Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 88

Fréttablaðið - 04.02.2012, Síða 88
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR56 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 4. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 13.00 Íslenski saxófónkvartettinn heldur tónleika í sal Tónlistarskólans í Garðabæ við Krikjulund. Miðaverð er kr. 1.500, en kr. 1.000 fyrir eldri borgara. ➜ Sýningar 14.00 Kristinn G. Jóhannsson opnar málverkasýninguna Mannabyggð með Ströndum í Mjólkurbúðinni Listagili Akureyri. Allir velkomnir. 14.00 Sýningin Glitrar á hjarnið opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Á henni sýnir Páll Guðmundsson á Húsa- felli úrval verka sinna af hellu-, svell- og bergþrykki og verk úr steini. Við opnun sýningarinnar leika þeir Páll og Hilmar Örn Hilmarsson á steinhörpu Páls undir kveðskap Steindórs Andersen. 15.00 Opnuð verður sýning á verkum Bjargar Eiríksdóttur myndlistarmanns í Artóteki á 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. 17.00 Opnun í Öruggu Rými við Freyjugöturóló frá 17 til 20. Helena Hansdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir sýna ný vídeóverk. Opið sunnudag frá 14-17. Aðeins þessa einu helgi. ➜ Fræðslufundir 13.00 Jórunn Erla Eyfjörð prófessor segir frá tengslum grunnrannsókna á brjóstakrabbameini við meðferð og horfur í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. ➜ Uppákomur 10.00 Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni standa fyrir hjólreiðaferð frá Hlemmi. Hjólað verður um borgina í 1-2 tíma. Allir velkomnir og ókeypis þátttaka. 14.00 Súkkulaðibrosum verður dreift á hvatningarhátíð Bergljótar Arnalds „Kærleikar” og í framhaldinu lagt upp í Kærleiksgöngu í kringum tjörnina. Þá munu kórar syngja fyrir framan Iðnó að lokinni göngunni. ➜ Málþing 13.00 Myndhöggvarafélag Reykjavíkur heldur uppá 40 ára afmæli sitt í ágúst á þessu ári og efnir því til málþings í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Erindi flytja þau Æsa Sigurjóns dóttir, Ólafur S. Gíslason og Sara Riel. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ➜ Tónlist 19.00 Jussanam og Andres Þór flytja nýtt Bossa Nova prógram á Radisson Blue 1919. Leikin verða lög frá Íslandi, Brasilíu, Kúbu og Bandaríkjunum. Miða- verð, með kvöldmat, er kr. 5000. 23.00 Kántrísveitin Klaufar slær upp hlöðuballi á Spot í Kópavoginum. Alvöru sveitaballsstemning. Aðgangseyrir er kr. 1.800. ➜ Fyrirlestrar 14.00 Stefán Snævarr, prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi, heldur fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Yfirskrift fyrirlestursins er Frelsi er spurn og verður hann haldinn í Reykjavíkur Akedemíunni Hringbraut 121, 4 hæð. Sunnudagur 05. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 16.00 Tríó Vadims Fyodorovs heldur útgáfutónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Tríóið skipa þeir Vadim Fyodorov á harmóniku, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Gunnar Hilmarsson á gítar. ➜ Leiklist 14.00 Möguleikhúsið sýnir barna- leikritið Prumpu hóllinn í Menningar- miðstöðinni í Gerðubergi. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. 19.00 Bridge, tvímenningur, verður spilaður í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 14.00 Sýning á olíumálverkum Lilju Þorsteinsdóttur opnar í Boganum í Gerðubergi. Sýningin stendur til 15. apríl og er opin virka daga kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar. 16.00 23 manna listahópur frá Guangxi háskóla í Suður-Kína, flytur margvísleg atriði á sviði stóra sals Háskólabíós. Einstakt tækifæri til að kynnast kínverskri dans-, söng- og bardagalist. ➜ Kvikmyndir 22.00 Skemmtistaðurinn Prikið slær upp þynnkubíói. Aðgangur ókeypis og popp í boði. ➜ Leiðsögn 14.00 Boðið verður upp á leiðsögn í Ásmundarsafni með áherslu á útilistaverk Ásmundar Sveinssonar og verk í opinberu rými. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir annast leiðsögnina. 14.00 Boðið verður upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands og er hún að þessu sinni hugsuð fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. 14.00 Sigríður Melrós Ólafsdóttir fjallar um sýninguna ÞÁ og NÚ í Listasafni Íslands og fjallar einnig um verk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar. ➜ Listamannaspjall 15.00 Anna Líndal verður með listamannaspjall í Listasafni ASÍ. Spjallið er í tengslum við sýningu hennar Kortlagning hverfulleikans. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Í dag opnar Valgerður Freeland Sigurðardóttir sína fyrstu einkasýningu í Gallerí 002, Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Valgerður hreppti fyrsta sæti í skúlptúrkeppni Íslands, sem haldin var í fyrsta sinn á Bakkusi í nóvember. Að launum hlaut hún að sýna á þessari fyrstu sýningu ársins í Galleríi 002. Valgerður er 19 ára og er í FB á listnámsbraut. Þaðan útskifast hún í vor og stefnir á frekara listnám. Verkið sem tryggði henni sigurinn í skúlptúr keppninni var risaeðluinnsetning. „Ég hef verið að safna risaeðlum úr plasti. Ég var með allt það safn og eldfjall og raðaði þessu saman á borði og bjó til innsetningu úr því,“ segir Valgerður, sem er stoltur eigandi 160 risaeðla og er enn að safna. „Margir töluðu um að þeim þótti þetta túlka offjölgun, en aðallega var ég nú að hugsa um fallega liti og mismunandi form.“ Viðfangsefni sýningar Valgerðar í Gallerí 002 eru þrjú, en þau skapa saman eina heild: Abstrakt og fígúratíf málverk með frumum sem myndefni, margs konar ljósalampar og plánetur sem lýsa í myrkri, risaeðluinnsetning með risaeðlunum hennar Valgerðar. Gallerí 002 er rekið af Birgi Sigurðssyni, sjálflærðum myndlistarmanni og rafvirkja. Um það bil einu sinni í mánuði tæmir hann blokkaríbúð sína í Hafnarfirði, flytur út og leyfir öðrum myndlistarmönnum að athafna sig þar að vild. Sumir þeirra hafa notað veggi íbúðarinnar sem striga og því er heimili Birgis síbreytilegt og ávallt undir áhrifum síðasta listamanns sem þar sýndi. Sýning Valgerðar verður opnuð í dag klukkan 14 og er opin til klukkan 17. Á morgun, sunnudag, er sýningin einnig opin á milli klukkan 14 og 17, en hún er aðeins opin þessa einu helgi. - hhs Frumur, plánetur og risaeðlur VALGERÐUR FREELAND SIGURÐARDÓTTIR Opnar sína fyrstu einkasýningu í Galleríi 002 í dag klukkan 14. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 81 78 0 1/ 12 Lægra verð í LyfjuD-3 vítamín er nauðsynlegt fyrir alla – börn, konur og karla. Töfrandi, grípandi og mannbætandi bók 2 . 699 Verð krónur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.