Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Utan úr heimi - fréttaskýring Athyglisverðar tilraunir með nýtingu sólarljóssins: Nanotré nýta sólarorku til að framleiða vetni - Hluti af tilraunum til að líkja eftir ljóstillífun jurta Nanotækni ryður sér nú til rúms á æ fleiri sviðum vísindanna. Þannig eru rafeindaverkfræð- ingar við Kaliforníuháskóla í San Diego nú að koma upp skógi af örfínum nano-vírtrjám sem eiga að fanga orku sólar til að kljúfa vatn í frumeindir sínar. Er þessum nanoskógi þannig ætlað að fram- leiða vetni sem orkugjafa á mun skilvirkari hátt en áður hefur þekkst. Verkefnið er kynnt í fag- tímaritinu Nanoscale, sem fjallað er um á heimasíðu ScienceDaily þann 7. mars sl. Nano-vír er gerður úr ýmsum endurnýttum náttúrulegum efnum eins og sílikoni og sinkoxíði. Telja vísindamenn að með því að búa til einskonar nanovírskóga sé búið að finna ódýra leið til að framleiða vetni í stórum stíl án notkunar jarðefna- eldsneytis. Þess má geta að víða um heim hafa menn ýmist notað kolaorku eða olíu til að framleiða orku sem nauð- synleg er til að framleiða vetni. Við það fer mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Hér á landi hafa menn aftur á móti notast við raforku úr endurnýtanlegum fallvötnum eða raforku sem framleidd er með jarð- gufu til að rafgreina vatn og fram- leiða vetni. Nanotæknin á, ef allt gengur að óskum, að leysa þessi mál með beinni nýtingu á sólarljósi til vetnisframleiðslu án losunar nokk- urra mengunarefna. Að vísu þarf þá að líta framhjá framleiðsluferli þeirra efna sem nauðsynleg eru til að búa til nanotrén. „Þetta er hrein leið til að fram- leiða hreint eldsneyti,“ segir Deli Wang, prófessor við raf- og tölvu- deild UC San Diego Jacobs School of Engineering. „Við erum að reyna að herma eftir því hvernig plöntur nýta sér sólarljósið. Við vonumst til að í náinni framtíð geti okkar nanotré í raun orðið hluti af búnaði sem nýtir sér ljóstillífun líkt og náttúruleg tré.“ Segir hann galdurinn við nanotrén liggja í lóðréttri byggingu þeirra og miklu yfirborði greina. Með slíkri byggingu er hægt að ná 400.000 sinnum stærra yfirborði á flatarein- ingu til að umbreyta sólarorkunni. Þannig má grípa stærstan hluta af orku sólarljóssins, á meðan að lág- réttur flötur myndi að mestu endur- kasta sólarljósinu. Líkir Wang þessu við það sem gerist í myndmóttöku mannsaugans. Hann bendir á að sjá megi þessa eiginleika utan úr geimn- um, þar sem sólin endurspeglast af sléttum flötum eins og eyðimörkum og hafinu, sem sýnist bjart á meðan skógarnir virðast mun dekkri. Rannsóknarteymið vinnur nú einnig að því að finna staðgengils- efni fyrir sinkoxíð sem notað er til að fanga útfjólubláa geisla sólarljóss- ins. Takist það má hugsanlega lengja endingartíma nanotrésins. /ScienceDaily og Nanoscale Sú hagstjórnarstefna sem rekin er meðal þróaðri landa heims er nú farin að ógna verulega lífs- afkomu fólks í hinum dreifðari byggðum, einkum í þróunarlönd- unum. Smábændur flosna upp þar sem þeir geta ekki lengur keppt við stóriðjubúskap ríku landanna. Varnaðarorð berast nú frá samtökum kvenna í mörgum af fátækustu löndum heims, sem telja fæðuöryggi þjóðanna ógnað. Krefjast þær þess að ríkisstjórnir viðkomandi ríkja breyti um stefnu og grípi til ráðstafana til að verja sitt fólk og landbúnað með öllum tiltækum ráðum. Stóriðjubúskapur sem íbúar þró- aðri ríkja hafa verið að hagnast á er þegar farinn að leiða til ofnýtingar lands og aukinna sjúkdóma sem æ fleiri telja að muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrr eða síðar. Vaxandi áhyggjur eru af þessu, eins og sjá má af fréttum m.a. frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. Deilt er á að gróða- hyggjan sé að leggja matvælafram- leiðslu smábænda víða í dreifbýli heimsins í rúst. Það muni hafa þær afleiðingar að sífellt erfiðara verði að mæta vaxandi fæðueftirspurn og tryggja fæðuöryggi þjóða heims vegna mikillar fólksfjölgunar. Konur sameinast í baráttunni Konur í þróunarlöndum víða um heim eru nú farnar að rísa upp og vilja að farið verði í alvöru að grípa til aðgerða til eflingar mat- vælaöryggi heimsins. Segja þær að vaxandi fæðuskortur og ójöfnuður dreifbýlis gagnvart þéttbýlinu um allan heim hamli afkomu kvenna og karla í dreifðari byggðum. Það dragi úr möguleikum þeirra til að skapa sér sómasamleg lífsskilyrði, sam- kvæmt úttekt sem sjá má á heimasíðu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, „Rural women speak out about food insecu- rity“. Hefur FAO í samstarfi við Huairou-nefndina og WOCAN- samtökin, sem eru samtök kvenna sem kalla eftir breytingum í land- búnaði, haldið 21 viðræðufund með hundruðum kvenna og karla í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Þar hefur einkum verið til umræðu hvernig bæta megi lífsafkomu þessa fólks. Grafið undan landbúnaði þróunarríkja FAO, Huairou-nefndin og WOCAN hafa haldið fundi í Úganda, Gana, Kenía, Tansaníu, Sambíu, Kamerún, Benín, Eþíópíu, Indlandi, Nepal, Filipseyjum, Pakistan, Níkaragúa, Jamaíka, Hondúras, Gvatemala, Perú, Argentínu, Bólivíu og Ekvador. Þar hefur einkum verið rætt hvernig fæðuöryggi hefur bein áhrif á líf fólksins í þessum löndum. Konur í Suður-Ameríku telja t.d. ósanngjarnt hversu bændur beri lítið úr býtum í samskiptum við lágvöruverðskeðjurnar. Sú stefna sem rekin hefur verið með opnun markaða í milliríkjaviðskiptum hefur líka leitt til þess að smábændur geta ekki lengur keppt við ódýra, nær- ingarsnauðari innflutta matvöru risa- fyrirtækjanna. Þetta grefur undan landbúnaði í þróunarlöndunum, minnkar tekjur þeirra sem þar starfa og eykur á næringarskort. Eru það einkum konurnar sem verða verst úti, enda eru þær oftast í hlutverki þeirra sem fæðunnar afla. Þetta leiðir til keðjuverkunar. Konurnar fá ekki aðgang að jarðnæði, tækni og inn- viðir samfélagsins eru bágbornir. Vegna hnignunar í landbúnaði fá konurnar heldur ekki fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum til að koma undir sig fótunum og það eykur enn á vandann. Á meðan þeir ríku hagnast sem aldrei fyrr verða þeir fátæku sífellt fátækari. Stórþjóðir og stórfyrirtæki sölsa undir sig landi Eignaupptaka á landi er líka fylgi- fiskur þessa. Þar hafa stórfyrirtæki verið að sölsa undir sig land sem bændur hafa flosnað upp af í stórum stíl. Þar fara fyrirtækin síðan út í að framleiða ódýrt hráefni fyrir eigin matvælaiðnað. Stórþjóðirnar kepp- ast nú um að tryggja sér aðgengi að matvælum um allan heim jafnt og aðgengi að málmum og öðrum hráefnum, án tillits til afkomu íbúa á viðkomandi svæðum. Nýjasta dæmið um þetta er ásælni Kínverja í kúabú- skap á Nýja-Sjálandi, sem dómstólar þar í landi úrskurðuðu ólöglega. Fólkið fái sinn rétt Í Ekvador hafa konur skorið upp herör gegn lögum sem ganga á fjárhagslegan, pólitískan og menn- ingarlegan rétt fólksins og krefjast bættra laga sem tryggi rétt almenn- ings. Í Kenía og Gana hafa svæðis- bundin samtök tekið sig til við að stofna matvælabanka, þar sem hluti matvæla sem þar eru framleidd eru tekin til hliðar til að tryggja íbúum aðgengi að mat. Í Asíu hafa konur víða rekið áróður fyrir því að mat- væli fari fyrst á heimamarkað áður en hann er sendur annað. Í greininni á vefsíðu FAO má sjá að víða í þróunarríkjunum hafa menn brugðist við með því að stíla enn frekar á einhæfari hrávörufram- leiðslu með útflutning til stórfyrir- tækja þróaðri ríkja í huga. Þannig hafa ríkisstjórnir ætlað að tryggja viðskiptajöfnuð en grafa um leið undan fjölbreytni í innanlands- framleiðslu og afkomumöguleikum íbúanna, sem verða í raun þrælar stórframleiðenda. Allt er þetta gert í nafni aukins viðskiptafrelsis sem fáir þora að andmæla. Einhæf nýting á landi dregur síðan hægt og rólega úr afkastagetu landsins og þannig grafa menn sína eigin gröf. Ríkisstjórnir verji sinn landbúnað Breytingar á loftslagi hafa síðan gert ástandið enn verra. Öfgar í veðurfari eru orðnar meira áberandi með þurrkum víða um lönd á meðan flóð spilla landi á öðrum svæðum. Konurnar segjast ekki lengur geta staðið einar í að tryggja matvæla- öryggi sinna fjölskyldna. Þar verði ríkisstjórnir viðkomandi landa að koma til hjálpar. Það verði m.a. að gera með markvissum félagslegum áætlunum, efla menntun og tækni- þekkingu sem og að auka stuðning við landbúnað viðkomandi landa og auka sjálfbærni hans. Konur í þróunarríkjunum telja matvælaöryggi verulega ógnað: Vilja að viðkomandi ríki snúi við blaðinu og fari að verja sitt fólk og landbúnað Konur í dreifðum byggðum þróunarlandanna rísa nú upp og krefjast þess að ríkisstjórnir viðkomandi landa fari að verja sitt fólk og landbúnað gagnvart stóriðjubúskap alþjóðlegra stórfyrirtækja. Myndir / FAO FAO og Evrópusambandið snúa bökum saman: Styðja við umhverfisvænan landbúnað FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið styðja í samein- ingu veðurfarsvænan landbúnað í Malaví, Víetnam og Sambíu. Áætlað er að verja 5,3 milljónum evra til verkefnisins. Veðurfarsvænn landbúnaður er meðal helstu áhersluatriða FAO í baráttunni við hungur í heiminum. Stofnunin opnaði á síðasta ári sér- staka vefsíðu þar sem fjallað er um slíkan landbúnað. Stofnunin leggur áherslu á að breyta verði búháttum svo að unnt verði að ná árangri í bar- áttunni við hungur og fátækt. Hinir nýju búhættir þurfa að hafa í för með sér minnkandi losun gróðurhúsaloft- tegunda og aukna bindingu kolefnis í jarðvegi. „Við verðum að eiga samstarf við bændur á hverjum stað og samfélag þeirra,“ segir Hafez Ghanem, starf- andi framkvæmdastjóri þróunar- deildar FAO. Að áliti hans hentar ekki ein og sama lausnin öllum; breytilegt veðurfar og náttúruskilyrði valda því. ESB hefur ákveðið að leggja fram 3,3 milljónir evra í verkefnið og FAO tvær milljónir. Vonir standa til að þessar ráðstafanir hvetji sterka fjár- festa til að taka þátt í þessum verk- efnum. Hrísgrjónarækt er dæmi um hvernig landbúnaður getur aðlagast minni losun gróðurhúsalofttegunda. Ræktun hrísgrjóna er ein aðalundir- staða matvælaframleiðslu á jörðinni, en um þrír milljarðar jarðarbúa neyta þeirra daglega. Jafnframt er ræktun þeirra næststærsta uppspretta met- ans, sem er helsta gróðurhúsaloft- tegundin og myndast á eðlilegan hátt í vatnsmettuðum jarðvegi þar sem hrísgrjón vaxa, en mest er losunin þegar akurinn er undir vatni. Með því að lækka vatnsstöðuna og vökva í staðinn reglubundið er unnt að draga verulega úr metanlosuninni. Ljóst er að hér er til mikils að vinna í baráttunni fyrir umhverfis- vænna veðurfari. Landsbygdens Folk, 10. febr. 2012. Vísindamenn hafa þróað svokölluð „nanotré" sem gera mönnum kleift að framleiða vetni með beinni nýtingu sólarljóssins án þess að aðrir orkugjafar komi þar nærri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.