Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Áhugi á jarðgerð eykst hratt og fjölmargir hafa komið sér upp safnkassa í þeim tilgangi að nýta lífrænan úrgang sem fellur til í eldhúsinu og garðinum. Góð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að hugsa sér og fólk ætti hiklaust að stunda jarðgerð hafi það aðstöðu til. Ýmsar aðferðir eru þekktar þegar kemur að jarðgerð og mismunandi hver þeirra hentar á hverjum stað. Algengast er að garðeigendur komi sér upp einum eða fleiri kössum fyrir lífrænan úrgang og hann sé látinn jarðgerast í þeim. Hægt er að velja á milli þess að kassinn sé einfaldur að gerð eða flóknari, lokaður og einangraður. Jarðgerð í einföldum kassa kallast köld en heit í lokuðum og einangruðum kassa og gengur hún mun hraðar fyrir sig. Hvort sem um er að ræða kalda eða heita jarðgerð skal koma kassanum fyrir á þurrum og skjólgóðum stað þar sem auðvelt er að komast að honum. Kassinn þarf að standa á möl eða moldarjarðvegi og gott er að setja trjágreinar í botninn þannig að jarðvegsdýr eigi auðveldan aðgang upp í hann. Hvað má fara í kassann? Til jarðgerðar má nota flest sem fellur til úr garðinum, fyrir utan rótarill- gresi eins og húsapunt, skriðsóley og túnfífil eða illgresi eins og kross- fífil og dúnurtir, sem hæglega geta þroskað fræ í safnhaugnum. Nýslegið gras, ekki meira en 20%, lauf, smáar greinar, barr, visnuð blóm og þurrt hey má allt fara í safnhauginn. Úr eldhúsinu má setja salat og kál, rótargrænmeti, hýði af ávöxtum og í opinn safnhaug þar sem slíkt getur laðað að sér óæskileg nagdýr. Best að blanda öllu saman Þegar lagt er í jarðgerð er gott að setja um 15 sentímetra lag af mis- grófum greinum í botninn á kass- anum og mikið af þurru efni, til dæmis heyi, í neðsta lagið. Best er að hafa úrganginn sem fer í kassann sem smágerðastan og hræra öllu vel saman. Ef ekki er hægt að hræra í kassanum skal fyllt á hann í þunnum lögum og gott er að setja mold eða þurran garðaúrgang á milli laga. Auka má loftstreymi í kassanum með því að stinga í eða hræra í inni- haldinu með stungugaffli af og til. Til að flýta fyrir jarðgerðinni er gott að sáldra gamalli, fíngerðri mold eða þurrum búfjárskít á milli laga. Þumalfingursreglan segir að ef sett sé í kassann ein fata af grænmeti skuli setja með 1/3 úr fötu af þurru efni, til dæmis þurru laufi eða heyi. Komi sterk rotnunarlykt úr kass- anum er efnið í honum líklega of blautt. Yfirleitt er nóg að blanda þurru heyi eða sagi í innihaldið til að kippa þessu í lag og minnka fnykinn. Við aðstæður sem þessar ætti jarðgerðin að taka 8 til 10 mánuði í lokuðum, einangruðum kassa en nokkrum mánuðum lengur í einföld- um, óeinangruðum kassa eða tunnu. Lífið í jarðgerðinni Til þess að jarðgerðin heppnist þarf vatn, súrefni og hita. Örverurnar sem umbreyta efninu í kassanum í jarðveg þurfa vatn svo að lífsstarfsemi þeirra gangi eðlilega. Of mikið vatn getur aftur á móti hægt á starfseminni þar sem það dregur úr súrefni, en það er ekki síður nauðsynlegt svo að niður- brot geti átt sér stað. Við rotnunina myndast hiti og hann örvar niður- í kassanum er þegar efnið er eins og blautur svampur viðkomu eða með 50 til 60% raka. Fari rakastigið niður fyrir 30% stöðvast starfsemi örveranna og umbreytingin hættir. Ef vel tekst til við jarðgerðina safn- ast í kassann ógrynni af jarðvegs- lífverum, ánamaðkar, járnsmiðir, þúsundfætlur og grápöddur sem að- Besta mold í heimi Vel heppnuð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að hugsa sér. Hún - ingarefnum, bæði lífrænum efnum og ólífrænum. Nota má safnhaugamold til að auka frjósemi garðsins með því - - valin í bland með annarri mold þegar settar eru niður hvers konar plöntur. Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Besta mold í heimi Jarðgerð Komið jarðgerðarkassanum fyrir á þurrum og skjól- góðum stað. Undirlagið á að vera mold eða möl svo að ánamaðkar eigi greiða leið upp í kassann. Aðgengi að jarðgerðarkass- anum þarf að vera gott svo auðvelt sé að setja í hann lífrænar leifar. Einnig þarf að vera þægilegt að tæma kassann. Setja þarf gróft efni eins og greinar í botninn til að auka loftstreymi. Lífrænar leifar eiga að vera eins sundurtættar, marðar og smágerðar og kostur er og hræra skal efninu vel saman. Súrefni er forsenda niður- brots og því nauðsynlegt að lofta um safnkassann reglulega. Til að auka loftstreymi er gott að hræra í innihaldinu af og til með stungugaffli. Ekki setja kjöt- eða fiskúrgang í opna safnkass- ann. Það dregur að mýs eða rottur. Jarðgerð getur tekið nokkra mánuði og upp í ár, allt eftir aðstæðum. Nýir staðarhaldarar á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum kíkja á aðstöðuna: „Ég er þar sem vegurinn endar og kemst ekki til baka“ - sagði Sveinn Sveinsson, sem varð að sætta sig við lélega mokstursþjónustu við íbúa í Árneshreppi Sveinn Sveinsson er mörgum gestum „Bændahallarinnar“ vel kunnur, en hann starfaði sem þjónn á Hótel Sögu frá 1963 til 1999 og hefur síðan unnið á nokkr- um veitingastöðum sem þjónn eða veitingastjóri. Um síðustu áramót tóku Sveinn og kona hans, Margrét St. Nielsen (sem síðast starfaði hjá landbúnaðarráðuneytinu) við rekstri Kaffi Norðurfjarðar í Árneshreppi á Ströndum. Kaffi Norðurfjörður er opið að öllu jöfnu frá 1. júní og fram í ágúst, en Sveinn og Margrét vildu komast sem fyrst norður og kanna tækja- búnað og aðstæður fyrir sumarið. Sveinn hafði samband við Bændablaðið í gegnum tölvu og sendi nokkrar myndir af „óför- um“ sínum úr Árneshreppnum á Ströndum. Þau Sveinn og Margrét kíktu norður í Árneshrepp ásamt frænda Sveins, Ólafi Ingólfssyni frá Eyri í Ingólfsfirði til að kanna aðstæður á Kaffi Norðurfirði. Eftir að hafa frestað ferðinni einu sinni vegna ófærðar skelltu þau sér norður síðast- liðinn miðvikudag á lánsbíl sem þau höfðu fengið í tvo til þrjá daga. Mokað hafði verið fyrr í vikunni og útlitið virtist lofa þokkalegt veður næstu daga, svo þetta átti bara að vera skottúr. Ferðin norður gekk ágætlega, þar til þau keyrðu fram á bíl frá Olíudreifingu sem sat fastur á veginum í Reykjarfirði. Lengra varð ekki komist fyrr en olíubíllinn var farinn. Eftir tveggja tíma hand- mokstur kom tæki, olíubíllinn var dreginn upp og snéri við. Áfram var haldið og komu þau undir kvöld í Norðurfjörð. Brjálað veður Daginn eftir kom í ljós að allt var kolófært og næsti mokstursdagur er samkvæmt dagatalinu 20. mars. Í símaspjalli við Svein síðastliðið sunnudagskvöld sagði hann að það væsti svo sem ekkert um þau, enda í góðu yfirlæti hjá Gunnsteini og Maddý á Bergistanga, þar sem nægur væri matur og gott fólk heim að sækja, en að vísu þyrfti hann helst að skila lánsbílnum. „Á fimmtudag fórum við í sund- laugina á Krossnesi og á föstudag skruppum við í fjárhús þar sem stóð yfir rúningur. Laugardagurinn fór m.a. í að koma lánsbílnum í hús, þar sem að spáð var brjáluðu veðri. Á laugardagskvöld brast á með vitlausu veðri, svo hvasst var að smásteinar fuku á húsið sem við erum í, en það kemur stundum fyrir að rúður brotni í húsum hér í svona veðrum og allt fýkur sem fokið getur. Á sunnudag var unnið með Gunnsteini í máln- ingarvinnu upp í gistingarkostnað.“ Föst þar sem vegurinn endar „Talandi um mokstur hingað í Árneshrepp þá er það ótrúlegt að ekki sé mokað í hreppinn frá janúarbyrjun og til 20. mars, það hlýtur að mega opna veginn oftar svo að íbúar í Árneshreppi fái mannsæmandi þjón- ustu eins og aðrir Íslendingar. Við hjónin verðum bara að sætta okkur við að vera hérna þar sem vegurinn endar, þó svo að við komumst ekki til baka í bráð, en hvort eigandi bílsins sem við erum með að láni er sáttur, það verður að koma í ljós með vorinu,“ sagði Sveinn og beið eftir mokstri. /SS/HLJ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.