Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 12

Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 12
12 10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Eftirspurn kjósenda beinist í ríkari mæli að myndum í björtum litum en dökk-um. Af sjálfu leiðir að á markaðs torgi stjórnmálanna er jafnan meira framboð af slíkum myndum. Oft verða kjósendur súrir eftir á, þegar í ljós kemur að myndirnar hafa ekki verið málaðar af raunsæi. Hvorir höfðu þá rangt við á mark- aðstorginu, kjósendurnir eða stjórn- málamennirnir? Svarið er einfalt: Stjórnmálamennirnir eru kjörnir til að fara með forystu í málum lands- ins. Ábyrgðin er þeirra. Vilji kjósendur aftur á móti halda þeirri ábyrgð að stjórnmálamönn- um verða þeir að horfast í augu við sannleikann hvort sem hann er dreginn upp í dökkum litum eða björtum. Ella eru þeir sem segja satt dæmd- ir til að tapa, þegar á móti blæs. Á endanum tapa svo kjósendur á því. Margt bendir til að samband stjórnmálamanna og kjósenda sé því marki brennt nú um stundir. Ríkisstjórnin dregur upp mjög fallega og litríka mynd af þeim árangri sem hún hefur náð. Hún segir Ísland komið á beina braut endurreisnar og vera nú fyrirmynd annarra þjóða. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að sönnu einstakar efnahagsákvarð- anir. Eigi að síður er þverstæðan sú að hún hjálpar til við að draga upp falsmyndina með því að sýna Ísland sem fyrirmynd annarra rétt eins og ríkisstjórnin. Það er gert til að styrkja þá staðhæfingu að landið standi mun betur að vígi en önnur Evrópuríki fyrir þá sök að eiga sinn eigin verðlausa gjaldmiðil. Þeir tapa sem segja satt ÞORSTEINN PÁLSSON Kjarni málsins er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan þora að segja það sem satt er og rétt að þjóðin lifir enn um efni fram. Verðmætasköpun þjóðar- búsins stendur ekki undir skuld- bindingum þess. Að einhverju leyti þurfum við að velta skulda- vandanum á undan okkur. Hitt er alls endis óvíst hvort það reynist unnt í þeim mæli sem þörf er á. Veruleikinn er sá að Ísland er í hópi þeirra ríkja á innri markaði Evrópusambandsins sem verst standa. Ísland er til að mynda skuldugra en Grikkland. Ísland hefur eitt ríkja á innri markaðnum neyðst til að setja gjaldeyrishöft sem enginn kann lausn á. Þrátt fyrir hrun krónunnar hefur ekki tekist að auka útflutning að marki. Það hefur sumum evruríkjum þó tekist eins og Írum. Þá á Ísland eins og önnur helstu kreppuríkin við kerfisleg vandamál að stríða. Fyrstu ákvarðanirnar á grund- velli efnahagsáætlunar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins skiluðu myndar- legum afgangi af vöruskiptum við útlönd. Sá árangur byggðist á neyslusamdrætti en ekki útflutn- ingsvexti. Þessi afgangur fer nú hratt minnkandi. Það sýnir að efnahagsstjórnin hefur farið úr böndunum eftir að sjóðurinn fór. Næsta kjörtímabil verður á marga lund miklu erfiðara en þetta. Upphafleg áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um greiðslu- jöfnuð við útlönd er afar langt frá því að standast. Hvort tveggja er að skuldirnar eru meiri en ráð var fyrir gert og áform um aukna verðmætasköpun hafa að engu orðið vegna pólitískra aðstæðna. Skuldastaða þjóðarbúsins gagn- vart útlöndum er trúlega jafngildi árs þjóðarframleiðslu eða veru- lega umfram það sem talið hefur verið. Sú vá sem við blasir af þeim sökum kallar á mjög markvissar aðgerðir til að stýra þeim kviku fjármunum sem leita út úr hag- kerfinu. Um leið þarf nýja sam- hæfða áætlun í efnahags- og ríkis- fjármálum. Næsta kjörtímabil verður miklu erfiðara Telja má útilokað að við vandann verði ráðið í hefðbundnum flokka-dráttum. Almannaváin er því bæði pólitísk og efnahagsleg. Þannig sýnast pólitískar þrætur vaxa í sömu hlutföllum og skuld- irnar. Það var ólán að ekki reynd- ist grundvöllur fyrir pólitískri einingu í hruninu. Þörfin á breiðri samvinnu er margfalt brýnni nú. Ólánið verður að sama skapi meira ef hún næst ekki. Að frátalinni áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hefur mest af orku þessa kjörtímabils farið í að gera upp pólitískar sakir við þá sem ábyrgð eru taldir bera á hruninu. Fari næsta kjörtímabil í það eitt að gera upp sakir við þá sem bera ábyrgð á mistökum þessa kjörtíma- bils fer ekki aðeins mikill tími til spillis aftur heldur glatast tæki- færið til viðreisnar. Það fyrsta sem menn þurfa að koma sér saman um er að segja kjósendum satt um horfurnar. Ef þær staðreyndir opna ekki augu manna fyrir því að byggja þarf brú milli stærstu flokkanna beggja megin miðjunnar er þjóðin heillum horfin. Það er hins vegar ekki nóg. Því að þeir kólgubakkar sem eru á himni vinnumarkaðarins geta gert vonir manna um að ná tökum á við- fangsefninu að engu. Hver mánuður án ákvarðana er dýr. Tíminn fram að kosningum er dauður. Best væri því að flýta þeim. Dauður tími er dýr H vað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elsku- leg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. „Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. „Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. „Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti. Sú síðarnefnda hafði stuttu áður spurt hvaða starf maður ætti að velja sér til að fá að ráða sem mestu. Þá hafði reyndar engin kona verið forsætisráðherra á Íslandi, en svarið lá í augum uppi. Sú fyrrnefnda gekk hins vegar út frá fremur hefðbundnu starfsvali og heyrði það sem henni þótti líklegt að fjögurra ára stelpa myndi segja. Fyrir foreldra, sem vilja halda því að börnunum sínum af báðum kynjum að þau geti orðið hvað sem þau vilja og þurfi ekki að horfa til hefða eða venja um karla- eða kvennastörf, er róðurinn oft býsna þungur. Boðskapur (hluta) samfélagsins um hið gagnstæða er stundum yfirþyrmandi. Leik- fangabúðir þar sem leikföng eru flokkuð í stráka- og stelpudót með tilheyrandi litaskiptingu, klassískar barnabækur þar sem strákarnir taka áhættu og fara í könnunarleiðangur á meðan stelpurnar græja nestið, bleiu- og barnavöruauglýsingarnar þar sem enginn karlmaður yfir átján mánaða aldri sést nokkurn tímann í mynd og þannig mætti áfram telja. Það er þess vegna alveg skiljanlegt að fólk verði snartjúllað yfir bókum eins og þessum bleiku og bláu frá Setbergi, þar sem stillt er upp úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Undir fyrirsögninni „allir hafa sitt hlutverk“ eru stelpur sýndar sópa, ryksuga, baka og vökva. Strákarnir eru hins vegar brattir og hugdjarfir á leiðinni út í geim. Fólk er samt á villigötum þegar það krefst þess að svona bækur verði bannaðar. Á endanum er það alltaf á ábyrgð foreldranna að ala fólk upp. Það er í góðu lagi að lesa fyrir börn klassík úr bókahillunni með skökkum kynhlutverkum af því að það gefur alveg prýðilegt tækifæri til að ræða hvernig einu sinni var litið á hlutverk stráka og stelpna og hvernig það hefur breytzt. Nýjar, bjánalegar bækur má líka lesa með fólki til að skemmta sér yfir því hvað þær eru vitlausar. Um leið ber að fagna útgáfu bóka eins og þeirra sem Kristín Tómas- dóttir hefur skrifað og miða markvisst að því að brjóta niður hefð- bundnar hugmyndir um það hvað stelpur geti, kunni og megi. Sú nýj- asta heitir Stelpur geta allt og byggir á viðtölum við stelpur sem hafa ekki skeytt um gamlar forskriftir að kynhlutverki. Sú spurning vaknar reyndar þegar þessar bækur eru skoðaðar af hverju enginn hafi tekið sig til og talað við flotta stráka, sem hafa líka brotizt út úr hefðbundnu móti og tekið ábyrgð á umönnun smábarna, gerzt leikskólakennarar eða hjúkrunarfræðingar eða skarað fram úr í skúringum, svo eitthvað sé nefnt. Að sumu leyti er heimurinn sem hefðin segir að konur eigi nefnilega enn lokaðri fyrir körlum en karla- heimurinn er fyrir konum. Þeir sem vilja breyta því hvernig strákar og stelpur líta á sjálf sig, hlutverk sitt og möguleika í framtíðinni þurfa bæði að ræða þessi mál við krakkana og ekki síður að vera góðar fyrirmyndir. Stundum kemur jafnvel eitthvað óvænt og skemmtilegt út úr því, eins og þegar lítill gutti lætur ljótu, vöðvastæltu karlana sína berjast með látum, breiðir svo yfir þá þegar þeir eru orðnir þreyttir, syngur þá fallega í svefn og tekur til í herberginu þeirra. Stelpur og strákar geta orðið hvað sem þau vilja: Fossdsráðhirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.