Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2012, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 04.02.2012, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 4. febrúar 2012 25 Þegar Perlan var byggð efst á Öskjuhlíðinni um 1990 voru aðrir tímar. Hitaveitan var ekki orðin að Orkuveitu og stundaði ekki rækjueldi. Hugmyndin um Perluna var orðin hálfrar aldar gömul þegar henni var hrint í framkvæmd. Ein- hverjum snillingi, sumir segja að það hafi verið Jóhannes Kjarval, datt í hug að það gæti verið flott að hafa hálfkúlulaga veitingahús ofan á hitaveitutönkum á toppi Öskju- hlíðar. Stjórnendur borgarinnar féllu fyrir hugmyndinni fimmtíu árum seinna þegar vel stóð á fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Perlan reis og strax kom í ljós að Kjarval hafði rétt fyrir sér, hún varð flott, varð strax kennileiti í Reykjavík og fékk táknrænt hlut- verk. Hún varð myndbirting vel- megunar þessarar sérstöku borgar sem hituð er með vatni úr iðrum jarðar og þar sem útsýnið er meira og víðara en gengur og gerist í höfuð borgum heimsins. En sá galli var hins vegar á að hana skorti hagnýtt hlutverk eins og yfirleitt er þó meginréttlæting allra húsa. Almenningur tók Perlunni yfir- leitt vel en þó var eins og ekki væri hægt að tala mikið um hana. Þetta var svo skrítið allt saman. Eitt- hvert stærsta og glæsilegasta hús sem byggt hafði verið á Íslandi, hönnunar- og tæknilega framúr- stefnulegt og fullkomið en án sýni- legs tilgangs. Í rúma tvo áratugi hefur Perlan gegnt þessu táknræna hlutverki sínu sem kennileiti og þangað er stöðugur straumur ferðamanna vegna þess að hún er einn besti útsýnisstaður í Reykjavík, vel stað- sett í miðju útivistarsvæði Öskju- hlíðarinnar með næg bílastæði. Nú er hins vegar verið að ráð- slaga um að selja einka fyrirtæki þessa sameign okkar því að slæm fjárhags staða Orku veitu Reykja víkur leyfir ekki þennan leikara skap lengur. Þrátt fyrir að sam félag okkar hafi tekið stakka- skiptum að mörgu leyti er ekki auðsætt að okkur farnist betur nú við ráðstafanir á því sem við eigum sameiginlegt. Fyrir hrunið trúðu stjórnvöld því að betra væri fyrir samfélagið að færa einkaaðilum sem flest sameiginleg mannvirki, selja þau jafnvel þótt það væri fyrir lágt verð, og leigja þau síðan aftur til þeirra nota sem þau voru reist fyrir. Síðar hefur komið í ljós hversu misráðið þetta var. Þetta var allt saman hluti af leikfléttu sem hafði það að markmiði að falsa bókhald og láta líta út fyrir að fjár- hagur viðkomandi væri betri en hann var. Eitt versta dæmið af þessu tagi er þegar Heilsuverndar- stöðin í Reykjavík, glæsileg bygg- ing með táknrænt gild, var seld. Aftur til Perlunnar Það er óráð að selja Perluna. Hún er hús af því tagi sem á að vera samfélagsleg eign. Hús sem er orðið táknmynd fyrir einu höfuðborg heims sem eingöngu er hituð með heitu vatni úr iðrum jarðar. Það er hins vegar líka óráð að hafa ekki meiri not af henni en verið hefur en okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bæta úr því. Við búum í landi sem hefur sérstaka náttúru og menning okkar öll og sjálfs- mynd þjóðarinnar tengist náttúru þess mjög sterkum böndum. En við höfum því miður vanrækt að koma upp góðri sýningu um íslenska náttúru og Náttúruminjasafn Íslands, sem lögum samkvæmt ber þetta hlutverk, er á algerum hrakhólum. Þetta er í raun og veru stórfurðulegt. Á undanförnum ára- tugum hefur samfélag okkar byggt verslunarmiðstöðvar, samgöngu- mannvirki og margvíslegar hallir en hefur ekki enn séð ástæðu til að koma sér upp safni og heild- stæðri sýningu um þá náttúru sem menning okkar er sprottin af. Þetta er ekki boðlegt. En nú er lag og við getum enn stigið merkilegt skref til framtíðar og sannað fyrir sjálfum okkur og öðrum að við erum ekki þeir afglapar að afhenda einkaaðilum Perluna og gjaldfella hana þar með sem kennileiti og tákn. Hugsið ykkur hve merki legur staður Perlan er fyrir sýningu um náttúru Íslands. Þarna er risa stór sýningar höll sem hituð er með orku úr iðrum jarðar. Þarna er fagurt útsýni til fjalla- hringsins þar sem sjá má jökla og eld fjöll. Þetta getur ekki orðið betra. Perlan er nú þegar fjöl- sóttur ferða manna staður og nútímaleg náttúru- minja sýning í henni myndi á auga bragði slá í gegn. Öll skólabörn landsins myndu skoða hana og nánast allir ferða- menn sem til borgarinnar koma. Sýningunni má koma upp á löngum tíma. Það þarf ekki að byrja á að ausa í hana fjármunum á stundinni heldur fara hægt af stað, tjalda því sem til er af náttúru- minjum og munum og nýta einfalda en áhrifamikla nútímatækni. Vinsamlega hættið strax öllum samningaumleitunum um sölu á Perlunni og gangið frá samkomu- lagi um að gera hana að heimili Náttúruminjasafns Íslands. Perlan getur orðið skel utan um þá perlu sem sýning um náttúru Íslands á að vera. Sá nánar á Vísir.is Perlu í Perluna Perlan getur orðið skel utan um þá perlu sem sýning um náttúru Íslands á að vera. AF NETINU Hagsmunaárekstrar Lyfsölulög setja skorður við því að læknar eigi í lyfjafyrirtækjum eða stundi lyfjainnflutning. Sama ætti auðvitað að eiga við um annað það sem læknar koma fyrir í líkama sjúklinga sinna eða fá þá til að nota, hvort sem það eru sílíkonpúðar, mjaðmarliðir eða hjálpartæki. Mál þetta sannar að ekki er seinna vænna að setja skýr lög um þetta efni, til að forðast hagsmuna- árekstra af því tagi sem við höfum nú séð í sílíkonpúðamálinu. Að auki þarf að skerpa verulega á eftirliti með heilbrigðisþjónustu – ekki síst þeirri einkareknu. http://blogg.smugan.is Ólína Þorvarðardóttir Hverjum stríddi Össur? Össur Skarphéðinsson, utanríkisráð- herra, sagði á Alþingi í morgun, að ríkisstjórninni hefði tekizt að koma einkaneyzlunni af stað og kreppunni væri lokið, þremur árum eftir að ríkisstjórnin tók við völdum. Honum getur ekki verið alvara. Sennilega hefur Össur verið með einhverja stríðni, þótt það sé að vísu ekki við hæfi að hafa uppi stríðni um viðkvæm og alvarleg mál. Kreppunni er að sjálfsögðu ekki lokið. Kannski hefur hún aldrei sótt hart að utanríkisráðuneytinu enda hefur því verið hlíft við þeim niður- skurði, sem þar hefði átt að fara fram. En kreppan er raunveruleiki í daglegu lífi langflestra Íslendinga. http://www.evropuvaktin.is Styrmir Gunnarsson Menning Hjörleifur Stefánsson arkitekt Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sýningahönnuður .000! Vertu í hópi þeirra bestu. Hönnun Ford er gegnheil og tekur mið af þér og þínum, allri fjölskyldunni - stórum sem smáum. Spyrðu um fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Nýttu þér Þorratilboðið: seldu okkur gamla bílinn þinn og kauptu Ford Kuga Titanium S AWD. Veldu Ford. Komdu í Brimborg í dag. skoðaðu Þorratilboðið Opið 12-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.