Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 201212 Það leggur ljúfan sælgætisilm yfir félagsheimilið Stað á Eyrarbakka þar sem Svandís Guðmundsdóttir vinnur með snörpum hreyfing- um við gulleitan sykurmassa. Aðstoðarkona hennar, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, er tilbúin við klippivélina að taka á móti brjóst- sykursmolum í öllum regnbog- ans litum. Brjóstsykurs„bóndi“ Suðurlands er að störfum. „Það er um eitt ár síðan ég byrj- aði að framleiða brjóstsykurinn en fram að því hafði ég eingöngu verið í námskeiðahaldi. Þá var ég, og er enn, að halda klukkutímanámskeið fyrir óvissuferðir og bekkjarkvöld en einnig hef ég verið með lengri námskeið. Ég hef þá kennt börnum alveg niður í fyrsta bekk og þá fá þau að útbúa sinn eigin sleikjó, sem er mjög mikið sport. Eftir að ég varð mér úti um framleiðsluleyfi og fékk aðstöðu í viðurkenndu eldhúsi sel ég nú frá mér á neytendamarkað og er þetta orðið að fullri vinnu hjá mér,“ útskýrir Svandís, sem mun taka þátt í sýningunni Suðurland í sókn í Ráðhúsi Reykjavíkur um komandi helgi og sýna þar stærsta sleikibrjóstsykur sem gerður hefur verið hérlendis. Notar íslensk söl og hunang Svandís kaupir hluta af hráefninu hérlendis en einnig frá Danmörku. Brjóstsykurinn er án allra aukaefna og eru litir og bragðefni náttúruleg. „Við Þórunn erum yfirleitt þrjá daga í viku hér í vinnslunni en minnsti tíminn fer í að búa til brjóstsykurinn. Pökkunin, markaðs- vinnan og að leita sér að verslunum til að koma vörunni á framfæri er ansi tímafrekt ferli. Síðan er mikil þróunarvinna í bragðtegundum en ég er með um 10 tegundir í sölu. Það sem er vinsælast hjá mér er Eldhraun, sem er gamli kónga- brjóstsykurinn, Katla er lakkrís- brjóstsykur með cayenne-pipar og chili og eins er saltbrjóstsykurinn Fjörulalli vinsæll, en hann er með íslenskum sölvum í. Einnig ætla ég að prófa íslenskt hunang en ég hef mikinn áhuga á að nota íslenskt hráefni eins og hægt er.“ Á síðasta ári seldi Svandís frá sér hátt í átta þúsund poka af brjóstsyk- ursgóðgæti og býst hún við enn meiri sölu á þessu ári. „Ég var dugleg að kynna þetta á ýmsum sýningum og bændamörk- uðum en þá útbjó ég brjóstsykur á staðnum, sem vakti jafnan lukku. Eftir að ég tók þátt í sýningunni Suðurland, já takk í Ráðhúsinu í Reykjavík í fyrra fór boltinn að rúlla og ég varð mér úti um sambönd og fékk ákveðið þor til að halda áfram. Nú er ég að koma mér í samband við bændur í Beint frá býli sem fram- leiða ís, til að kanna þann möguleika að nota brjóstsykursmulninginn sem kemur alltaf við skurðinn í fram- leiðslunni út í ísinn. Ég hef einnig áhuga á að verða meðlimur í Beint frá býli en mér skilst að ég þurfi að búa á lögbýli til þess. Þetta sem ég er að fást við er íslenskt handverk og það væru orð að sönnu að kalla mig brjóstsykursbónda,“ segir Svandís og hlær við um leið og hún býr sig undir að vinna með næstu lögun af rjúkandi heitum sykurmassa. /ehg Fréttir Brjóstsykurs„bóndi“ Suðurlands: Fröken Svandís - býður í kandís Seljahjallagil, Bláhvammur, Þrengslaborgir og nágrenni í Skútustaðahreppi hafa verið frið- lýst sem náttúruvætti. Svæðið er í landi jarðarinnar Grænavatns, er 2117,8 hektarar að stærð og liggur bæði fyrir samþykki landeigenda og sveitarstjórnar fyrir friðlýsingunni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Kristín Linda Árnadóttir for- stjóri Umhverfisstofnunar undir- rituðu friðlýsinguna við athöfn í Gestastofunni í Mývatnssveit á þriðjudag að viðstöddu fjölmenni. Á svæðinu er að finna merkar minjar frá jarðeldunum sem skópu Mývatn og umgjörð þess. Fyrir tæpum 4.000 árum rann Laxárhraun eldra frá Ketildyngju um Seljahjallagil, breiddi úr sér á Mývatnssvæðinu og rann áfram niður Laxárdal og Aðaldal. Við það stíflaðist afrennsli Mývatnssvæðisins og stöðuvatn myndaðist, álíka stórt og Mývatn, en með ólíka lögun. Fyrir um 2.300 árum rann Laxárhraun yngra frá Lúdentsborgum, Þrengslaborgum og Borgum í Grænavatnsbruna. Einn gíganna frá þessu gosi er í Seljahjallagili. Hraunið rann um Mývatnssvæðið, niður Laxárdal og Aðaldal allt að Skjálfanda. Dimmuborgir mynduðust í þessu gosi sem og gervigígar við Mývatn, í Laxárdal og Aðaldal. Í gosinu varð Mývatn til í núverandi mynd. Í Bláfjalli og Bláfjallsfjallgarði eru fjölbreyttar móbergs- og grá- grýtismyndanir frá ísöld með giljum og hvömmum sem grafist hafa út við lok ísaldar. Seljahjallagil er víða 100-150 m djúpt og um 500 m á breidd að meðaltali. Nyrst í gilinu hefur leysingavatn grafið nýtt gil ofan í hraunið og koma þar fram miklir klettadrangar með einhverju fegursta og fjölbreyttasta stuðla- bergi á austanverðu Norðurlandi. Bláhvammur er gróðurríkt hlíða- svæði suður af Seljahjallagili, vaxið birkiskógi og blómgróðri. Hvammurinn er klettahvilft sem jökulvatn hefur grafið í móbergið og er þar greinilegt gamalt fossstæði. Í náttúruvættinu er einnig að finna fálkaóðul sem eru setin árlega. Seljahjallagil, Bláhvammur og Þrengslaborgir: Friðlýst sem náttúruvætti Fyrir um 2.300 árum rann Laxárhraun yngra frá Lúdentsborgum, Þrengsla- borgum og Borgum í Grænavatns- bruna. Einn gíganna frá þessu gosi er í Seljahjallagili, en það hefur nú verið friðlýst sem náttúruvætti. Mynd / Bergþóra Kristjánsdóttir Brjóstsykurslengjur koma úr klippivélinni sem bróðir Svandísar, Vilhjálmur Arnar Ólafsson, hannaði. Aðstoðarkona hennar, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, er tilbúin að taka á móti brjóstsykursmolum í öllum regnbogans litum. Svandís vinnur hratt með sykurmass- ann áður en hann verður of kaldur en hún heldur úti heimasíðunni kandis. is. „Maður þarf ekki að fara í líkamsrækt þegar maður hefur þessa iðju,“ segir Svandís brosandi þar sem hún skutlar sykurmassanum hratt og örugglega upp og niður á stönginni til að gera hann hvítan á lit. Myndir / EHG Hann er skrautlegur brjóstsykurinn hjá Svandísi. Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.