Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 201210
Fréttir
Góðar eru guðsgjafirnar, sagði
gamla fólkið. Oft þegar neyðin
var stærst rak hval á fjöruna eða
einhver undarleg heppni átti sér
stað. Við Íslendingar getum glaðst
yfir ýmsu og þakkað margt. Ja,
kannski almættinu eða landvætt-
unum fyrir gjafir sem okkur ber-
ast og góðar fréttir sem fáir nefna.
Þetta er vert að hafa í huga í
umræðu sem er full af neikvæðni
og vondum fréttum hérum bil upp á
hvern dag. Í fyrsta lagi gekk makr-
íllinn inná okkar tún eða landhelgi
og nánast að dyrum sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytisins - 30
milljarðar þar. ESB og Norðmenn
eru reiðir okkur fyrir að veiða
þennan fisk sem fóðrar sig í túninu
heima og nánast stekkur á land hér.
Gott hjá Steingrími J. að skrifa ekki
undir nauðungarsamning.
Loðnan gefur sig sem aldrei
fyrr - 30 milljarðar þar. Fiskimiðin
eru full af stórum þorski og hvergi
hægt að dýfa öngli eða leggja net,
allt fyllist um leið. Fræðingarnir
telja stjórnmálamönnunum samt
trú um að veiðin skuli ekki aukin,
betra sé að henda þeim gula í hafið
aftur. Ráðherra fyrirskipaði að
hver einasta lúða sem kæmist á
dekk yrði sett í hafið aftur, þótt
sjómenn viti að hún lifir þetta ekki
af heldur kafnar yfirleitt í drættin-
um upp. Já, lífbeltið bláa er auðugt
og svo segja þeir að olían sé fundin
á Drekasvæðinu og innan tólf ára
verðum við í sporum Norðmanna.
Kýrin mjólkar, ærin er tvílembd
Græna lífbeltið bregst okkur ekki
heldur í upphafi nýs árs. Blessaðar
kýrnar hafa skilað 1,2 milljónum
lítra meira af mjólk fyrstu tvo
mánuðina en í fyrra. Ærnar eru
sónaðar, ekkert síður en kynsystur
sínar af mannkyni. Hvaðan sem ég
fæ fréttir eru þær tvílembdar og
all margar þrílembdar. Þannig að
það verður mikið kjöt til í sumar
og haust. Bændur þurfa að huga
vel að nautakjötsmarkaðnum, þar
er gat í huga okkar sem viljum
innlenda framleiðslu sem mesta.
Og of fáir hafa gerst nautabændur
á síðustu árum. Eins er auðvitað
kjörið fyrir kúabændur að ala naut
sem aukagetu á sínu búi.
Loðdýraræktin dafnar
Það þarf ekki að rífast um kjötskort
í ár eins og vitlausa umræðan var í
fyrrasumar. Íslensk grænmetis- og
gróðurhúsaframleiðsla dafnar vel
og er vinsæl hjá neytendum eins
og allt íslenskt. Loðdýrabændur
eru nú loðnir um lófana, skinnin
seljast og verðið aldrei hærra en
nú. Það glyttir í gjaldeyri sem
þeir afla og tækifæri þeirra til að
stækka sín bú eru mikil, eða þá
að ungir bændur stígi skrefið og
geri loðdýrarækt að sinni atvinnu.
Ég dáist að seiglu þessa fólks
og þrautseigju, geri aðrir betur.
Voru það ekki kauphallir og
peningabrask sem áttu að taka
við og skapa hið nýja Ísland, já,
fjármálamiðstöð heimsins hét það
víst. Loðdýrabændur hafa unnið
með þeim hætti að þeir eru með
fremstu bændum í gæðum skinna
og árangri í Evrópu.
Þegar hríðinni slotar
Hinu má heldur ekki gleyma að
kostnaðarhækkanir hafa tröllriðið
samfélaginu okkar og peningamál,
skuldir fólks og fyrirtækja vefjast
fyrir ráðamönnum. Svo eru það
skuggar aðildarumsóknar að ESB
sem geta gert margt að engu, mál
að linni. Vinstri grænir, þið ráðið
þeirri för, þið tvímennið með
Samfylkingunni gegn ykkar vilja.
En þegar hríðinni slotar og við
sjáum út úr sortanum áttum við
okkur á að tækifærin liggja víða
í landinu. Ef stjórnvöld og aðilar
vinnumarkaðarins vakna og bretta
upp ermarnar átta þeir sig á því
að það er kominn nýr dagur með
nýjum tækifærum, bæði í gömlum
og nýjum atvinnuvegum.
Ísland svíkur okkur ekki, landið
á ærinn auð og margt er að gerast
sem gefur byr og vind í seglin.
Orðið er eitt sem gildir: ,,áfram“.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM skrifar:
,,Áfram“
Sorpbrennsla Sorpsamlags Þingeyinga ehf. á Húsavík. Þar hefur verið tekið við dýrahræjum til förgunar. Undir lok
síðasta árs urðu miklar umræður um það mál þegar sveitarfélög á Norðausturlandi fóru að leggja sérstakar álögur
á bændur vegna slíkrar förgunar. Mynd / Hafþór Hreiðarsson.
Brennslu hætt hjá Sorpsamlagi Þingeyinga við óbreytt rekstrarumhverfi:
Förgun dýrahræja víða af
Norðurlandi í uppnám
– Getum verið í vondum málum segir sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit
Ákveðið hefur verið að hætta
brennslu úrgangs hjá Sorpsamlagi
Þingeyinga ehf. þann 1. september
næstkomandi, komi ekki til veru-
legra breytinga á rekstrarumhverfi
stöðvarinnar. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Sorpsamlagi
Þingeyinga sem er í eigu
Norðurþings, Þingeyjarsveitar,
Skútustaðahrepps og Tjörnes-
hrepps. Hefur stöðin m.a. tekið við
dýrahræjum frá bændum til förg-
unar og mun lokunin væntanlega
setja þau mál í uppnám.
„Eini staðurinn sem við höfum
haft er Sorpbrennslan á Húsavík og
þegar og ef henni verður lokað verð-
um við í vondum málum, verði ekki
búið að finna nýja förgunarleið,“
segir Jónas Vigfússon sveitarstjóri
í Eyjafjarðarsveit.
Dýraleifar má aðeins urða á
viðurkenndum urðunarstöðum á
ákveðinn hátt, þ.e.a.s. að einn metri
af jarðvegi þarf að fara ofan á dýra-
leifarnar. Dýraleifar voru urðaðar á
Glerárdal þar til urðunarstaðnum
þar var lokað í fyrra. Jónas segir að
þegar samið hafði verið um urðun að
Sölvabakka í nágrenni Blönduóss,
hafi Húnvetningarnir ekki viljað fá
dýraleifar þangað og Eyfirðingar
hafi sætt sig við það. Dýraleifum
hafi því verið ekið til brennslu til
Húsavíkur.
„Við höfum verið að athuga hvort
við finnum urðunarstað fyrir dýra-
leifarnar en hefur ekki orðið ágengt
enn þá. Einnig hefur Molta verið
að kanna leiðir til að taka hluta af
þessum dýraleifum, en þetta eru sem
sagt þær leifar sem falla til þegar
skepnur drepast heima en ekki á
viðurkenndum sláturhúsum,“ segir
Jónas.
Uppbygging sorpbrennslustöðv-
arinnar á Húsavík, sem gangsett
var haustið 2006, var að fullu fjár-
mögnuð með lánum frá Lánasjóði
sveitarfélaga sem hvorki er hægt að
breyta né greiða upp. Afborgunum
og vaxtakostnaði vegna lánanna
hefur á undanförnum árum verið
mætt með nýju hlutafé. Nú þarf
að ráðast í fjárfrekar endurbætur á
brennslunni, sem ljóst er að ekki
verður hægt að fjármagna miðað
við núverandi forsendur.
Stjórn og fulltrúar hluthafa
Sorpsamlagsins harma að þessi
staða skuli vera komin upp, en
vegna erfiðra rekstrarskilyrða og
sífellt strangari krafna er illmögu-
legt fyrir lítil sveitarfélög að standa
straum af jafnkostnaðarsamri leið
við varanlega förgun sorps. Lokun
sorpbrennslunnar mun hafa víðtæk
áhrif á starfssvæði hennar og marka
afturför í meðhöndlun og förgun
úrgangs. Einsýnt er að urðun sorps
muni aukast í kjölfar lokunarinnar,
þótt flokkun úrgangs til endurvinnslu
og moltugerðar aukist.
Sorpsamlag Þingeyinga hefur eytt
margvíslegum úrgangi sem hvorki
má endurvinna né urða. Þar má nefna
lífrænan úrgang frá sláturhúsum,
dýrahræ og sóttmengaðan úrgang
frá sjúkrahúsum. Komi til lokunar
sorpbrennslunnar munu fyrirtæki
og sveitarfélög á starfssvæði hennar
þurfa að flytja úrganginn til eyðingar,
landshluta á milli, með töluverðum
tilkostnaði. /MÞÞ
Laxasetur stofnað á Blönduósi
Laxasetur Íslands ehf. var stofnað
á Blönduósi í júní í fyrra og er nú
unnið að því af fullum þunga að
setja setrið upp, en stefnt er að
því að opna það á komandi sumri.
Verkefnisstjórar eru Þuríður
Helga Jónasdóttir og Kristín
Arnþórsdóttir.
Þær Þuríður og Kristín eru nú
að safna munum til að setja upp á
setrinu og hafa m.a. leitað til veiði-
manna í þeim efnum, en ýmsa gamla
muni sem tengjast lax- og silungs-
veiði vantar í safnið.
„Við erum að vinna við upp-
setningu sýningar sem verður
opnuð í júní í sumar og erum að
safna gömlum munum sem tengjast
sögu laxveiða,“ segja þær Kristín
og Þuríður.
Á sýningunni verða lifandi lax-
fiskar, kvikmynd um laxfiska og
annað það sem tengist lifnaðarhátt-
um og sögu laxfiska og laxveiði á
Íslandi í máli og myndum. Stefnt er
því að sýningin dragi að sér veiði-
menn, fjölskyldufólk, ferðamenn og
áhugafólk um laxveiði.
Laxasetur mun koma að ýmsum
rannsóknum í samstarfi við
Veiðimálastofnun, Háskólann á
Hólum, Landssamband veiðifélaga
og Þekkingarsetur á Blönduósi.
Forsvarsmenn og stofn-
endur Laxaseturs eru Valgarður
Hilmarsson og Jón Aðalsteinn
Sæbjörnsson. Hluthafar eru veiði-
félög í Húnavatnssýslum, leigutakar,
einstaklingar og fyrirtæki. Laxasetur
Íslands verður til húsa á Efstubraut 1
á Blönduósi og verður heimasíða þess
opnuð innan skamms. Hluthafaskrá
er opin og öllum velkomið að gerast
hluthafar til 23. júní 2012 /MÞÞ
Hjónin Sólon Morthens og
Þórey Helgadóttir í Hrosshaga
í Biskupstungum hafa tekið í
notkun nýtt og glæsilegt hesthús.
Breyttu þau 260 fm gróður-
húsi í hesthús sem rúmar 26 hesta
og byggðu 200 fm reiðskemmu við
húsið.
Hjónin stunda tamningar og þjálf-
un á hrossum en Sólon er reiðkenn-
aramenntaður. Ætlunin er að bjóða
upp á í nýju aðstöðunni verklega og
bóklega reiðkennslu ásamt einka-
tímum eftir frekara samkomulagi.
Heimasíða hestamiðstöðvarinnar í
Hrosshaga er www.hrosshagi.123.
is/.
Gróðurhúsi breytt í hesthús í
Hrosshaga í Biskupstungum
Þórey Helgadóttir og Sólon Morthens
í nýja hesthúsinu í Hrosshaga, sem
áður gegndi hlutverki gróðurhúss.
Einn fallegur lax kominn á land. Mynd / Hinrik Þórðarson.