Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 4

Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 4
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 03.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,07 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,43 123,01 193,92 194,86 161,31 162,21 21,699 21,825 21,065 21,189 18,237 18,343 1,6051 1,6145 189,90 191,04 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is SAFNAMÁL Katrín Jakobs dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðu neytið myndi efna til sam ráðs, hugsanlega á vettvangi Allsherjar- og menntamála nefndar, um hvaða skal að gert í mál efnum Náttúruminjasafns Íslands. Hún segir söfn landsins almennt orðin verulega aðkreppt og því verði að gefa gaum við fjárlagagerð í haust, enda ljóst að komið sé að þol- mörkum í niðurskurði. Katrín flutti munnlega skýrslu sína um málefni safna á þinginu í gær. Fyrst og síðast var til efnið stjórnsýsluúttekt Ríkisendur- skoðunar, sem birt var á dögunum, þar sem nokkuð óvægin gagnrýni var sett fram á því hvernig staðið hefur verið að málefnum Náttúru- minjasafnsins, eins af þrem höfuð- söfnum Íslands, á undanförnum árum. Hún sagði þó að Ríkisendur- skoðun hefði mátt taka meira tillit til þess við hvaða aðstæður ráðu- neytið hafi búið undanfarin ár. Katrín sagði að á aðeins tveimur árum hafi þurft að skera niður fé til safna um 1,2 milljarða og það aðeins síðan fjárlög voru dregin upp haustið 2009. Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að lögin um safnið, frá árinu 2007, hafi verið gölluð. Það sé undirrót vandans og það uppfylli ekki lög- bundnar skyldur sínar, eins og staðan er núna. Katrín kallaði því eftir skoð- unum þing heims um hvernig höggva megi á þann harða hnút sem málefni safnins eru í en það verður ekki síst rakið til tor- tryggni og tog- streitu sem sé að finna innan stjórnkerfisins. Siv Friðleifs- dóttir, þingmað- ur Framsóknar- flokksins, sem hefu r h a ld - ið málefnum safnsins á lofti á þinginu og hefur kallað eftir sérstakri umræðu um málið síðar, sagði að safnið hafi verið olnbogabarn í kerfinu og það þyrfti einfaldlega að klára málið, svo þing og þjóð sé sómi að. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, þingmaður og fyrrverandi menntamálaráðherra, fagnaði umræðunni og lýsti sig tilbúna til samstarfs til að koma safninu á fæturna og sagði að allir flokkar sem komið hafa að stjórn landsins þurfi að taka gagnrýni á vinnu- brögð til sín. Fulltrúar allra flokka tóku til máls í umræðunni og tóku vel í að setjast yfir málefni safna með opnum huga. Ekki var annað að skilja en menn vilji halda Náttúru- minjasafninu sem sjálfstæðu höfuð safni og hugmyndum um sameiningu við Náttúrufræðistofn- un var hafnað. svavar@frettabladid.is Ráðherra kallar til samráðs um safnið Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók upp málefni Náttúru minjasafnsins á Alþingi í gær. Tilefnið er gagnrýni Ríkisendurskoðunar. Vel var tekið í hugmynd hennar um endurskoðun málsins á vettvangi þingsins. SAFN Í KJALLARAKOMPU Helgi Torfason safnstjóri kallaði eftir úttekt Ríkisendurskoð- unar þar sem stefnu mótunar vinna hans hefur ekki fengið hljómgrunn í ráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SAMGÖNGUR Meðal þeirra sem fá að reynsluaka metan bíl frá Metan orku er Svandís Svavars- dóttir, umhverfisráðherra. Dofri Hermannsson, framkvæmda- stjóri Metanorku afhenti bílinn síðdegis í gær. Svandís er í hópi fimm einstaklinga sem dregnir voru út á Facebook síðu Metanorku í keppni um að fá lánaðan bíl í sólarhring og reyna á eigin skinni hvort muni einhverju öðru í akstri en eldsneytisverði. Eftir helgi stendur til að ræða á Alþingi frumvarp iðnaðar- ráðherra um orkuskipti í sam- göngum. „Það passar vel að umhverfisráðherra hafi fengið að prófa metanbíl áður en að því kemur,“ segir Dofri. - óká Var dregin út hjá Metanorku: Ráðherra próf- ar nýja bifreið VIÐ RÁÐUNEYTIÐ Dofri Hermannsson afhendir Svandísi Svavarsdóttur bíl til afnota um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ofreiknaðir fasteignaskattar Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ þurfa að gefa út nýja álagningu fasteignaskatta fyrir árið 2012 vegna mistaka að því er skutull.is segir. Reiknað var með 0,65 prósent álagningu á fasteigna- mat en leyfileg hámarksálagning er 0,625. Um leið og fasteignaskatturinn er leiðréttur er reiknað með að hækka vatnsgjald svo álagningin í heild verði sú sama. ÍSAFJARÐARBÆR KÖNNUN Ekki er marktækur munur á fjölda þeirra sem vilja að ákæra á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi verði dregin til baka og hinna sem vilja að málinu verði haldið til streitu. Þetta sýnir nýr þjóðar púls Gallup. Sam- kvæmt könn- uninni vilja 52 prósent að fallið verði frá málinu, en 48 prósent að því verði haldið áfram. Mikil fylgni er á milli stuðn- ings við stjórnmálaflokka og afstöðu til ákærunnar. Þannig vilja 94 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins falla frá ákærunni og um sjötíu prósent fylgismanna Framsóknarflokks, en aðeins um fjórðungur Sam- fylkingarmanna og sex prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Einnig eru menn líklegri til að vera á móti ákærunni eftir því sem þeir hafa hærri tekjur. - sh Jafnmargir með og á móti: Þjóðin klofin í afstöðu til ákæru á Geir GEIR H. HAARDE LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri lagði hald á 400 e-töflur í bænum á fimmtudag. Er þetta mesta magn e-taflna sem fundist hefur á Akureyri í einu. Fíkniefnin fundust við húsleit á heimili manns á þrítugsaldri. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og játaði hann að eiga töflurnar og viðurkenndi að þær voru ætlaðar til sölu. - sv Játaði á sig fíkniefnamisferli: 400 e-töflur í húsi á Akureyri VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° -10° -5° -5° -5° -10° -6° -6° 18° 2° 5° 5° 26° -11° -2° 15° -9°Á MORGUN 3-8 m/s en vaxandi SA-átt annað kvöld. MÁNUDAGUR 10-18 m/s. 2 2 2 3 3 5 5 0 3 4 7 10 7 8 9 13 6 3 2 7 15 5 -2 -2 3 0 1 6 6 7 7 8 BJART Á MORGUN Það snýst smám saman í norðvest- læga átt er líður á daginn með heldur kólnandi veðri og éljum fyrir norðan í kvöld og nótt. Þá léttir víðast til á morgun og verður yfi rleitt hægur vind- ur en gengur síðan vaxandi suðaustan annað kvöld. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL PIP-brjóstapúðar hafa reynst lekir hjá rúmlega átta- tíu prósentum þeirra kvenna sem hafa farið í ómskoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Ómskoðanir hófust í vikunni og búið er að skoða 41 konu. Þrjátíu og fjórar þeirra reyndust vera með leka púða, fimm voru með heila púða en tvær kvennanna þarf að skoða betur. Um 450 konur eru taldar vera með PIP-púða í brjóstunum. 215 hafa haft samband við Krabba- meinsfélagið og óskað eftir skoð- un, en reiknað er með því að um 40 konur verði ómskoðaðar í hverri viku. Landlæknir mun fylgjast með framvindu rannsóknanna. Hann hefur farið fram á það við Guðbjart Hannesson velferðarráð- herra að púðarnir verði fjarlægð- ir úr öllum konum á Íslandi, í ljósi nýrrar skýrslu sérfræðingahóps Evrópusambandsins sem kynnt var í vikunni. Ráðherra ætlar að leggja það til á ríkisstjórnarfundi á þriðju- daginn að það verði gert. Landlæknisembættið vinnur enn að því að afla upplýsinga um umfang brjóstastækkana hér á landi. - þeb Krabbameinsfélagið hefur ómskoðað rúmlega 40 konur með PIP-brjóstabúða: Yfir 80 prósent með leka púða BRJÓSTAPÚÐI Búist er við því að um fjörutíu konur verði ómskoðaðar í hverri viku. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þarf að efla eftirlit með framkvæmd skuldbindandi samninga sem það hefur gert við aðila utan ríkisins. Er það mat ríkisendurskoðunar að ráðuneytið þurfi að samræma ákvæði samninga og skjalfesta verklagsreglur vegna mála því tengdu. Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á framkvæmd ráðu- neytanna við alla skuldbindandi samninga þeirra. Birt verður skýrsla fyrir hver ráðuneyti. - sv Framkvæmd samninga í ólagi: Eftirlit skal eflt hjá ráðuneyti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.