Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 8

Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 8
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR8 ÚKRAÍNA, AP Í Rússlandi og Úkraínu hafa stjórnvöld lagt áherslu á að aðstoða heimilislaust fólk í frost hörkunum, sem kostað hafa á þriðja hundrað manns lífið í austanverðri Evrópu undanfarna daga. Í Úkraínu voru dauðsföllin komin yfir hundrað í gær. Flestir þeirra voru heimilislausir og alls fundust meira en sextíu þeirra látnir úti á götum borga landsins. Ástandið hefur verið verst í austanverðri Evrópu, en óvenju miklir kuldar hafa verið í allri álfunni. Jafnvel í Róm varð vart við snjókomu í gær, sem er afar sjaldgæft þar í borg. Frostið fór niður í 42 gráður nyrst í Svíþjóð í fyrrinótt og víða í austanverðri álfunni hefur frostið verið upp undir eða jafnvel yfir þrjátíu gráður. Vetrarhörkurnar í álfunni hafa nú staðið í viku og áfram er spáð mjög köldu veðri yfir helgina. - gb Frosthörkur áfram í Evrópu um helgina: Tugir hafa fundist látnir á götum úti SNJÓRINN Í RÓM Sjaldséð sjón blasti við íbúum og ferðamönnum í höfuðborg Ítalíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP UMFERÐ Vegagerðin hefur kallað eftir veðurupplýsingum allt frá árinu 1995 til að reyna að finna fylgni milli tíðarfars og sam- dráttar í umferð. Nýjar tölur sýna að umferð í nýliðnum janúar- mánuði dróst saman um ríflega 10 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Samdrátturinn er sá mesti milli janúarmánaða frá því að saman burður var hafinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, segir samdráttinn svo mikinn að hann skýrist ekki af veðurfari einu saman. „Ekki má gleyma að þessi samdráttur kemur í kjölfarið á samdrætti í fyrra, sem þá var með því mesta sem við höfðum séð,“ segir hann og bendir á að þrátt fyrir ófærð hafi akstur ekki dregist saman milli janúarmánaða á höfuðborgarsvæðinu. Langmestur sam dráttur um- ferðar er á Suður landi eða rúmur fimmtungur. Þar á eftir kemur Vestur land með 13 prósenta sam- drátt. Bæði svæðin eru stór atvinnu- svæði þar sem fólk hefur ekið langar vegalengdir til vinnu. Friðleifur Ingi segir hins vegar ómögulegt að geta sér til um hvaða þættir vegi þyngst í metsamdrætti milli ára núna. „Auðvitað hefur veðrið einhver áhrif, en væntanlega koma þarna líka til áhrif af háu eldsneytisverði og efnahagsástandi í landinu,“ segir hann og gerir sér vonir um að geta áætlað betur þátt veðursins þegar búið er að rýna í gögn Veðurstofunnar. - óká Tölur Vegagerðarinnar sýna mesta samdrátt umferðar sem um getur á milli janúarmánaða: Fleira skýrir minni akstur en vond færð Umferð dregst saman Munur á janúar 2012 og 2011. Landsvæði Breyting Suðurland -21,2% Höfuðborgarsvæðið -7,4% Vesturland -13,9% Norðurland -5,3% Austurland -5,7% Samtals -10,2% Heimild: Vegagerðin. ÓFÆRÐ Þrátt fyrir snjóþunga minnkaði ekki umferð á höfuðborgarsvæðinu í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Hvaða banki tapaði jafngildi 66 milljarða króna á Actavis síðustu þrjá mánuði ársins 2011? 2. Hvaða íslenski rithöfundur fór í vettvangsferð til Póllands að undir- búa næstu glæpasögu sína? 3. Hvaða matvörukeðja hefur ákveðið að hætta að hafa verslanir sínar opnar á nóttunni? SVÖR 1. Deutsche Bank. 2. Óskar Hrafn Þorvaldsson. 3. Nóatún. Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1000 km* Metan 8.442 kr. Dísil 13.187 kr. Bensín 17.059 kr. www.volkswagen.is Metanlegur sparnaður Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat * Miðast við almennt verð á eldsneyti hjá Olís 1. febrúar 2012 Passat kostar aðeins frá 3.990.000 kr. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 10. febrúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmda. Uppstillinganefnd VR Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.