Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Orkumál í sveitum landsins, möguleikar bænda til framleiðslu á eigin orku sem og aðgerðir til orkusparnaðar voru meginumtals- efni ræðumanna á orkuráðstefnu sem haldin var í Bændahöllinni sl. föstudag. Þar kom fram að tæknilega er ekkert því til fyrir- stöðu að framleiða alla þá orku sem nota þarf í sveitum landsins. Þá er öll tækni þekkt sem þörf er á til að mögulegt sé að framleiða úr lífmassa á vistvænan hátt alla þá olíu sem íslenskt samfélag þarf á að halda. Að sögn Þorbjörns Friðrikssonar efnafræðings, sem flutti fyrirlestur á ráðstefnunni, yrðu auk þess til hliðarafurðir við slíka eldsneytisframleiðslu sem gætu verið margfalt verðmætari en sjálf olían sem úr þessu fengist. Kallaði hann eftir aðgerðum til að setja upp tilraunavinnslu á litlum skala sem síðan mætti hlaða utan á upp í hagkvæma stærð. Ágústa Loftsdóttir, starfsmaður Orkustofnunar á Akureyri, hélt fróðlegt erindi um orkunotkun í íslenskum landbúnaði sem vísað er til á forsíðu Bændablaðsins í dag. Samkvæmt því sem fram kom í erindi Ágústu mun innlend notkun nýrra orkugjafa fara vaxandi á komandi árum. Samkvæmt spám virðist það ekki síst undir bændum sjálfum komið hvernig til tekst með að flýta þessari þróun. Þannig væri hugsanlega hægt að draga hraðar úr innflutningi á olíu með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði. Þær eldsneytis- spár sem Ágústa lýsti gera ráð fyrir að verulega fari að draga úr olíu- notkun á bíla og tæki þegar líða fer á þennan áratug. Í þeim spám er ekki síst horft til tækninýjunga í tækjum og bílum, sem dragi úr bensín- og dísilolíunotkun. Hækkandi orkuverð Í erindi Daða Más Kristóferssonar, landbúnaðarhagfræðings hjá hag- fræðideild Háskóla Íslands, komu fram sláandi tölur um verðþróun á orku og matvælum. Þær sýna að bensín og olíur hafa frá 2007 verið að hækka langt umfram vísitölu neysluverðs. Þá er rafmagnskostn- aður líka á hraðri uppleið á meðan landbúnaðarvörur hafa hlutfallslega farið stöðugt lækkandi og halda ekki í við vísitöluhækkanir á neysluvör- um. Það þýðir að einkum innfluttar neysluvörur, auk rafmagns, skatta og fjármagns, eru að keyra upp neyslu- vísitöluna. Búorka raunhæfur kostur Kristján Hlynur Ingólfsson hjá Verkís verkfræðistofu lýsti á ráð- stefnunni „Búorkuverkefni“ sínu, sem kynnt var í Bændablaðinu í haust. Verkefnið gengur út á að lýsa möguleikum á framleiðslu á metan- gasi úr lífmassa í sveitum landsins. Líkt og Þorbjörn varðandi olíufram- leiðsluna, lýsti Kristján því að öll tækni væri í raun til staðar. „Það eru milljónir einfaldra útfærslna til víða um heim sem sjá milljónum manna fyrir gasi til lýsingar, hitunar og mat- reiðslu,“ sagði Kristján. Sagði hann þetta einfaldan búnað sem grafinn væri í jörð; hvelfingu með inntaki, úttaki og aftöppunarbúnaði. Þar þyrfti enga mekaníska eða orkudrifna íhluti. Öðru máli gegndi hinsvegar ef fullvinna ætti hágæða gas úr líf- massanum til að knýja vélar. Þá þyrfti talsvert flókinn og dýran búnað sem kallaði á stærri rekstrareiningar í samlagsfyrirtækjum. Jón Guðmundsson, Landbúnaðar- háskóla Íslands, velti upp þeirri spurningu hvort lífræn orkufram- leiðsla í landbúnaði væri möguleiki eða tálsýn. Þá lýsti Eiður Jónsson, Árteigi, Kaldakinn, aðkomu sinni að framleiðslu á raforkutúrbínum og orkuverum af margvíslegum toga. Sagði hann að frá 1950, þegar Jón Sigurgeirsson faðir hans fór að framleiða túrbínur og selja bændum, hafi verið framleiddar 97 túrbínur í Árteigi og uppsett afl þeirra væri um 4 megawött. Haraldur Magnússon, vindmyllu- og orkubóndi í Belgsholti, lýsti áhugaverðri reynslu sinni af smíði og rekstri á sænskri vindmyllu sem reyndar stórskemmdist í miklum vindi. Hann vinnur nú að endur- byggingu myllunnar með íslensku hug- og verksviti og getur byggt á mikilvægri reynslu. Varmadælur góð ávöxtun peninga Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni, Kelduhverfi, lýsti sinni reynslu af uppsetningu á varmadælum til kyndingar. Taldi hann að notkun á varmadælum væri trúlega ódýrasta og skjótvirkasta leiðin fyrir bændur til að spara umtalsverða fjármuni í orkukostnaði. Hann valdi svokall- aðar „vatn í vatn“ varmadælur, sem hann taldi mun árangursríkari leið en loft/loft varmadælur, sem væru mun ódýrari kostur. Nýtti hann sér aðgang að vatni sem er á bilinu 7-9 gráðu heitt eftir árstímum. Kyndir varmadælan nú ofnavatn upp í 45-48 gráður. Reiknaðist Einari svo til að kostnaðurinn við framkvæmdina væri um 2,3 milljónir króna, fyrir utan eigið vinnuframlag. Til verkefnis- ins fékkst styrkur frá Orkusetri upp á rúmlega 1,1 milljón króna. Sagði hann rekstur varmadælunnar þegar hafa skilað ríflega hálfri milljón upp í fjárfestinguna og að dæmið gengi upp á fjórum árum. „Ég hefði ekki víða getað fengið betri ávöxtun á mína peninga,“ sagði Einar. Fjöldi möguleika í sveitum landsins Elvar Eyvindsson bóndi, Skíðbakka, sagði að Íslendingar ættu ekki að sækja vatnið yfir lækinn. Tækifærin í sveitum landsins væru næg og af ýmsum toga. Þar gætu menn t.d. notað sólorkusellur á þök húsa sinna til eigin orkuframleiðslu. Nægur vindur væri til að byggja vindorkuver, en helsti vandinn við þau lyti einkum að skipulagsmálum og kostnaði. Þá væru margir spenntir fyrir nýtingu á gasi og að menn ættu að hafa þann möguleika í huga við gerð nýbygg- inga varðandi haughús og rotþrær. Varmadælur væru líka álitlegur kostur. Það ætti einnig við hálm og viðarbrennslu, en framboð af viðar- kurli er að stóraukast hérlendis vegna Orkumál Íslendinga rædd í víðu samhengi á ráðstefnu í Bændahöllinni: Bændur mæti vaxandi orkukostnaði með eigin aðgerðum og orkuframleiðslu - Tæknilega mögulegt að framleiða allt eldsneyti Íslendinga úr lífmassa og margar leiðir færar til orkuframleiðslu í sveitum landsins Ágústa Loftsdóttir. Daði Már Kristjánson í ræðustól. Mikill áhugi er í sveitum landsins um möguleikum til orkuframleiðslu til að auka hagkvæmni og sjálfbærni í land- búnaði. Myndir / HKr. Þetta graf Daða Más Kristjánssonar sýnir að bensín og olíur hafa frá 2007 verið að hækka langt umfram vísitölu neysluverðs. Þá er rafmagnskostnaður líka á hraðri uppleið á meðan landbúnaðarvörur hafa hlutfallslega farið stöðugt lækkandi og halda ekki í við vísitöluhækkanir á neysluvörum. Jón Guðmundsson. Kristján Hlynur Ingólfsson. Haraldur Magnússon. Einar Ófeigur Björnsson. Elvar Eyvindsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.