Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 96

Fréttablaðið - 04.02.2012, Page 96
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is ÞÓREY RÓSA STEFÁNSDÓTTIR hefur framlengt samning sinn við danska liðið Team Tvis Holstebro um tvö ár. Þórey Rósa var í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM í Brasilíu og henni er ætlað stórt hlutverk í Danmörku. „Ég trúi því að hún verði ein sú besta í sinni stöðu í deildinni,” sagði Niels Agesen, þjálfari liðsins. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON HANDKNATTLEIKSMAÐUR Leikir helgarinnar Laugardagur: 13.00 Arsenal - Blackburn Sport 2 & HD 15.00 WBA - Swansea Sport 2 & HD 15.00 QPR - Wolves Sport 3 15.00 Norwich - Bolton Sport 4 15.00 Stoke - Sunderland Sport 5 15.00 Wigan - Everton Sport 6 17.30 Man. City - Fulham Sport 2 & HD Sunnudagur: 13.30 Newcastle - A. Villa Sport 2 & HD 16.00 Chelsea - Man. Utd. Sport 2 & HD FÓTBOLTI Árið hefur ekki byrjað vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki unnið nema þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildar bikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvals deildarinnar. City-menn eiga þó ágætis mögu- leika á að endur heimta forystuna um helgina. Fyrir fram má áætla að verk efni liðsins um helgina sé tals- vert auð veldara en hjá Manchester United og Tottenham sem koma í næstu sætum á eftir. City mætir Fulham á heima velli í dag en United þarf að fara á erfiðan úti völl og leika gegn Chelsea á morgun. Hið sama á við um Tottenham sem mætir Liverpool á Anfield á mánu- dags kvöldið. Líkurnar á því að City misstígi sig gegn Fulham í dag eru ekki miklar. Liðið er með 100 prósenta árangur í deildinni á heimavelli – hefur unnið alla ellefu leiki sína með markatölunni 34-6. Íslendingaliðin QPR og Wolves mætast í dag en þar sem Heiðar Helguson er frá vegna meiðsla mun hann ekki spila með fyrrnefnda liðinu. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Wolves í vikunni er liðið tapaði fyrir Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega í liði Swansea sem mætir West Brom, rétt eins og Grétar Rafn Steinsson hjá Bolton sem mætir Norwich. - esá Heilmikið undir í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar nú um helgina: City þarf að komast aftur á skrið EKKI MEÐ John Terry er meiddur á hné og verður ekki með Chelsea gegn United. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son segir að það sé ekki rétt sem spurðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. „Það er ekki farinn neinn samn- ingur frá mér, með mínu nafni út úr mínu húsi. Ég er ekki búinn að gera samning við neinn,“ sagði Guðjón Valur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Mikið var að gera hjá Guðjóni í símanum í gær eftir að sú saga fór í gang að hann væri búinn að semja við Kiel. „Fyrir mér er það þannig að allt er orðið klárt þegar samningur sem ég hef skrifað undir er kominn í hendurnar á þeim sem ég var að semja við. Það er ekki farinn samningur út úr mínu húsi og það er í rauninni það eina sem ég get sagt.“ Guðjón viðurkennir að hann sé kominn með samningstilboð í hendurnar sem verið sé að fara yfir. „Það er orðið svolítið þreytt að þurfa að svara daglega um eitt- hvað sem gæti kannski gerst,“ sagði hornamaðurinn. Danska liðið AG, sem Guðjón spilar með í dag, dró samnings- tilboð sitt til Guðjóns til baka á dögunum og er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersson í hans stað. „Ég skil vel að sögusagnir fari í gang á meðan ég er í þessari stöðu en það er ekkert undirskrifað og ekkert staðfest.“ Guðjón viðurkennir að ýmislegt hafi verið í pípunum hjá honum eftir EM og vonast til þess að hans mál komist á hreint um helgina eða strax eftir helgi. „Umboðsmaðurinn minn var að tala við þrjú félög um síðustu helgi og ég geri ráð fyrir því að nú um helgina verði allt frágengið. Í byrjun næstu viku ætti því vonandi að liggja fyrir hvar ég spila handbolta næsta vetur.“ Fjölmörg sterk félög eru í leit að vinstri hornamanni og Guðjón Valur sagði er hann skrifaði undir hjá AG á sínum tíma að hann vildi taka þátt í þeim dansi sem nú er í gangi er þessi félög leita að nýjum hornamanni. Kiel er eitt þessara félaga enda er sænski hornamaðurinn Henrik Lundström á leið frá félaginu næsta sumar. Fyrir hjá félaginu er síðan þýski landsliðsmaðurinn Dominik Klein. Það er að ýmsu að hyggja hjá Guðjóni Val um helgina því hann er á leið til Álaborgar með AG þar sem liðið mun taka þátt í úrslitahelginni í bikarnum. Þar eru Danmerkurmeistararnir ansi líklegir til afreka. „Við ætlum okkur auðvitað stóra hluti þar og það verður gaman að taka þátt í þessari helgi,“ sagði Guðjón Valur en ef AG fer með sigur af hólmi yrði það fyrsti titill hans með félaginu en með AG leika einnig þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson. henry@frettabladid.is Er ekki búinn að semja Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé rangt sem kvisaðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska félagið Kiel, sem hefur augastað á leik- manninum. Hans mál skýrast um helgina eða eftir helgi. Þrjú félög í sigtinu. EKKERT UNDIRRITAÐ Guðjón Valur talar varlega en býst við því að hans mál verði kláruð um helgina eða strax eftir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, er á ágætum batavegi eftir að hafa fengið heiftarlega matareitrun sem hefur haldið honum í rúminu alla helgina. „Ég fékk þetta annað hvort í Liverpool eða Kaupmannahöfn. Ég varð fárveikur á mánudaginn og hef verið slappur síðan,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann nýtti fríið eftir EM til þess að skella sér á leik Liverpool og Man. Utd. um síðustu helgi. Í því fríi fékk hann máltíð sem var augljóslega ekki í lagi. „Ég hef verið í meðferð hjá liðslækninum síðan þá og þurft að fá næringu í æð meðal annars. Þetta er hundfúlt því ég vildi vera að æfa en það er lítið við þessu að gera. Ég er samt boðaður á æfingu í fyrramálið [í dag] og mun láta reyna á þetta. Ég hlýt að vera orðinn góður um helgina,“ sagði Aron brattur. Fyrsti leikur Kiel eftir Evrópumeistaramótið er næsta fimmtudag og Aron ætti að vera orðinn fullgóður þá. - hbg Aron Pálmarsson: Fékk slæma matareitrun ARON PÁLMARSSON Spilaði virkilega vel fyrir Ísland á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hefst sunnudaginn 12. febrúar FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is KÖRFUBOLTI Undanúrslit Powe- radebikars karla fara fram annað kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15. KR-ingar, sem hafa unnið alla átta bikar leiki sína undir stjórn Hrafns Kristjánssonar, eiga titil að verja og gætu komist í Laugar- dals höllina í þriðja sinn á fjórum árum. KR sló Tinda stól út í undan- úrslitunum í fyrra en sá leikur fór fram fyrir sunnan. Nú mætast liðin í Síkinu á Sauðár króki og Stólarnir geta þar komast í bikar- úrslita leikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tinda stóll hefur tapað fjórum sinnum í undan úrslitum en aldrei verið á heima velli. Keflavík og KFÍ hafa beðið mislengi eftir að komast í úr- slitin. Keflavík hefur tapað tveimur síðustu undanúrslita- leikjum sínum og voru síðast í höllinni fyrir sex árum en Ísfirð- ingar komust í fyrsta og eina skiptið í bikarúrslit árið 1998. - óój Undanúrslit bikarsins: Skrifa Stólarnir nýja sögu? SVAVAR BIRGISSON Reynsluboltinn í liði Tindastóls. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NFL Hinn árlegi leikur um Ofur- skálina (e. Super Bowl) fer fram aðfaranótt mánudags en í þetta sinn eigast við lið New England Patriots og New York Giants. Þessi sömu lið áttust við árið 2008 en þá hafði Giants betur. Tom Brady og félagar í Patriots fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið og eru þeir taldir sigur- stranglegri. Manning hjá Giants hefur hins vegar oft tekist að ná sínu besta fram á ögurstundu. Leikurinn verður sýndur á ESPN America sem má finna á Fjölvarpi Stöðvar 2. - esá Hápunktur NFL-tímabilsins: Ná Patriots fram hefndum?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.