Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 49

Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 49
TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, vefur: www.tollur.is VILT ÞÚ EIGA ÞÁTT Í EINU STÆRSTA VERKEFNI ÍSLENSKRAR STJÓRNSÝSLU Á NÆSTU ÁRUM? Tollstjóri leitar að rétta fólkinu til að taka þátt í spennandi verkefni með samfélagslegum ávinningi. Verkefnið snýr að hönnun og innleiðingu nýrra tollakerfa til að auðvelda viðskipti milli landa og standa vörð um hagsmuni almennings og atvinnulífs. Verkefnið tekur mið af bestu framkvæmd og alþjóðlegum stöðlum og felur meðal annars í sér endurhönnun verkferla, hug- búnaðarþróun, alþjóðleg samskipti og verkefnastjórnun. Í boði eru mikil tækifæri fyrir rétta aðila, áhugaverð og krefjandi störf sem henta jafnt konum sem körlum. Sérfræðingur (Alþjóðamál) Ráðgjöf og aðstoð varðandi samskipti við erlenda samstarfsaðila. Starfssvið: >> Umsjón með styrkumsóknum. >> Ráðgjöf og aðstoð til vinnuhópa verkefnisins. >> Skýrslugerð. >> Textagerð og yfirlestur. Hæfniskröfur: >> Háskólamenntun sem nýtist í starfi. >> Þekking á alþjóðamálum. >> Reynsla af þýðingavinnu á ensku æskileg. >> Reynsla af skýrslu- og textagerð æskileg. >> Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. >> Öguð vinnubrögð og lipurð í samskiptum eru lykileiginleikar. >> Góð enskukunnátta skilyrði. >> Þekking á t.d. Prince2, RUP, Scrum, Agile, SOA, BPM, UML, BPMN eða BPEL er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigfríður Gunnlaugsdóttir í síma 560-0445. Umsókn merkt „sérfræðingur (alþjóðamál)“ skilist rafrænt, starf@tollur.is, fyrir 19. febrúar nk. Sérfræðingur í gæða- og verkefnastjórnun Vinnur að stefnumótun, ráðgjöf og fræðslu á sviði gæðamála og verkefna- stjórnunar. Veitir verkefna- og hópstjórum verkefnisins stuðning í starfi. Starfssvið: >> Þátttaka í mótun gæðastefnu og innleiðingu gæðakerfis. >> Aðstoð við skjalfestingu og uppfyllingu gæðakrafna. >> Ráðgjöf og fræðsla á sviði gæðamála og verkefnastjórnunar. >> Aðstoð við áætlanagerð og eftirfylgni. >> Umsjón með innleiðingu hópvinnukerfis og rekstur þess. Hæfniskröfur: >> Háskólamenntun sem nýtist í starfi. >> Framhaldsmenntun á sviði verkefnastjórnunar (MPM) er kostur. >> Leiðtoga- og stjórnunarfærni ásamt þjónustulund, jákvæðni og sjálfstæði. >> Færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti, hvoru tveggja á íslensku og ensku. >> Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar, t.a.m. Prince2, Agile og/eða Scrum. >> Þekking á stöðlum gæða- og verkefnastjórnunar, t.a.m. ISO 9001 og 10006. >> Reynsla af innleiðingu verkefnastjórnunar og/eða gæðakerfis er kostur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Rut Benediktsdóttir í síma 560-0385. Umsókn merkt „sérfræðingur í gæða- og verkefna- stjórnun“ skilist rafrænt, starf@tollur.is, fyrir 19. febrúar nk. Hópstjóri í hugbúnaðarþróun Stjórn vinnuhóps í endurhönnun og nýsmíði tölvukerfa í nánu samstarfi við verkefnastjóra viðskiptaferla, sérfræðinga og birgja. Starfssvið: >> Stjórn hugbúnaðarverkefna. >> Þarfagreining og þróun. >> Samskipti við notendur, stjórnendur, aðra verkstjóra og birgja. >> Erlend samskipti. Hæfniskröfur: >> Háskólamenntun sem nýtist í starfi. >> Þekking á hugbúnaðargerð. >> Þekking á verkefnastjórnun. >> Þekking á stefnumótun. >> Reynsla af stjórnun hugbúnaðarverkefna er kostur. >> Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg. >> Þekking á t.d. Prince2, RUP, Scrum, Agile, SOA, BPM, UML, BPMN eða BPEL er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Óttar Erlingsson í síma 560-0473. Umsókn merkt „hópstjóri í hugbúnaðarþróun“ skilist rafrænt, starf@tollur.is, fyrir 19. febrúar nk. Sérfræðingur í verkferlum Umsjón með hönnun og endurhönnun verkferla, felur meðal annars í sér að leiða vinnuhópa og teikna verkferla. Starfssvið: >> Verkefnastjórnun. >> Endurhönnun verkferla og verkferlaskráning. >> Samskipti við notendur, stjórnendur, aðra verkstjóra og samstarfsaðila embættis Tollstjóra. >> Erlend samskipti. Hæfniskröfur: >> Háskólamenntun sem nýtist í starfi. >> Reynsla af BPM og þekking á endurhönnun verkferla, t.d. með BPM, BPM2, BPEL eða sambærilegu. >> Góðir greiningarhæfileikar, samskiptafærni, leiðtogafærni, yfirsýn, frumkvæði, skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð, tölvufærni og góð enskukunnátta. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörn Guðbjörnsson í síma 560-0303. Umsókn merkt „sérfræðingur í verkferlum“ skilist rafrænt, starf@tollur.is, fyrir 19. febrúar nk. Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá embættinu munu taka mið af þessum gildum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðeigandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.