Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 20
20 4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S kýrsla sjálfstæðrar úttektarnefndar um starfsemi lífeyris- sjóðanna inniheldur harða gagnrýni á ótal þætti starfsemi sjóðanna fyrir hrun. Tap þeirra á fjárfestingum í íslenzku viðskiptalífi varð gríðarlegt og tjón sjóð félaganna, almenn- ings í landinu, að sama skapi mikið. Svo virðist að stjórnendur margra stærstu lífeyris sjóðanna hafi ekki haft í huga ábyrgð sína sem vörzlu manna líf eyris vinnandi fólks og látið hrífast með í áhættu sækninni, sem einkenndi íslenzkt fjármála kerfi og varð því loks að falli. Segja má að þeir hafi sér til afsökunar þá sam eiginlegu firringu sem ríkti í sam félaginu á þessum tíma, en lær dómarnir sem draga má af marg víslegum mis tökum eru aug ljós lega fjölda margir. Gagn- rýni út tektar nefndarinnar beinist ekki ein göngu að stjórnendum líf- eyris sjóðanna, heldur einnig að stjórn völdum, sem klúðruðu meðal annars lagar ammanum, endur- skoðendum sjóðanna og Fjár mála- eftir litinu, sem sýndi sjóðunum ónógt að hald. Kjarni málsins felst að sumu leyti í þeirri ráðleggingu úttektar- nefndarinnar til Alþingis að endurskoða lögin um lífeyrissjóði með hagsmuni sjóðfélaganna í forgrunni. „Mikilvægi slíkra ákvæða felst í sífelldri áminningu til stjórnenda lífeyrissjóða og annarra um að sjóðirnir séu að fara með fé annarra sem treysta á að það verði þeim til reiðu í framtíðinni. Þetta fé er því ekki fallið til áhættufjárfestinga þótt á fjárfestingartímanum virðist sem ágóði rétthafanna geti orðið mikill ef vel tekst til.“ Í aðdraganda hruns virðast margir stjórnendur lífeyrissjóða hafa misst sjónar af þessu hlutverki sínu. Þeir fóru að líta á sig sem stóra kalla á markaðnum, í krafti peninga sjóðfélaga. Það hvernig stjórnir sjóðanna eru valdar, í huggulegu samkrulli verkalýðsforingja og atvinnurekenda, og nábýlið við lúxuslifnað bankamannanna, gerði lítið til að minna menn á ábyrgðina gagnvart sjóðfélögunum. Þess vegna er það góð tillaga hjá úttektarnefndinni að einn eða fleiri stjórnarmenn í lífeyrissjóðum verði kosnir beinni kosningu af sjóðfélögum. Reynslan af því fyrirkomulagi verði svo metin eftir fimm ár. Sama má segja um að sá tími, sem menn geta setið í stjórn lífeyrissjóðs, verði takmarkaður og að siðareglur sem taka á meðal annars boðsferðum og gjöfum verði í reglubundinni endurskoðun til að „halda vitund starfsmanna og stjórnar vakandi um þær kröfur sem slíkar reglur gera til þeirra“. Staðreyndin er sú, eins og vakin er athygli á í skýrslunni, að fæstir lífeyrissjóðir höfðu slíkar siða- reglur fyrir hrun en hafa nú flestir bætt úr því. Víða í nágrannalöndum okkar eru lífeyrissjóðirnir virkir á aðalfundum stórra hlutafélaga og beita sér þar í þágu langtíma- hagsmuna eigenda sinna, sjóðfélaganna. Þeir gera þannig iðulega athugasemdir við of mikla áhættusækni eða ofurlaun stjórnenda, en lítið fór fyrir slíkri gagnrýni af hálfu lífeyrissjóðanna fyrir hrun. Úttektarnefndin leggur til að sjóðirnir marki sér stefnu, m.a. um skilyrði um stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem þeir fjárfesta í; „hvers konar hluthafi lífeyrissjóður eigi að vera“ svo vitnað sé í skýrsluna. Á því er augljóslega ekki vanþörf. Flestir lífeyrissjóðirnir þurfa að verða öðruvísi fjárfestar en þeir voru fyrir hrun og leggja ríkari áherzlu á hlutverk stjórnendanna; að ávaxta annarra manna peninga með varfærnum og ábyrgum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Kópa vogur hefur dregið að sér nokkra at hygli vegna við ræðna um myndun nýs meiri hluta í bæjar stjórn, en þó ekki sem skyldi. Ástæðan fyrir því að þær ættu að vekja meiri athygli er sú að þar birtist fyrir- mynd að nýrri póli tískri stöðu á lands vísu. Póli tísk sam vinna VG og Sam fylkingarinnar sem sjálf stæðra flokka er að breytast í eins konar fóst bræðra lag sem kemur fram sem ein heild. Í tengslum við lands fundi stjórnar flokkanna í vetrar byrjun lýstu formenn beggja yfir því að þeir stefndu að áfram haldandi sam starfi eftir næstu kosn- ingar. Það sem meira var: Þeir töldu að eitt og það sama ætti yfir báða flokk- ana að ganga. Annað hvort yrðu þeir sam- an í ríkis stjórn eða saman í stjórnar and stöðu. Segja má að breytingarnar á ríkis stjórninni um ára mót hafi endur speglað fyrstu verk legu fram kvæmd þéttari sam stöðu af þessu tagi. Þá sömdu flokks- formennirnir um gagnkvæman ruðningsrétt. Hvor þeirra fékk að víkja þeim ráðherra úr röðum samstarfsflokksins sem honum var í mest í nöp við. Þetta er nýlunda. Viðræðurnar um myndun meiri- hluta í Kópavogi eru annað dæmi um fram kvæmd þessara áforma flokks formannanna. Í samræmi við vilja yfirlýsingu þeirra ákváðu bæjar fulltrúar beggja að lúta sama lög máli: Þeir yrðu saman í meiri- hluta eða minni hluta. Ekkert fengi klofið sam starf þeirra þannig að líta mætti á þá sem tvær sjálf- stæðar heildir. Fóstbræðralag ÞORSTEINN PÁLSSON Landsdóms málið er þriðja dæmið um að sam starf flokkanna er að breytast í fóstbræðra lag. Þegar það mál kom fyrst til kasta Alþingis greiddi for sætis ráð herra at kvæði gegn ákæru og sagði að málið væri með öllu óháð stjórnar sam starfinu. For maður Sam fylkingarinnar snýr nú við blaðinu og gerir það að ríkis- stjórnar máli í sam ræmi við óskir VG. Forsætis ráðherra sagði þannig á ný af stöðnum flokks ráðs fundi Sam fylkingarinnar að það jafn gilti því að setja fleyg í ríkis stjórnar- samstarfið að falla frá ákæru. Fyrir rúmu ári byggðist afstaðan á persónu bundnu lög fræði legu mati hvers þing manns. Nú er fóst- bræðra lag stjórnarflokkanna í húfi. Þessi ham skipti bera órækt vitni um nýja vídd í sam starfi stjórnar- flokkanna og þéttara bræðralag. Fjórða fóstbræðralags dæmið birtist í sam eigin legri grein for- manna stjórnarflokkanna í þessu blaði í tilefni af þriggja ára afmæli stjórnarsamstarfsins. Þar segir það eitt um Evrópusambandsmálið að verið sé að kanna, að ósk Alþingis, kosti og galla aðildar. Í tilefni tímamótanna hefur formaður Samfylkingarinnar einfaldlega fallist á þá skoðun VG að samþykkt Alþingis um að sækja um aðild að Evrópusambandinu feli aðeins í sér könnun á kostum þess og göllum. Fram til þessa hefur Sam- fylkingin talið það styrkja stöðu sína að hafa sér stöðu í þessu stóra máli. Nú hefur hún verið ræki- lega þynnt út með umtals verðri póli tískri eftir gjöf. En á móti upp- sker Samfylkingin traustara sam- starf við VG. Þingmenn beggja flokkanna fá meira öryggi fyrir því að þeir séu í raun til búnir að deila örlögum saman í blíðu og stríðu innan sem utan stjórnar. Þetta síðasta skref í sam starfi flokk anna í tilefni af mælisins ætti um leið að vera gleði efni fyrir and- stæðinga aðildarumsóknarinnar. Hamskipti Almennar stjórnmála-fréttir gefa aðra mynd af stjórnar samstarfinu. Þær snúast yfirleitt um hatrömm átök, togstreitu, brigslyrði og væringar. Ekkert bendir til að þar sé ofhermt. Hvernig getur sú mynd rímað við þá kenningu að hefðbundið ríkisstjórnarsamstarf tveggja sjálfstæðra flokka sé að breytast í fóstbræðralag? Þegar betur er að gáð liggur skýringin í augum uppi. Af leið- ingin af átökum Steingríms J. Sigfússonar við vinstri væng Ögmundar Jónas sonar hefur leitt til þess að for maðurinn hefur lagt ofur þunga á að draga Sam- fylkinguna lengra til vinstri. Jóhanna Sigurðar dóttir hefur létt honum róðurinn með því að færa Sam fylkinguna þangað. Vinstri- vængurinn í Sam fylkingunni hefur náð undir tökum í flokknum og frjáls lyndum ráð herrum verið vikið til hliðar. Það hefur eðli lega orsakað ólgu. Þessi bræðralagsþróun er því bæði afleiðing og orsök innbyrð- is átaka. Þau hafa rýrt traust stjórnar flokkanna og forystu- manna þeirra meðal almennings. En fóstbræðralagið er andsvar leiðtoganna. Pólitískt líf beggja er undir því komið að það haldi og svo virðist sem báðir hafi meiri- hlutastuðning innandyra til að dýpka samstarfið í þeim tilgangi. Ekki er á vísan að róa með atfylgi kjósenda við þetta nýja fóstbræðralag en stjórnin gæti samt haldið velli eftir næstu kosningar með aðstoð Guðmundar Steingrímssonar og hugsanlega Framsóknar f lokksins, þótt smáflokka aðstoð hafi ekki nýst þeim til lengdar í Kópavogi. Ekki er allt sem sýnist Hörð en uppbyggileg gagnrýni á lífeyrissjóðina: Peningar annarra Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.