Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 70

Fréttablaðið - 04.02.2012, Side 70
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR38 F orsenda hjólabrettaiðkunar á Íslandi er að við höfum innan- hússaðstöðu. Eins og sést hefur síðustu tvo mánuði þá hefur verið alveg ófært utandyra,“ segir Bjarni Einarsson, sem situr í stjórn Brettafélags Reykjavíkur. Brettafélag Reykjavíkur fagn- ar 17 ára afmæli sínu á þessu ári. Mikill uppgangur hefur verið hjá félaginu síðustu ár en nú eru í því um 80 virkir félagar sem eru á aldrinum 5 til 45 ára. Hjólabrettamenn kalla sig stundum skötur. Að sögn Bjarna er nafnið dregið af enska orðinu skate sem og fisknum skötu. „Árið 2000 vorum með aðstöðu í gamalli fiskimjölsverksmiðju úti á Granda. Þið getið rétt ímyndað ykkur lyktina en þá festist nafn- ið Skötuhúsið við aðstöðuna eftir að okkur leið öllum eins og „skötum“ en ekki „skaters“ þarna inni. Svo eru sköturnar jaðar dýr eins og við,“ segir Bjarni og hlær. Eitt það fyrsta sem fólk verður vart við í brettagarðinum er sú virðing sem hjóla- brettamennirnir bera hver fyrir öðrum. Eldri og reyndari brettamenn bíða þolinmóð- ir á meðan þeir yngri og óreyndari renna sér og hvetja þá til dáða. „Í hjólabrettagörðum erlendis getur þú lent í því að stóri, sterki og tattúveraði hjóla- brettagaurinn klessir á þig og þú ert í stór- hættu. Hér er hins vegar pláss fyrir alla og hér fá allir séns. Það er kúltúrinn sem við höfum skapað,“ segir Bjarni. Það hefur reynst þrautinni þyngra fyrir sköturnar í Bretta- félaginu að fá aðstöðu fyrir áhugamál sitt. Á þeim sautján árum sem félagið hefur verið starfrækt hefur það verið á sjö mismunandi stöðum. Síðustu tvö ár hefur félagið þó verið með aðstöðu að Seljavegi 2 í Vestur- bænum. „Það sem okkur dreymir um er langtímaleigusamningur fyrir hjólabrettaaðstöðu innanhúss á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við erum rosalega ánægðir hér en nýtt stálgrindahús á besta stað er náttúrulega draumurinn,“ segir Bjarni og hlær. Brettafélagið hefur síðustu ár fengið leigu- og framkvæmdastyrk frá Reykjavík- urborg sem félagsmenn eru himinlifandi yfir. „Það hefur mikil orka farið í að þurfa alltaf að byggja allt okkar upp á nýtt. Við erum ánægðir með að hafa fengið að vera hér síðan 2009 og vonandi verður framhald þar á,“ segir Bjarni. Sköturnar eru jaðardýr í sjónum eins og við Svífandi skötur í Vesturbænum Hjólabrettafélag Reykjavíkur fagnar 17 ára afmæli sínu á árinu. Brettafólkið, eða sköturnar eins og það kallar sig stundum, hefur byggt upp starfsemi félagsins með miklum myndarbrag í húsnæði félagsins við Seljaveg. Óvíst er þó um framtíðarhúsnæði félagsins. Kristján Hjálmarsson og Valgarður Gíslason fylgdust með glæsilegum tilþrifum í Brettagarðinum. ALLIR VELKOMNIR Þótt félagið sé stofnað og kennt við Reykjavík eru allir velkomnir. „Hingað koma brettastrákar frá öllu höfuðborgarsvæðinu sem og utan af landi. Það skilar sér svo í betri samvinnu þegar brettamenn útskrifast héðan út í sumarið. Það er eiginlega anti-hrepparígur sem ríkir hér,“ segir Bjarni. UPPGANGUR Aðstaðan í Brettagarðinum er orðin afar flott og mikill uppgangur er hjá félaginu, nú eru í því um 80 virkir félagar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég var alltaf að renna mér á snjóbretti en vinir mínir voru á hjólabrettum. Ég ákvað að prófa og mér finnst þetta ógeðs- lega skemmtilegt, að stökkva og svona,“ segir Sindri Sigþórsson, 12 ára skata úr Hlíðahverfinu. „Það er svo mikið frelsi að vera á brettinu.“ Sindri byrjaði að renna sér á hjóla- bretti í fyrrasumar en er nú þegar orðinn einn efnilegasti brettamaður landsins. Hann segist einu sinni hafa meitt sig á hjólabrettinu. „Ég tognaði þegar ég var að gera kick-flip í quarter-pipe og svo meiddi ég mig einu sinni í ökklanum,“ segir Sindri, sem var þó ekki með hjálm á höfði þegar blaðamann bar að garði. Hann segir að mamma hans vilji að hann noti hjálm. „Ég var einu sinni alltaf með hjálm en svo fékk ég gat á hausinn og mér finnst svo óþægilegt að hafa hann eftir það. En ég ætla bráðum að fara að nota hann aftur.“ ■ SINDRI SIGÞÓRSSON Bretti, plata, áhættu- viður – hjólabretti Teilið – afturendinn á brettinu. Nósið – Framendinn á brettinu. Konkeifið – Skálin í brettinu. Regular stance – Ýtir þér með hægri löpp. Goofy stance – Ýtir þér með vinstri löpp. Switch stance – ýtir þér eða gerir brellur öfugt við þína nátt- úrulegu stöðu. Mongo – Ýtir þér með fremri fætinum (þykir fagurfræðilegt stórslys). Ollie – þegar brettið er dregið upp í loftið með því að slá aftur- endanum í jörðina. Nollie – Þegar brettið er dregið upp í loftið með því að slá fram- endanum í jörðina. 180° – Snýrð líkam- anum um 180° og lætur brettið fylgja með. Kickflip – Sparkvelta með tánni. Heelflip – Sparkvelta með hælnum. 360° flip – 360° gráðu sparkvelta. Popa – Hljóðið, tilfinningin að slá tail- inu í jörðina. Slæda – þegar brettið eða öxullinn rennur á kanti eða handriði. Street – Að takast á við borgarlandslagið. Vert – Rampur með 90° halla. Míní-rampur – Meðalstór eða lítill rampur. Bowlið – Stóri rampurinn í Innan- hússaðstöðu BFR. Flatt-Bank – veggur með 30° halla. Wallride – keyrir upp 90° vegg frá jafnsléttu. Píramídi – Píramídi sem búið er að skera toppinn af. Gapp – ótilgreind vegalengd á milli brottfarar og lendingar. Bomba – fara hratt. Hamra – Fara niður stórar tröppur eða göpp. Slamma – Að detta illa. Slamm dauðans – Að detta mjög illa. Pumpa – Að halda hraða á rampi. Með brjálað steez eða geðveikan stíl – Sá sem fer út fyrir þægindarammann til að láta hlutina líta betur út. Krúsa – Sviga og gera auðveldar brellur með miklum stíl. ■ ORÐABÓK SKÖTUNNAR Frelsi sem fylgir hjólabrettinu Sköturnar á Vísi Viðtal við Bjarna Einarsson, sem situr í stjórn Brettafélags Reykjavíkur, má einnig finna á Vísi.is. Þar má einnig finna myndbönd frá Brettagarðinum sem og myndbönd frá First try fail Monday á slóðinni www.visir.is/firsttryfailmonday.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.