Bændablaðið - 15.03.2012, Page 21

Bændablaðið - 15.03.2012, Page 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Miðvikudaginn 7. mars var skrif- að undir samstarfssamning sem miðar að stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi (e. regional park). Hér er um að ræða fyrsta svæðis- garðinn sem stofnaður er á Íslandi, en svæðisgarðar eru þekktir víða um Evrópu sem hornsteinar í atvinnu- uppbyggingu, þar sem sérstaða og landkostir svæða hafa verið nýtt á markvissan hátt til að auka fjöl- breytni í atvinnulífi. Litið verður til tækifæra sem tengjast hvers konar matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, vöruhönnun og listsköpun, rann- sóknum og fræðslu. Þetta er um margt óvenjulegt og merkilegt framtak, þar sem heimamenn ákváðu að snúa vörn í sókn með því að undirbúa stofnun svæðisgarðs og vinna saman að atvinnuþróun og eflingu byggðar á Snæfellsnesi, með aðferðum sem hafa gefið góða raun erlendis. Þetta er uppbygging innan frá, byggð á staðbundnum auð- lindum, nýtingu og vernd þeirra. Samstarfshópur aðilanna sem að standa er einnig óvenjulegu breiður; sveitarfélögin fimm, búnaðarfélög, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu og Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi. Í þeirri vinnu sem nú fer af stað verður samfélagið virkjað á nýstár- legan hátt til að greina sérstöðu svæðisins og þau tækifæri sem felast í nærtækum gæðum Snæfellsnessins til sjávar og sveita, í því skyni að styrkja stoðir undir fjölbreyttari atvinnusköpun. Uppbygging svæðisgarðs er langtímaverkefni, en unnið verður markvisst að tilgreindum áföngum á þeirri vegferð næstu tvö árin - og um þá er samið. Gleraugnaverslunin þín Marstilboð í Augastað Frí lesgler þegar þú kaupir margskipt gleraugu í Augastað Lesgler fylga með ef þú kaupir margskipt gler og umgjörð í Augastað. MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Tilboðið gildir til 31. mars 2012. Landssamtök sauðfjárbænda og fagráð í sauðfjárrækt halda málþing um ræktunarmarkmið greinarinnar, föstudaginn 30. mars nk. frá kl. 13.00-16.30 Málþingið verður haldið á Hótel Sögu í tengslum við aðalfund LS 2012 Dagskrá: 1. Ræktunarskipulag og ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt í Noregi Thor Blichfeldt, Norsk Sau og Geit 2. Skyldleikarækt og erfðaframlag helstu ættfeðra í sauðfjár- stofninum Eyjólfur Ingvi Bjarnason BÍ og Þorvaldur Kristjánsson LbhÍ 3. Samhengi fitustigs og stærðar – Lífeðlisfræðilegir og erfða- fræðilegir þættir Jóhannes Sveinbjörnsson og Emma Eyþórsdóttir, LbhÍ 4. Ræktunarmarkmið fyrir íslenskt sauðfé – tillaga starfshóps Sigurður Þór Guðmundsson, Búgarði 5. Þróun afurðasemi í skýrsluhaldi undanfarin ár Jón Viðar Jónmundsson, BÍ. Fyrirspurnir og umræður. Fundarstjórar: Þórarinn Ingi Pétursson og Anna Margrét Jónsdóttir Allir velkomnir. Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldin föstudaginn 30. mars nk. í Súlnasal Hótel Sögu Hátíðin hefst kl 19.00 með fordrykk, en borðhald hefst kl. 20. Skemmtidagskrá undir borðum og dansleikur með hljómsveit Geirmundar að loknu borðhaldi. Veislustjóri verður Guðni Ágústsson og ræðumaður kvöldsins Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans. Félagar úr Voces Masculorum skemmta Forréttur: Rjómalöguð sjávarréttasúpa með gulrótarflani Aðalréttur: Lambahryggvöðvi með smjörbakaðri kartöflu, fennelsalati og rauðvínssósu Eftirréttur: Kókos búðingur með ananas og myntu Miðaverð fyrir mat, skemmtun og dansleik er kr. 6.500. Tekið er við miðapöntunum hjá Bændasamtökunum í síma 563-0300. Fáir miðar eftir. Fordrykkur í boði VÍS Arion banki Búaðföng Dýralæknamiðstöðin Hellu Dýralæknaþjónusta Suðurlands Fjallalamb Fóðurblandan Íslandsbanki Ístex Jötunn vélar Kaupfélag A-Skaftfellinga Kaupfélag Borgfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag V-Húnvetninga Landstólpi Mýr-Lax N1 Norðlenska Olís Pakkhúsið Hellu SAH afurðir Skeljungur Sláturfélag Suðurlands Sláturfélag Vopnfirðinga Sláturhús KVH Vélfang Árshátíðarnefnd LS þakkar eftirtöldum aðilum stuðninginn. Snæfellingar snúa vörn í sókn -Hafa stofnað fyrsta "svæðisgarðinn" á Íslandi að erlendri fyrirmynd Frá Snæfellsnesi. Myndir / Árni Geirsson. Frá undirritun samninga um fyrsta svæðisgarðinn á Íslandi. Athöfnin fór fram í safninu í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Gyða Steinsdótt ir bæjarstjór i Stykk- ishól msbæjar og formaður stýrihóps svæðisgarð sverkefnisins , kynnir verkefnið. Halldóra Hreggviðsd óttir prófaði saltað selspik - og Sigurjón mælti með hákarli til að eyða eftirbragði selsins. Guðbjartur bóndi á Hjarðarfel li og oddviti Eyja- og Miklaholts hrepps og Guðrún Lilja bóndi á Eiði, Eyrarsveit og stjórnarma ður í Búnaðarfél agi Eyrarsveit ar. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.