Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 12
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR12 Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu meiri fjármunum á bankahruninu en það kost- aði að reka íslenska ríkið á árinu 2008. Þorri tapsins er tilkominn vegna hlutabréfa og skuldabréfa. Það gæti aukist ef gjaldmiðlavarnar- samningar verða gerðir upp á öðru gengi en þeir eru bókfærðir á. Samtals töpuðu íslensku lífeyris- sjóðirnir 479,7 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Rúmlega 40% af tapinu er vegna eignar í hluta- bréfum íslenskra félaga sem varð að engu við bankahrunið haustið 2008. Þá tapaðist annað eins vegna skuldabréfa útgefnum af fyrir- tækjum, bönkum og sparisjóðum sem fengust aldrei greidd. Þetta kemur fram í úttekt á fjárfestinga- stefnu, ákvarðanatöku og laga- legu umhverfi lífeyris sjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Skýrsla í fjórum bindum byggð á úttektinni var gerð opinber í gær. Andi samfélagsins Í skýrslunni segir að það verði „að gæta þess hvaða andi ríkti í íslensku fjármálalífi á þessum tíma, sem stjórnaðist af áhrifum fjárfestinga- og viðskiptabank- anna, viðhorfum stjórnmálaleið- toga, máttleysi eftirlitsstofnana og þeirri stefnu Seðlabanka Íslands að halda gengi krónunnar uppi á meðan stætt var án þess að tryggt væri að aðrir kraftar efnahagslífs- ins væru því samstíga. Í þessu sam- bandi má nefna að þessi andi hneig miklu frekar að því að efla útrás íslensku bankanna en að draga úr henni. Nægir að nefna þá staðreynd að stjórnvöld skipuðu á árunum fyrir hrun nefnd undir formennsku þáverandi stjórnarformanns KB banka, sem hafði það hlutverk að kortleggja möguleika Íslands á að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð.“ Umræddur stjórnarformaður var Sigurður Einarsson. Mikið tap vegna Existu og Baugs Í skýrslunni er fjallað sérstak- lega um tvo fyrirtækjahópa, Baug Group og Existu, og aðila tengdum þeim. Þar segir að það sé „eftir- tektarvert að tap lífeyrissjóðanna vegna fjárfestinga þeirra í þess- um tveimur fyrirtækjahópum er um 64% af hluta- og skuldabréfa- eign sjóðanna og 52% af heildartapi allra sjóðanna“. Exista var að stærstum hluta í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, sem stýrðu enn- fremur félaginu. Exista var síðan stærsti eigandi Bakkavarar Group, Kaupþings, Lýsingar og Skipta hf./ Símans hf. Samtals kostuðu fjár- festingar í skulda- og hlutabréfum þessa fyrirtækjahóps íslensku líf- eyrissjóðina 170,9 milljarða króna. Það gerir um 44% af heildartapi sjóðanna á bankahruninu. Baugur Group var, beint eða óbeint, stærsti einstaki eigandi Glitnis banka þegar hann féll. Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group, sem var stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, var 77,2 milljarðar króna. Hlutdeild Baugs Group og tengdra aðila í tapi sjóðanna var því um 20%, þar af var um 12,3% einvörðungu vegna Glitnis. thordur@frettabladid.is NÝ SKÝRSLA UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐANNA Í AÐDRAGANDA HRUNSINS Innlend hlutabréf Skuldabréf banka og sparisjóða Skuldabréf fyrirtækja Gjaldmiðlavarnar- samningar* Innlendir hlutabréfasjóðir Innlendir skuldabréfasjóðir Erlend verðbréf Innlend veðskuldabréf Framtakssjóðir 479.685 milljónir Heildartap lífeyrissjóðanna 2008-2010 Áætlað tap sjóðanna á hlutabréfum 2008-2009 * TAP VEGNA GJALDMIÐLAVARNARSAMNINGA MIÐAR VIÐ UPPGJÖRSGENGIÐ 175. ÓVISSA RÍKIR ENN UM Á HVAÐA GENGI SAMNINGARNIR VERÐA GERÐIR UPP. HLUTABRÉF Í EXISTA, BAKKAVÖR OG KAUPÞING, SEM ERU SKILGREINDIR SEM TENGDIR AÐILAR, NEMA 65% AF TAPINU. 80 70 60 50 40 30 20 10 milljónir K aupþing banki hf. 40% (af heildartapi) B akkavör hf. 14% Exista hf. 11% Landsbanki Íslandsf. 11% G litnir banki hf. 10% Straum ur B urðar ás hf. 4% Ö nnur félög 10% Útgefandi upphæð hlutfall af heildartapi Exista hf. 14.045 15,60% Landic Property hf. 12.220 13,50% Bakkavör Group 10.590 11,70% Samson ehf. 9.375 10,40% Avion hf/HF Eimskipafélag Íslands hf. 8.733 9,70% Stoðir hf./FL Group hf. 6.408 7,10% Baugur Group hf. 4.818 5,30% Atorka hf./Jarðboranir hf. 4.784 5,30% Egla hf. 2.962 3,30% Moasic Fashions hf. 2.427 2,70% Teymi hf./Kögun hf. 2.332 2,60% Milestone 2.179 2,40% Nýsir hf. 2.175 2,40% N1 hf./Olíufélagið hf. 1.744 1,90% Önnur félög 5.528 6,10% Samtals 90.317 100% Útgefandi upphæð Hlutfall af heildartapi Glitnir banki hf. 26.870 26,80% Straumur Burðarás hf. 18.766 18,70% Kaupþing banki hf. 16.253 16,20% Byr sparisjóður 10.238 10,20% SPRON hf. 9.295 9,30% Landsbanki Íslands hf. 8.633 8,60% VBS Fjárfestingarbanki hf. 3.347 3,30% Sparisjóðurinn í Keflavík 2.847 2,80% Sparisjóðabankinn/Icebank hf. 1.677 1,70% Sparisjóður Mýrarsýslu 1.432 1,40% Sparisjóður Vestmannaeyja 217 0,20% Sparisjóður Hafnarfjarðar 227 20,00% Arion v/Sparisjóður Mýrarsýslu 120 10,00% Sparisjóður Vestfirðinga 98 0,10% Önnur fjármálafyrirtæki 67 10,00% Samtals 100.111 100% Afskriftir/niðurfærslur fyrirtækjaskuldabréfa 2008-2010 Afskriftir/niðurfærslur bankaskuldabréfa 2008-2010 ALLAR UPPHÆÐIR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA. HEIMILD: ÚTTEKT Á LÍFEYRISSJÓÐUM Í AÐDRAGANDA BANKAHRUNSINS Töpuðu tæpum 500 milljörðum á hruninu Úttektarnefndin áætlar tap lífeyrissjóðanna vegna gjaldmiðlavarnasamninga um 36,4 milljarða króna. Sú upphæð miðar við að allir samningarnir verði gerðir upp miðað við gengisvísitöluna 175, líkt og gert er ráð fyrir í ársskýrslum sjóðanna. Auk þess er þegar búið að taka tillit til mögulegrar skuldajöfnunar sjóðanna við þá banka sem þeir gerðu gjaldmiðlavarnarsamninga við. Lands- bankinn hefur þegar náð samkomulagi við lífeyrissjóðina um uppgjör samninganna. Deila þeirra við þrotabú Glitnis og Kaupþings vegna þessa uppgjörs er nú á leið fyrir dómstóla. Tapið gæti þó orðið mun hærra ef ítrustu kröfur þrotabúa gömlu bankanna verða samþykktar fyrir dóm- stólum. Í upplýsingum sem forsvarsmenn lífeyrissjóðanna veittu blaðamanni sumarið 2011kom fram að þá yrði tapstaða á samningunum upp á 120-130 milljarða króna. Á móti myndi virði þeirra skuldabréfa sem hægt er að nota til skuldajöttfnunar hækka í um 50 milljarða króna. Því gæti hreint tap orðið 70-80 milljarðar króna. Vert er að taka fram að þær tölur reikna með að samningar við Landsbankann séu óuppgerðir, en þeir eru um þriðjungur af skuldinni. Í tilkynningu frá stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem send var út í síðustu viku vegna ákvörðunnar hennar um að undirbúa málshöfðun vegna samninganna, kemur fram að um hafi verið„að ræða tvíhliða samninga þar sem vangeta bankanna varð algjör til að standa við sínar skuld- bindingar eigi síðar en við fall fyrsta viðskipta bankans 7. október 2008. Þá hafa verið færð efnisleg rök fyrir því að ákveðnir stjórnendur hinna föllnu banka hafi hagað sér með þeim hætti að allar líkur séu til þess að þeir hafi skaðað hagsmuni lífeyrissjóðsins með ólögmætum hætti. Þannig hafi framganga þessara aðila á verðbréfamarkaði og gjaldeyrismarkaði orðið til þess að veikja krónuna með óforsvaranlegum hætti“. Afleiður: Tapið gæti orðið mun meira Heildartap lífeyrissjóðanna á skuldabréfum fyrirtækja var 90,3 milljarðar króna á árunum 2008 til 2010. Úttektar- nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að „verulegar brotalamir“ hafi verið á útgáfu slíkra bréfa hérlendis fyrir bankahrun sem hefðu bakað lífeyrissjóðunum, og öðrum fjárfestum, „gríðarmikið tjón“. Því til viðbótar töpuðust um 100 milljarðar króna vegna skuldabréfa sem útgefin voru af bönkum og öðrum fjármála- fyrirtækjum. Um 72% þess taps voru vegna skuldabréfa sem útgefin voru af Glitni, Straumi Burðarás, Kaupþingi og Byr. Í skýrslunni er nefnt sérstaklega að oftast hafi ekki verið nein ákvæði í skilmálum fyrirtækjaskuldabréfa um að ef rekstrar- forsendur fyrirtækjanna breyttust, eða eiginfjárhlutfall þeirra minnkaði verulega, myndu bréfin falla í gjalddaga. Úttektar- nefndin telur það vera ámælisvert af lífeyrissjóðunum að sjá ekki til þess að svo væri. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að „hefði þetta verið gegnumfært á markaðnum má vera að koma hefði mátt í veg fyrir flutning á eignarhaldi milli hlutafélaga sem tíðkaður var og einnig að tekjustreymi væri flutt frá útgefanda skuldabréfs til félags í sömu samstæðu eða félags, sem taldist tengdur aðili. Framangreind atriði [...] áttu ljóslega sinn þátt í þeim skakkaföllum sem fjármálamarkaðurinn íslenski varð fyrir“. Í viðtölum úttektarnefndarinnar við framkvæmdastjóra og sjóðsstjóra lífeyrissjóðanna kom fram að upp úr aldamótunum síðustu hafi farið að tíðkast, fyrir tilstuðlan bankanna, að skuldabréf á markaði væru í verulegum mæli svokölluð eingreiðslubréf, eða kúlubréf. Það þýddi að bréfin höfðu einungis einn gjalddaga og á „gjalddaga höfuðstóls gat það allt eins gerst að skuldarinn byði út nýjan skuldabréfaflokk.” Andvirði nýju skuldabréfanna var þá notað til að borga niður gamla skuldabréfaflokkinn og skuldarinn gat þannig staðið í skilum án þess í raun borga neitt. Við fall bankanna töpuðust mörg eingreiðslubréf í heild sinni. Skuldabréf: Verulegar brotalamir FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA SKÝRSLAN KYNNT Hrafn Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri Lands- sambands Lífeyrissjóða, og Arnar Sigurmundsson, stjórnarmaður þess, ræða við nefndarmennina að kynningu lokinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.