Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 84

Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 84
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR52 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Frjáls! Guð minn almáttugur! Mér fannst betra þegar þú flokkaðir þvottinn minn eftir lit. Ekki nógu hreint fyrir róna. Skítugt. Ógeðslegt. Ógeðslegt. Viðbjóðslegt. Ógeðslegt. Þvílíkur morgunn! Já. Þau eru svo frábærir krakkar. Við hljótum að vera að gera eitt- hvað rétt. Já. Nú þurfum við bara að finna út hvað það er. LÁRÉTT 2. vag, 6. kúgun, 8. nögl, 9. skora, 11. í röð, 12. drepsótt, 14. virki, 16. gyltu, 17. flík, 18. hrópa, 20. gjaldmiðill, 21. sleit. LÓÐRÉTT 1. húsaþyrping, 3. í röð, 4. dagatal, 5. gláp, 7. kálsoð, 10. fúsk, 13. útdeildi, 15. dreifa, 16. haf, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. kjag, 6. ok, 8. kló, 9. rák, 11. mn, 12. plága, 14. skans, 16. sú, 17. fat, 18. æpa, 20. kr, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. þorp, 3. jk, 4. almanak, 5. gón, 7. kálsúpa, 10. kák, 13. gaf, 15. strá, 16. sær, 19. au. Það er erfitt að vera fauskur. Samkvæmt fleygum ummælum eru hvítir, kristnir, gagnkynhneigðir, miðaldra karlmenn þeir einu sem ekkert slæmt má segja um. Fyrir vikið virðist mega láta hvað sem er flakka um þá. Í raun vantar mig aðeins byssuleyfið til að vera að margra mati holdgervingur alls sem að er í heiminum. EN HVAÐ getur þá hress gaur eins og ég gert til að halda hippinu og kúlinu þegar hann stendur frammi fyrir því að árin hafa gert hann að fauski? Er það yfirhöfuð hægt? Þegar ég var unglingur fannst mér ekkert aumkunarverðara en fólk á aldur við for- eldra mína sem þóttist svalt með því að reyna að tileinka sér tísku minnar kyn- slóðar í tónlist og klæðaburði. FAUSKURINN gegnir hlutverki. Honum ber að hneykslast á ungu fólki. Það er skylda hans gagnvart yngri kynslóðum að sýna þeim að þær hafi sinnt þeirri menningarlegu skyldu sinni að ganga fram af honum. Þannig er tuð fausks rós í hnappa- gat ungs listafólks. EN HVERNIG getur fauskur- inn sinnt þessari samfélags- legu skyldu af ábyrgð og kærleika? Það gerir hann ekki með því að sparka í liggjandi menn og hæðast að þeim sem eiga erfitt uppdráttar. Aftur á móti hlýtur hann að mega dangla í þá sem standa traustum fótum, rétt eins og mín kynlóð ólst bæði upp við Ísbjarnarblús og Spaugstofusketsa um „Subba Skorsteins“. Það ætlaðist enginn til þess að Spaugstofu- menn lægju flatir fyrir Utangarðsmönnum og ég þarf ekkert að afsaka það að ég liggi ekki marflatur fyrir „krúttunum“. UNGU fólki ber að gera uppreisn. Það er í eðli þess. Það liggur jafnframt í hlutarins eðli að uppreisn gegn pönki getur ekki verið meira pönk. Nýja uppreisnin er því í því fólgin að vinda ofan af hamsleysinu og tryll- ingnum. Þetta er eðlileg og jafnvel óum- flýjanleg þróun, hugsanlega heillavænleg. En það breytir því ekki að í eyrum manns sem hafði himin höndum tekið með Geisla- virkum hljómar þessi tónlist eins og tilgerð- arlegt mjálm. ÞAÐ háir fausknum að aldurinn ljær honum virðuleika sem gerir það að verkum að fólki hættir til að taka hann alvarlega. Mér er það algjör nýlunda sem ég hef ekki enn van- ist. Stundum skýt ég mig því í fótinn með kerskni sem skilin er sem illt innræti og atlaga að einstaklingum. ANNAÐ sem ég hef ekki enn vanist, þótt ég reki mig æ oftar á það, er hve hættulegt sjálfsháð er í hópi húmorslausra. Vonandi venst ég því aldrei. Tilvistarkreppa fausks Verslunin flytur Opnum í Þönglabakka 4 ( við hliðina á póstinum ) kl 12.00 í dag laugardaginn 4. febrúar Verið velkomin Garnbúðin Gauja Þönglabakka 4 Sími 571-2288
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.