Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 66

Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 66
heimili&hönnun6 ● SÍÐUSTU FORVÖÐ Í FRANKFURT Sýningin Randscharf Design in Island, sem opnuð var þann 21. september í Museum für Angewandte Kunst í Frankfurt, hefur verið framlengd um tvær vikur, eða til 4. mars. Á sýningunni er að finna yfir 100 vörur eftir 59 íslenska hönnuði, vöruhönnuði, fatahönnuði og grafíska hönnuði. Tilurð sýningarinnar varð í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýn- ingunni í Frankfurt 2011. Útsendarar MAK safnsins komu hingað til lands á HönnunarMarsinn 2011 og völdu hönnuði til þátttöku. Í tengslum við sýninguna gaf safnið einnig út veglega sýningarskrá upp á 203 blaðsíður þar sem er að finna tugi ljósmynda af íslenskri hönnun, viðtöl og umfjöllun um íslenska hönnuði. Sýningarskráin er bæði á ensku og þýsku og er eitt ítarlegasta rit sem gefið hefur verið út um íslenska hönnun. Sýningarskráin er eitt veglegasta rit sem gefið hefur verið út um íslenska hönnun. Forsíðuna prýðir hönnun Sruli Recht. Yfir 15.000 gestir hafa sótt sýninguna frá því hún var opnuð þann 21. september í fyrra. - rat Íslensk hönnunarsýning framlengd Arkitektarnir og hjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, sem reka stofuna Minarc í Los Angeles, hafa sett á markað einingahús gerð með umhverfisvænni og framsæk- inni aðferð í byggingaframleiðslu sem kallast Mnm.MOD. Húsin, sem hafa nú verið á teikniborð- inu í nokkur ár, hafa vakið athygli fjölmiðla vestanhafs og þannig segir bandaríska tímaritið Design Bureau þau vera stórkostleg í nýj- asta tölublaði sínu. Erla og Tryggvi lýsa sjálf hug- myndinni að baki húsunum með eftirfarandi hætti: „Hún geng- ur út að nýta hvert efni til fulln- ustu og lágmarka neikvæð um- hverfisáhrif, þar á meðal af völd- um úrgangs,“ útskýra þau. „Við sjáum verðmæti í einstökum efni- viði og erum sífellt að leita leiða til að nýta hann, jafnvel á nýstár- legan máta, endurnýta og endur- nýta enn frekar. Að okkar mati er nýtni stór hluti af því að vera um- hverfisvænn.“ Þannig er endurunnið og end- urnýtanlegt byggingarefni notað við framleiðslu húsanna. Hvert og eitt er síðan sérhannað út frá stað- setningu þannig að orka sem fell- ur til, jarðhiti, sólar- og vindorka, er nýtt. Þá vekur óvenjuleg bygg- ingaraðferð athygli en húsin eru að mestu gerð úr panel-einingum sem eru settar saman eins og LEGO- kubbar. Að sögn Erlu og Tryggva fylgja þessu fyrirkomulagi ýmsir kostir. „Hægt er að setja húsin saman á staðnum eða í verksmiðju og þannig fylgjast vel með framleiðslunni og fyrirbyggja að sóðaskapur myndist á byggingastaðnum. Með þessu móti gefst líka færi á að útfæra húsin eftir smekk hvers og eins. Svo ekki sé nú minnst á að jafn auðvelt er að taka húsin niður og að setja þau upp,“ benda þau á. „Einingahús eru klárlega framtíðin.“ Hugmyndin að baki eininga- húsunum er því í takt við þá um- hverfisstefnu sem Erla og Tryggvi hafa fengið lof fyrir á undanförn- um árum. Þau hafa unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir umhverfisvæna hönnun undir merkjum Minarc. Meðal annars hafa þau hlotið International De- sign Awards fyrir einbýlishús og fengið R+D Awards fyrir vask úr endurunnu gúmmíi, svo fátt eitt sé nefnt. - rve Með nýtni að leiðarljósi ● Umhverfisvæn og sjálfbær einingahús úr smiðju arkitektahjónanna Erlu Daggar Ingjalds- dóttur og Tryggva Þorsteinssonar, hjá Minarc í Los Angeles, vekja athygli vestanhafs. Umhverfisvæn sjónarmið, þar á meðal endurvinnsla og sjálfbærni, eru höfð að leiðarljósi við gerð húsa frá Minarc. MYNDIR/MINARC Hjónin og arkitektarnir Tryggvi Þor- steinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir hafa rekið arkitektastofuna Minarc í Los Angeles við góðan orðstír um nokkra ára skeið. Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.