Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 10

Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 10
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR10 LESTARSLYS Í INDLANDI Stór lest fór af teinunum nálægt Gauhati í Indlandi í gær. Lestin rakst á jarðýtu og minnst þrír létu lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN, AP Hina Rabbani Khar, utanríkisráðherra Pakistans, þver- tekur fyrir að talibanar í Afganistan nytu stuðnings frá Pakistan. Fangar NATO úr röðum talibana hafa hald- ið slíku fram við yfirheyrslur og segir frá í leynilegri skýrslu NATO sem kom upp á yfirborðið í gær. Khar sagði hins vegar að þessar ásakanir ættu ekki við rök að styðjast. „Þetta er gamalt vín á ennþá eldri belgjum,“ sagði hún. „Þessar ásakanir hafa verið í gangi í mörg, mörg ár.“ Meðal annars sem kemur fram í skýrslunni er að talibanarnir telja sig vera í sterkri stöðu meðal almennra borgara og eiga fulltrúa allt upp í efstu lög stjórnkerfisins. Því telja þeir sig munu eiga auðvelt með að ná völdum eftir að herlið NATO yfirgefur landið árið 2014. Carsten Jacobsen, talsmaður alþjóðlega heraflans í Afganistan, gerði lítið úr því sem haft er eftir talibönunum í skýrslunni. „Þeir eru að tala um hvernig þeir halda að baráttan gangi og hvað þeir vilja að við höldum um þeirra baráttu.“ Jacobsen segir þvert á móti að aðgerðir gegn talibönum hafi gengið vel síðustu misseri. - þj Talibanar segjast njóta stuðnings frá Pakistan í leyniskýrslu NATO sem var kynnt í gær: Segir ásakanir gamalt vín á eldri belgjum VÍGREIFIR Skæruliðar talibana í haldi NATO hafa sagt við yfirheyrslur að þeir fái styrki frá Pakistan, en stjórnvöld þar í landi segja það ekki rétt. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Ingibjörg Ingvadóttir, lektor við lagadeild Há skólans á Bifröst, hefur verið kjörin í bankaráð Seðlabankans. Ingi- björg hefur verið vara- maður í ráðinu en tekur nú við af þýska hag- fræðingnum Daniel Gros. Sæti hennar sem varamaður tekur Jón Helgi Egilsson, hag- fræðingur. Sjö fulltrúar eiga sæti í banka- ráði Seðlabankans. Þeir eru auk Ingibjargar; Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar Arnalds, Björn Herbert Guðbjörnsson, Hildur Trausta- dóttir, Ragnar Árnason og Katrín Olga Jóhannesdóttir. - mþl Daniel Gros yfirgefur ráðið: Skipt um full- trúa í bankaráði LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR EGYPTALAND Fjöldi manns streymdi út á götur Kaíró í gær að loknum föstudagsbænum, sem jafnan eru mikilvægar samkomustundir í ríkjum múslima. Mótmælendur köstuðu grjóti og lögreglan svaraði með táragasi. Átökin í Kaíró og víðar í landinu undanfarna daga hafa kostað að minnsta kosti fjóra lífið. Tveir mótmælendur létust á fimmtudag af skotsárum í hafnarborginni Súes, lögreglumaður lést í gær af sárum sem hann hlaut á fimmtudaginn í Kaíró, og svo lést hermaður í gær eftir að hann varð fyrir herbifreið. Upphaf þessara nýju óeirða er atvikið á fótboltavelli í Port Saíd á fimmtudag, þegar 74 létust í troðningum og meira en þúsund manns særðust. Almenningur er reiður út í stjórnvöld og lögreglu, sem sögð eru hafa brugðist með því að koma ekki í veg fyrir harmleikinn í Port Saíd. Á hinn bóginn eru stjórnvöld sökuð um að hafa vísvitandi komið þessum átökum af stað í von um að geta notað öngþveitið til að styrkja stöðu sína. Harmleikurinn í Port Saíd hefur haft mikil áhrif á Egypta, sem gátu fylgst með því sem gerðist í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið. Lífseigasta samsæriskenningin er sú að lögreglan hafi viljað hefna sín á aðdáendahópi knattspyrnu- félagsins Al-Ahly, en þeir hafa einmitt verið í hópi hörðustu mótmælendanna á Tahrir-torgi undanfarið ár. Stjórnvöld hafa rekið nokkra embættismenn vegna atburðanna í Port Saíd, þar á meðal stjórn Knattspyrnusambands Egypta- lands. Herforingjastjórnin í landinu tók við eftir að Hosni Mubarak for- seti hrökklaðist frá völdum fyrir tæpu ári, en á að láta af völdum síðar á þessu ári. Þingkosningar hófust í des- ember og hafa íslamista flokkar náð meiri hluta í neðri deildinni. Kosningar til efri deildar þingsins hófust í byrjun þessarar viku, en þeim lýkur 22. febrúar. Að því búnu fær sérstakt stjórn- lagaþing, kosið af báðum deildum þjóðþingsins, nokkra mánuði til að semja nýja stjórnarskrá og loks er ætlunin að kjósa forseta fyrir mitt ár. gudsteinn@frettabladid.is Hörð átök í Egyptalandi Annan daginn í röð börðust mótmælendur við lög- reglumenn í Kaíró í gær í beinu framhaldi af dauðs- föllunum á fótboltavelli í Port Saíd á fimmtudag. GRJÓTKAST GEGN TÁRAGASI Nokkur dauðsföll hafa orðið í átökunum síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP SAMÞÆTTING Við hjálpum þér að fá meira út úr fjárfestingu í viðskiptalausnum með samþættingu við önnur upplýsingakerfi. VIÐSKIPTALAUSNIR Bjóðum uppá þrautreyndar viðskiptalausnir, eins og Microsoft Dynamics NAV og LS Retail. RÁÐGJÖF Hjá Rue de Net starfar samstíga hópur sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri og innleiðingu viðskiptakerfa. KERFISÖRYGGI Við tryggjum hámarks virkni og áreiðanleika viðskiptalausna þinna. Framúrskarandi lausnir á einum stað www.ruedenet i. s Rue de Net Reykjavík - Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík - Sími: 414 5050 - ruedenet@ruedenet.is REYNSLA, ÞJÓNUSTA OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF Rue de Net hefur yfir að ráða samstíga hópi sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri viðskiptakerfa, innleiðingu og samþættingu viðskiptalausna. Við leggjum áherslu á nána og persónulega ráðgjöf þar sem ráðgjafi Rue de Net kemur að verkferlinu frá byrjun til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu. BANDARÍKIN Hakkarahópurinn Anonymous hefur birt sím tal á milli banda rísku alríkis lög- reglunnar FBI og bresku lög- reglunnar. Símafundurinn snerist um rannsóknir á tölvuþrjótum og hökkurum. Anonymous birti símtalið, sem er sautján mínútur, á vef síðunni YouTube. Þar ræddu lögreglu- menn um aðgerðir til að stemma stigu við Anonymous og öðrum svipuðum hópum. Þar voru fyrir- hugaðar handtökur ræddar og smá atriði um sönnunar gögn sem lögreglan hefur í höndunum. Sím- talið átti sér stað í síðasta mánuði. Einnig var birtur tölvupóstur frá FBI þar sem fram komu tölvu- póstföng þeirra sem tóku þátt í símafundi FBI og lögreglunnar. FBI hefur staðfest að símtalið hafi verið hlerað og segist munu finna þá sem bera ábyrgð. Upp- lýsingarnar hafi aðeins verið ætlaðar lög reglunni og hlerunin sé ólög leg. Upptakan er talin vand- ræða leg fyrir lögreglumennina sem tóku þátt í fundinum. Félagar í Anonymous hökkuðu sig einnig inn á síðu gríska dóms- mála ráðuneytisins í gær. Það var gert í mótmælaskyni vegna þess að Grikkir skrifuðu undir höfundar- réttar samning og vegna efna- hags stjórnar þeirra. Í stað heima- síðunnar birtist í gær myndband þar sem stóð: „Lýðræðið fæddist í ykkar landi en þið hafið drepið það.“ - þeb Hópurinn Anonymous birti símtal á YouTube í gær: Hakkarar hleruðu símtal lögreglumanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.