Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 40

Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 40
heimili&hönnun4 „Ég hef oftast búið í miðbænum eða Vesturbænum en er nú komin í Kópavoginn í fyrsta sinn,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir, Gunna Dís dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem býr með unnusta og þriggja ára einkadóttur í gömlu einbýlis- húsi í vesturbæ Kópavogs. „Það var svolítið skrítið fyrst, en okkur líður vel hér. Þetta er mjög rólegt og gróið hverfi en samt svo stutt að fara hvert sem maður þarf. Þetta er eiginlega miklu meiri miðja heldur en miðbærinn í Reykjavík, þótt það fari auðvitað eftir því við hvað þú miðar.“ Gunna Dís segist alltaf hafa lagt mikla áherslu á að hafa notalegt í kringum sig, en hún leggi ekki mikið upp úr því að fylgja tísku- straumum eða eignast hluti eftir einhverja sérstaka hönnuði. „Ég er ekki vel að mér í einhverri hönnun og slíku,“ segir hún, „ég veit bara hvað mér finnst fallegt. Ég er líka mikið fyrir gamla hluti með sál, sér- staklega hluti sem hafa verið lengi í eigu fjölskyldunnar. Ég á stóla frá ömmu og afa og skenk frá pabba og mömmu og fleira í þeim dúr. Mér líka ekki vel heimili sem eru steríl og líta út eins og sýningarsal- ir. Heimili er staður sem manni á að líða vel á. Ég vil hafa heimilið svolít- ið kaótískt en samt auðvitað huggu- legt.“ Efst á lista yfir það sem skap- ar notalegheit er kertaljós. „Ég er kertasjúk, í alvöru,“ segir Gunna Dís. „Ég þoli ekki loftljós heldur vil litla, rómantíska og þægilega lýs- ingu þannig að yfirleitt fylli ég öll herbergi af kertum.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu? „Það er bókahornið. Þar er ég með fullt af bókum, græjurnar og alla geisladiskana og góðan hæg- indastól þar sem gott er að sitja og lesa í bók eða hlusta á tónlist.“ - fsb Svolítið kaótískt en huggulegt ● Guðrún Dís Emilsdóttir hefur hreiðrað um sig, ásamt unnusta og dóttur, í gömlu einbýlishúsi í Kópavogi. Hún segist ekki leggja mikið upp úr hönnun, aðalatriðið sé að hafa huggulegt í kringum sig og láta sér líða vel heima hjá sér. Hornskápurinn í borðstofunni er listasmíð, norskur að upp- runa og minnir á predikunarstól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mæðgurnar Gunna Dís og Aðalheiður Helga láta fara vel um sig í eldhúsinu, umvafðar ljómanum frá ótal kertum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Borðið í bókahorninu fundu þau í runna úti á víðavangi, tóku með sér heim, þurrkuðu og lökkuðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stofan skartar dýrustu mublu sem Gunna Dís hefur keypt, forláta sófa úr Casa. Þar eru líka stólarnir frá afa og ömmu. Bókahornið er uppáhaldsstaður Gunnu Dísar. Þar situr hún og les eða hlustar á músík og lætur fara vel um sig í hægindastólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● ÁHUGAVERT STOPP Í STOKKHÓLMI Hafsteinn Júlíusson vöruhönn- uður verður einn þeirra hönnuða sem koma fram á alþjóðlegu PechaKucha-kvöldi hönnunartímaritisins Form. Hafsteinn hannar undir merkinu HAF og er meðal annars höfundurinn að Growing Jewellery. Kvöldið fer fram á Stora Salongen í Berns Salonger við Berzelii Park í Stokk- hólmi, klukkan 20.20, þriðjudaginn 7. febrúar. Umræðuefnið verður Helsinki sem hönnunarhöfuðborg heimsins 2012. Einnig koma fram Pekka Timonen, framkvæmdastjóri World Design Capital Helsinki, Matti Klenell, Julien de Smedt arkitekt og Jesper Kouthoofd frá Teenage Engineering. Frítt er inn fyrir alla áhuga- sama um hönnun, opinn bar og DJ. Hafsteinn á PechaKucha hjá Form Opið virka daga frá 9.00-18.00 og lau. frá 10.00-16.00 Laugavegi 29 - Sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is HVERFISSTEINAR Hágæða brýnsluvélar, 2 stærðir og mikið úrval aukahluta FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.