikla athygli þar frá hönnunarbloggurum, fagtíma- ritum og verslunum og eftir það fór boltinn að rúlla. Í framhaldinu hef ég fengið mikla athygli erlendis frá og það hjálpar til, en núna er krumminn í sölu í 10 löndum.“ Efniviður: „Hingað til hef ég mikið unnið með krossvið en það er ekki af því að mér finnist hann mest spennandi. Einnig hef ég unnið með ál og er að prófa steypu núna. Mér finnst mjög skemmtilegt að prófa ýmis efni, því nú er ég komin út úr grafísku hönnuninni sem snýst að mestu leyti um að vinna með pappír. Ég reyni að láta framleiða hér heima fyrir mig ef það er mögulegt en það er því miður ekki alltaf hægt.“ Innblástur: „Þetta eru allt saman nytjahlutir sem ég hanna og læt framleiða og það er kannski skrýtið að segja það, en ég hanna eingöngu það sem ég get hugsað mér að nota sjálf. En mér finnst einnig mikilvægt að flestir hafi efni á að kaupa hlutina sem ég geri.“ Framundan: „Núna er Hönnunarmarsinn framundan og við fjórir aðrir hönnuðir höfum í samstarfi við hönnunarverslunina Kraum hannað sköft á klassísku pönnukökupönnuna. Afraksturinn verður frumsýndur þar. Annars fara bráðum í framleiðslu frá mér renndir viðarbollar fyrir kaffikrúsir, staflanlegur kertastjaki og eldhúsrúllustandur í sömu línu. Einnig er ég að koma með á markað klukkur úr steypu og er að hanna púða og viskustykki, þannig að það er í nógu að snúast.“ /ehg Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, grafískur hönnuður, snéri sér alfarið að vöruhönnun fyrir nokkrum árum og hlaut fyrstu verðlaun fyrir Laxness- var nytjahlutir í anda Errós

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.