Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 36

Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 36
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR36 Utanríkisráðherra Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún hyggist stíga úr stóli utanríkisráðherra á næstunni. Líklegast þykir að John Kerry, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi demókrata, muni taka hennar stað. Kerry er hokinn reynslu í utanríkismálum og hefur meðal annars gegnt embætti formanns utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar síðustu ár. Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum þótti líkleg til að hreppa hnossið, ekki alls fyrir löngu, en vafasöm frammistaða hennar í kjölfar árásarinnar á sendiráð Banda- ríkjanna í Bengasí í september þótti spilla möguleikum hennar. Hún hefur þó líka verið í umræðunni um næsta þjóðaröryggisráðgjafi forsetans. Varnarmálaráðherra Leon Panetta er sennilega líka á útleið, en, líkt og með Geithner, má gefa sér að hann sitji á meðan leyst er úr fjármálum ríkisins og framlög til varnarmála verði skýrð til framtíðar. Einn helsti undirmaður Panetta, Ashton Carter er talinn líklegur til að stíga upp, en Michele Flournoy, sem er einn af nánustu pólitísku bandamönnum Obama, er jafnvel líklegri, ef hún þá ákveður sjálf að sækjast eftir stólnum. Dómsmálaráðherra Eric Holder hefur verið umsetinn af repúblikunum síðustu mánuði og er líklegur til að stíga til hliðar, þó að það verði ef til vill ekki á næstu mánuðum. Janet Napolitano, sem nú gegnir stöðu heimavarnaráðherra, er sögð hafa mikinn áhuga á að fylla í skarð hans. Fjármálaráðherra Timothy Geithner hefur lýst því yfir að hann muni hætta. Sá sem helst hefur verið nefndur í þessu sam- bandi er Jack Lew, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, en einnig hefur komið til tals að leita fanga á Wall Street. Þar hefur nafn Suzanne Nora Johnson, fyrrverandi yfirmanns hjá Goldman Sachs, borið upp. Geithner verður þó sennilega í stóli þar til gengið verður frá mest aðkallandi málum í ríkisfjármálunum. BREYTINGAR Í RÁÐHERRALIÐI OBAMA Fylgi frambjóðenda eftir þjóðfélagshópum KONUR 11% forskot Obama KARLAR 7% forskot Romney KYN KYNÞÆTTIR HVÍTIR 20% forskot Romney SVARTIR 87% forskot Obama RÓMANSK- ÆTTAÐIR 44% forskot Obama 18-24 ÁRA 24% forskot Obama 25-59 ÁRA 22% forskot Obama 65 ÁRA+ 12% forskot Romney 50-64 ÁRA 5% forskot Romney 30-39 ÁRA 13% forskot Obama 40-49 ÁRA 2% forskot Romney ALDUR UNDIR 50.000$ 22% forskot Obama 50.000-99.999$ 6% forskot Romney YFIR 100.000$ 10% forskot Romney ÁRSTEKJUR BÚSETA STÆRRI BORGIR 40% forskot Obama SMÁBÆIR 14% forskot Romney DREIFBÝLI 24% forskot Romney HEIMILD: AP Þ egar Barack Obama verður settur inn í embætti Bandaríkja- forseta öðru sinni í janúar næstkomandi er ljóst að hans bíða fjölmörg erfið úrlausnarefni. Áður en að því kemur verður hins vegar enginn afslöppun. Þverhnípið Það fyrsta sem liggur fyrir hjá forsetanum er að ná samkomulagi við þingið, þar sem repúblikanar eru við völd, um ríkisfjármál. Þegar greiðslufall stóð fyrir dyrum hjá bandaríska ríkinu í fyrra náðist tímabundið sam- komulag, en með þeim fyrirvara að ef ekki næðist saman til lengri tíma kæmu sjálfkrafa til fram- kvæmda skattahækkanir og flat- ur niðurskurður á ríkisútgjöldum, samtals að upphæð um 500 millj- arða dala. Afleiðingarnar ef farið yrði fram af þessu „efnahagslega þver- hnípi“, eins og það kallast, gætu orðið verulegar. Fjárlagaskrif- stofa Bandaríkjanna spáði því meðal annars í úttekt sem gefin var út á fimmtudag að kæmi til þessa gæti það steypt landinu í annað samdráttarskeið. Repúblikanar líta svo á að skattahækkanir komi ekki til greina og vilja frekar skera niður í útgjöldum til almanna- og sjúkratrygginga. Demókrat- ar standa hins vegar þétt að baki Obama og loforði hans um að framlengja ekki skattaafslætti til þeirra allra hæstlaunuðu. Þrátt fyrir allt er nokkurn sáttatón að heyra, en framhaldið ræðst á næstu sex vikum. Kína, Íran og stríðið Það sem helst liggur fyrir Obama er ógnin sem Bandaríkjamönnum finnst stafa af kjarnorkuáætlun Írana. Spurningin þar snýst um hvort halda eigi áfram á sömu braut með viðskiptaþvingunum, eða hvort draga eigi línu í sandinn sem stjórnvöld í Íran mega ekki stíga yfir, að viðlögðum hernaðar- aðgerðum. Þá er uppgangur Kína á sviði alþjóðaviðskipta, og ekki síður stjórmmála mjög til umræðu í Bandaríkjunum. Í kosningabar- áttunni höfðu bæði Obama og Romney lýst sig tilbúna til að spyrna við fæti gegn auknum áhrifum Kínverja á alþjóðavett- vangi. Svo má alls ekki gleyma því að stríðið í Afganistan stendur enn yfir þrátt fyrir að stefnt sé að því að kalla herliðið heim árið 2014. Margs konar umbætur heima fyrir Loks er í mörg horn að líta innan lands. Obama lofaði í kosninga- baráttunni að efla innlenda fram- leiðslu og fjölga störfum. Forsetinn hefur auk þess lengi talað fyrir umbótum á innvið- um landsins, bæði varðandi sam- göngur og fjarskipti. Þá er vinna hafin við að bæta skólakerfið og hið nýja heilbrigðiskerfi Obama, þar sem öllum íbúum er komið inn í heilbrigðistryggingakerfi, verð- ur innleitt að fullu á næstu miss- erum. Að endingu eru það orkumál- in, en Obama hefur staðið fyrir því að auka hlut umhverfisvænni orkugjafa og hertum reglugerðum um umhverfisvottun ökutækja. Hnattræn hlýnun kom lítt til tals í nýafstaðinni kosningabar- áttu, en mat margra er að Obama muni taka ákveðnari skref í þeim málum á seinna kjörtímabili sínu. Það verður því engin lognmolla hjá Obama og hans fólki, hvort sem litið er til næstu daga, vikna, mánaða eða ára. Næstu ár ættu því að verða viðburðarík. Krefjandi tímar fram undan Barack Obama fær ekki mikinn tíma til að fagna eftir kosningasigurinn á dögunum. Fram undan eru mörg krefjandi og erfið mál, meðal annars tengd ríkisfjármálum, atvinnu- og utanríkismálum, og andstæðingar hans í röðum repúblikana í þinginu munu trauðla greiða götu hans frekar en þeim gerist þörf. Þorgils Jónsson kynnti sér næstu skref á forsetaferli Obama. Miðað við að margir álitsgjafar í bandarískum fjölmiðlum hafi fram á síðustu daga talað eins og kosningarnar yrðu tvísýnar var sigur Obama frekar afgerandi. Hans liðsmenn voru hins vegar allan tímann vissir um að hafa lagt baráttunna rétt upp. David Axelrod og félagar í kosn- ingaliðinu lögðu mikla áherslu á að ná til hópa sem væru líkleg- ir til að kjósa Obama, og ekki síst að koma því fólki á kjörstað. Konur, ungt fólk og minnihlutahópar, einkum í lykilríkjunum margumtöluðu, voru hvött til þátttöku og tugir þúsunda sjálf- boðaliða gengu hús úr húsi eða hringdu til að finna fleiri lík- lega stuðningsmenn. Lið Obama segist hafa skráð 1,8 milljónir nýrra kjósenda fyrir kosningarnar, sem er nær tvöfalt meira en 2008. Ekki var laust við að Obama hafi valdið mörgum stuðnings- mönnum sínum frá kosningunum 2008 vonbrigðum í mörgum málum og því erfitt að leggja aftur upp í baráttu undir for- merkjum vonar og umbóta, „Hope and Change“. Liðsmenn for- setans gættu þess því að leggja kjörið alls ekki upp sem mat á fyrra kjörtímabilinu, heldur sem val á milli hans og Mitts Rom- ney. Því drógu þeir upp mynd af Mitt Romney sem auðmanni sem kærði sig aðeins um að gæta hagsmuna hinnar ríkustu, jafn- vel áður en Romney hafði tryggt sér útnefningu Repúblikana- flokksins. Romney gerði sjálfum sér engan greiða með því að láta standa sig að því að tala um tæpan helming þjóðarinnar sem eins konar þurfalýð sem reiddi sig á stuðning ríkisins. Ýmsir ytri þættir hjálpuðu einnig til við að tryggja Obama endurkjör, þar á meðal betra útlit í efnahagsmálum. Loks urðu viðbrögð Obama við fellibylnum Sandy til þess að sýna kjósend- um fram á að hann gat sameinað fólk á erfiðum tímum. Repúblikanar vöknuðu upp við vondan draum á miðvikudag þar sem lýðfræðileg þróun bandarísku þjóðarinnar er þeim mjög í óhag. Því þurfa þeir í næstu kosningum að leitast við að höfða til fleiri þjóðfélagshópa. Hvaða áhrif það mun hafa á stefnu repúblikana er þó enn óljóst. ■ BREIÐFYLKING OBAMA TRYGGÐI SIGURINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.