Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 36
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR36 V ið vinnum að því af öllum mætti að upp- ræta hómófóbíu. Það er skylda okkar og allir ættu að finna til ábyrgðar gagnvart því verkefni. Við viljum að yfir- völd, félög og stuðningsmenn til- einki sér hugarfarið „og hvað með það?“ varðandi samkynhneigð í fót- bolta,“ segir í yfirlýsingu sem leik- mannasamtök ensku deildarinnar sendu frá sér í vikunni. Í yfirlýsingunni er greint frá þeim áformum samtakanna að senda öllum 92 félögunum í deild- inni plakat og fræðslumynd sem tileinkuð eru baráttunni gegn for- dómum gagnvart samkynhneigðum innan íþróttarinnar. Öðrum þræði er herferðinni, sem nýtur meðal annars stuðnings enska knatt- spyrnusambandsins, ætlað að full- vissa samkynhneigða knattspyrnu- menn um að kjósi þeir að koma opinberlega út úr skápnum hljóti þeir stuðning liðs síns, liðsfélaga og almennings. Brautryðjandinn Fashanu Umræðan um samkynhneigð og íþróttir skýtur reglulega upp koll- inum í Bretlandi. Hún minnti og rækilega á sig í vikunni vegna yfir- lýsingar leikmannasamtakanna, en ekki síður þegar BBC frumsýndi nýjan sjónvarpsþátt um efnið, Britain‘s Gay Footballers, sem vakti mikla athygli þar í landi. Í þættinum rifjar fyrirsætan Amal Fashanu, dóttir atvinnu- mannsins fyrrverandi Johns Fashanu, upp sorgarsögu föður- bróður síns, Justins Fashanu, sem var fyrsti atvinnumaðurinn í knatt- spyrnu sem kom opinberlega út úr skápnum árið 1990. Justin Fashanu varð einnig fyrsti svarti leikmað- urinn sem var seldur milli félaga fyrir meira en eina milljón punda, þegar Nottingham Forest keypti hann frá Norwich City árið 1981, og þannig brautryðjandi á ýmsum sviðum. Velgengnin á vellinum endur- speglaðist þó ekki í einkalífi Fashanu. Snemma fóru að berast út sögusagnir um tíðar heimsóknir hans á skemmtistaði ætlaða sam- kynhneigðum og hlaut leikmað- urinn bágt fyrir hjá liðsfélögum sínum, knattspyrnustjórum (Brian Clough, stjóri Nottingham Forest, kallaði Fashanu opinberlega „poof“, skammaryrði yfir homma, eftir að sá síðarnefndi kom út úr skápnum) og áhorfendum sem jusu yfir hann svívirðingum við hvert tækifæri. Sjálfstraustið dvínaði með hverju árinu og náði Fashanu aldrei sínu fyrra formi. Hann gerði opinber- lega grein fyrir samkynhneigð sinni í viðtali við slúðurblaðið The Sun árið 1990 og í kjölfarið afneit- Veit kærastinn að þú ert hérna? Umræðan um samkynhneigð og íþróttir minnti rækilega á sig í Bretlandi í vikunni í kjölfar átaks leikmannasamtaka ensku deildarinnar til að berjast gegn fordómum og sýningu sjónvarpsþáttar um efnið. Kjartan Guðmundsson kannaði málið. FYRSTI OG EINI Justin Fashanu varð fyrstur og er hingað til sá eini enski atvinnumaður í knattspyrnu til að koma opinberlega út úr skápnum. Hann svipti sig lífi árið 1998. NORDICPHOTOS/AFP Englendingurinn John Amaechi komst á spjöld sögunnar þegar hann skoraði fyrstu stig nýrrar aldar í NBA-deildinni. Öllu meiri athygli vakti þó sjálfsævisaga hans, Man in the Middle sem hann gaf út árið 2007, nokkrum árum eftir að hann lagði skóna á hilluna, en í henni kom Amaechi út úr skápnum og varð þann- ig fyrsti NBA-leikmaðurinn til að ræða samkynhneigð sína opinberlega. Á ferlinum lék Amaechi meðal ann- ars með Orlando Magic og Utah Jazz. Í bókinni ræðir Amaechi um þá innri baráttu sem hann átti í öll þau fimmtán ár sem hann lék körfubolta, hvernig hann hugsaði stöðugt um að koma út úr skápnum en gat ekki hugsað sér það vegna þess öfga-karlmennskuandrúms- lofts sem ríkti í kringum íþróttina, og í raun flestar aðrar íþróttir. Í stað þess lifði Amaechi tvöföldu lífi, ferðaðist milli borga til að sækja skemmtistaði sem vinsælir voru meðal samkyn- hneigðra og lifði sínu ástalífi í felum. Jafnvel umboðsmaðurinn hans vissi ekki um samkynhneigðina fyrr en þeir höfðu unnið saman í dágóðan tíma. „Það var ekki fyrr en hann kom heim til mín og heyrði óminn af rödd Karen Carpenter í gegnum útidyrahurðina sem hann grunaði eitthvað. Svo sá hann regnbogalitaða handklæðið mitt á baðherberginu og þá varð hann alveg viss,“ segir Amaechi í bók sinni. „Hann sagði mér að ég hlyti að vera eini íþróttakappinn í sögunni sem þurrkaði sér með handklæði í regnbogalitum og raulaði með laginu „We‘ve Only Just Begun.“ Viðbrögðin við bók Amaechi voru mikil og blendin. Leikmaðurinn Tim Hardaway sagðist til dæmis aðspurður „hata homma“, en Shaquille O’Neal og Grant Hill studdu ákvörðun Amaechis. ■ FYRSTI NBA-LEIKMAÐURINN ÚT ÚR SKÁPNUM aði bróðir hans, John Fashanu sem lék meðal annars með Wimbledon á gifturíkum ferli, honum í fjöl- miðlum. Eftir að hafa þvælst á milli liða í Evrópu og Bandaríkjunum lagði Fashanu skóna á hilluna árið 1997. Ári síðar var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sautján ára gömlum dreng í Bandaríkjunum og framdi í kjölfarið sjálfsmorð í London. Í kveðjubréfi sínu hélt hann fram sakleysi sínu, en síðar kom í ljós að rannsókn málsins hafði þegar verið hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Hvers vegna engir fleiri? Fram til þessa dags er Justin Fashanu eini atvinnufótboltamað- urinn í Bretlandi sem komið hefur út úr skápnum, í það minnsta meðan á sjálfum knattspyrnuferlin- um stendur. Slíkt er ólíkt algengra meðal knattspyrnukvenna, en ekki virðist miklu púðri hafa verið eytt í að kanna ástæður þess misræmis. Undirliggjandi í sjónvarpsþætti Amal Fashanu á BBC er spurning- in hvers vegna fleiri hafi ekki fylgt í fótspor frænda hennar og komið út úr skápnum, þar sem almennur líkindareikningur geri ráð fyrir að samkynhneigðir knattspyrnumenn hljóti að vera allnokkrir talsins. Svaranna leitar Fashanu í heim- sóknum á fótboltavelli og samræð- um við leikmenn, sem og aðra sem starfa innan geirans, og virðast ansi skiptar skoðanir um ástandið í dag. Fashanu ferðast meðal annars til Brighton, sem stundum er nefnd höfuðborg samkynhneigðra í Bret- landi, sækir leik með Brighton Hove & Albion og spjallar við aðdáendur liðsins. Þar heyrir hún stuðningsmenn mótherjanna ein- beita sér að tengingu borgarinn- ar við samkynhneigð í söngvum sínum og fræðist um að þannig sé það á hverjum einsta leik. „Does your boyfriend know you‘re here?“ og „Stand up if you can‘t sit down“ er meðal þess sem þeir kyrja, en stuðningsmenn Brighton svara með „You‘re too ugly to be gay“. Þá veltir ungur stuðningsmaður Brighton því upp hvort ekki ætti að gera fordóma gegn samkynhneigð á fótboltavöllum ólöglega rétt eins og kynþáttafordóma, en málaferli vegna hinna síðarnefndu hafa verið einkar áberandi í Englandi síðustu vikur og mánuði. Joey Barton hrósað Í sama streng tekur fyrrum NBA- leikmaðurinn John Amaechi, sem einnig er breskur og vikið er að nánar hér á síðunni, og segir að ensk knattspyrnuyfirvöld gætu hæglega náð mun betri árangri í baráttunni við þessa fordóma en verið hefur. Peningarnir séu vissu- lega til staðar, og í ótrúlega miklu magni, en svo virðist sem enginn raunverulegur áhugi sé á að tækla vandamálið. Í framhaldi af því má velta fyrir sér hvort það að senda plaköt og DVD-myndir til félag- anna í deildinni, eins og minnst var á í upphafi, endurspegli í raun ein- beittan vilja til árangurs í þessum efnum. Amal Fashanu segist í þættinum handviss um að þátttaka vinsælla leikmanna, sem margir hverjir eru fyrirmyndir ungs fólks um allan heim, í hvers kyns baráttu gegn slíkum fordómum myndi skila sér margfalt til baka. Hún hafði sam- band við marga af þekkstustu leik- mönnum deildarinnar, meðal ann- arra þá John Terry, Rio Ferdinand, Frank Lampard og Theo Walcott, en enginn þeirra gaf kost á sér í viðtal fyrir þáttinn. Eini úrvalsdeildarleikmaðurinn sem sem vildi, eða hafði tíma til, að ræða opinskátt um samkynhneigð í enska boltanum er Joey Barton, leikmaður QPR, sem oftar en ekki hefur komist í fréttir vegna skap- ofsa á vellinum og utan hans. Hefur Barton verið hrósað mjög í fjölmiðl- um ytra fyrir þátttöku sína í þætt- inum, en þar ræðir hann meðal annars um frænda sinn sem er samkynhneigður og stemninguna í búningsherbergjum fótboltamanna, þar sem nánast virðist bannað að ræða um annað en stelpur, bíla og, jú, fótbolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.