Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 10.11.2012, Qupperneq 40
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR40 Þ að var svo heitt í Ungverjalandi að ég varð að flytja í burtu,“ segir Szil- veszter kíminn og hlær. Hann útskýrir í kjölfarið að hann hafi ekki getað fengið vinnu í heimabæ sínum sem fimleikaþjálfari og það hafi orðið til þess að þau hjónin hófu að skoða þann möguleika að flytja annað. Honum bauðst starf í Búdapest en segir það ekki hafa heillað mikið þar sem fjölskyldan hefði ekki getað komið með honum, auk þess sem hann sé ekki mikill aðdáandi borgarinnar. Þegar honum barst tilboð frá Gróttu þótti þeim hjón- um hugmyndin um Ísland spenn- andi. Þau pökkuðu því saman og fluttu hingað í ágúst 2012, ásamt dætrum sínum tveimur. Hæfileikar á Íslandi Szilveszter segir fimleikaheim- inn á Íslandi um margt öðruvísi en í Ungverjalandi. Hér séu til að mynda fleiri börn sem stundi íþróttina en þó séu fleiri sem fari í keppnir og atvinnumennsku í föðurlandi hans. „Hér eru mörg börn sem koma í fimleika til að hafa gaman. Það er alveg frábært. Í Ungverjalandi er alltaf verið að leita að þeim sem skara fram úr og þau börn eru tekin og þeim kennt áfram. Hin skipta engu máli,“ Ólympíumeistari kennir hæfileikaríkum Íslendingum Eftir að hafa stundað fimleika í 28 ár og unnið til allra helstu verðlauna í hringjum býr Szilveszter Csollány nú á Íslandi og kennir fimleika. Tinna Rós Steinsdóttir settist niður með honum og spjallaði um verðlaunin, íþróttina og lífið á Íslandi. HRINGIRNIR HANS ÁHALD Szilveszter ákvað snemma að einbeita sér að hringjunum því þeir lágu vel fyrir honum. Í gegnum tíðina hefur hann þó keppt í öllum sex greinunum í áhaldafimleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkustu verðlaun Szilveszter hlaut hann árið 2000 þegar hann landaði Ólympíugullinu í hringjum. Hann hafði lent í öðru sæti á Ólympíuleikunum 1996 og í því sjötta árið 1992. „1992 lenti ég líka í sjöunda sæti í stökki. Það kom mér mikið á óvart og ég sprakk eigin- lega bara úr hlátri,“ segir Szilveszter en hringirnir voru alltaf hans aðaláhald þrátt fyrir að hann hafi keppt á öllum sex áhöldunum í gegnum tíðina. „Fólk hefur oft spurt mig af hverju ég hafi valið hringina en það má eiginlega segja að þeir hafi valið mig. Þeir lágu bara best fyrir mér. Ég var 12 ára þegar ég hélt mér í fyrsta skipti í kross. Þá áttaði ég mig á því að ég væri kannski frekar góður því venjulegir 12 ára krakkar geta það ekki,“ rifjar Szilveszter upp, en það er talin vera erfiðasta æfingin í hringjunum. „Ég er með það mark- mið að geta haldið mér í kross aftur í lok vetrar,“ segir hann en formið hefur greinilega slaknað ögn frá verðlaunaár- unum, þó það sé ekki á honum að sjá. Spurður um hver uppáhaldsverð- launapeningurinn hans sé segist hann verða að velja gullpeninginn sem hann vann á heimsmeistaramótinu 2003 í Ungverjalandi. „Það voru síðustu stóru verðlaunin sem ég átti eftir að vinna. Ég hafði fengið silfur á þessum mótum í fimm ár á undan og í þetta skipti var það haldið í heimalandinu mínu. Það bjuggust allir við því að ég myndi vinna því ég var Ólympíuhafi og á heimavelli. Það var ólýsanleg tilfinning þegar ég fékk peninginn um hálsinn á heimavelli. Hann var síðasta púslið sem mig vant- aði í myndina svo ég gat sagt skilið við atvinnumannsferilinn hamingjusamur og fullnægður,“ segir hann. Hefur unnið gullverðlaun á öllum stærstu mótum heims Gullið á Heimsmeistaramótinu 2003 uppáhaldsverðlaunapeningurinn. Hann var síðasta púslið í myndina. Szilveszter er ekki bara að þjálfa börn í fimleikum hjá Gróttu, heldur full- orðna líka. Fullorðinsfimleikar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi að undanförnu en Szilveszter leggur mikið upp úr því að annast hvern ein- stakling persónulega. „Ef ég er með fleiri en 10-12 í hóp er ég alltaf með aukakennara með mér. Ég vil að fólk nái árangri og mæti í tíma til mín því það græðir eitthvað á því,“ segir hann. Fimleikar eru mjög erfið íþrótt og mikilvægt að fólk þekki líkama sinn vel. Það þarf mikinn líkamlegan styrk til að gera æfingarnar og því mikilvægt að byrja á því að byggja líkamann upp hægt og rólega. Szilveszter býður því upp á fjölbreyttar styrktaræfingar og þrek nokkrum sinnum í viku. Hann býður einnig upp á þá nýjung að vera með fullorðinstíma á morgnana. „Ég veit alveg hvað fólk er upptekið og oft erfitt að komast frá á kvöldin. Ég er alltaf laus á morgnana svo mér fannst sjálfsagt að prófa að bjóða upp á tíma þá líka,“ segir hann. Hægt er að fá frekari upplýsingar um tímana hjá honum með því að senda tölvupóst á netfangið csollany. szilveszter@gmail.com. FIMLEIKAÞJÁLFUN FYRIR FULLORÐNA segir hann og bætir við að það sé í kjölfarið möguleiki á að halda sér og fjölskyldu sinni uppi sem fim- leikaþjálfari hér á landi, en það sé ekki möguleiki nema fyrir örfáa í Ungverjalandi. Að mati Szilveszters er mikla fimleikahæfileika að finna í íslenskum börnum. „Ég sá til að mynda stelpurnar vinna Evrópu- meistaramótið í hópfimleikum á dögunum. Þær voru rosalega góðar og heilluðu mig þvílíkt. Þó hópfimleikar sé í raun önnur íþrótt en áhaldafimleikar er þetta samt gott dæmi um alla hæfileikana sem leynast hérna,“ segir hann. Hann hefur fulla trú á að Íslend- ingar eigi eftir að eiga fleiri full- trúa á Ólympíuleikunum í fimleik- um á komandi árum, en enn sem komið er er Rúnar Alexanders- son sá eini sem hefur siglt undir íslensku flaggi þar. Hann keppti á bogahesti og náði sínum besta Ólympíuárangri í Aþenu árið 2004 þegar hann lenti í 7. sæti. „Það er ekkert grín að ala börn upp til að verða Ólympíumeistarar. Tak- mörkin til að komast á leikana til að byrja með eru rosaleg. Til að krakkar nái árangri er ekki nóg að þeir mæti á æfingar og hafi hæfileika heldur skiptir bakland- ið gríðarlegu máli, foreldrarnir. Þeir þurfa að vita hvenær þarf að þrýsta á krakkana og hvenær þarf bara að vera til staðar og styðja þau,“ segir hann. Kennsluaðferðirnar hér á Íslandi eru ekki eins og í Ungverjalandi þó Szilveszter taki enga afstöðu til þess hvor leiðin virki betur. „Fim- leikar eru þjóðaríþrótt í Ungverja- landi og þar af leiðandi fleiri sem lifa og hrærast í fimleikaheiminum og þekkja íþróttina kannski betur. Aðstaðan hér er samt mun betri,“ segir hann. Szilveszter kann vel við sig á Íslandi og segir líklegt að hann sé kominn til að vera. „Land- ið er svo fallegt að ég er oft agn- dofa þegar ég kem á nýja staði. Áður en ég kom var búið að vara mig við myrkrinu sem er alltaf hér á veturna en það truflar mig ekki neitt,“ segir hann. Menninguna í Ungverjalandi segir hann vera mun svipaðri íslenskri menningu en til dæmis bandarískri eða kínverskri. „Tungumálið er auðvitað gjörólíkt en ég er farinn að kunna helstu orðin tengd fimleikum og get leið- beint fólki í fimleikasalnum. Það er ágætis byrjun,“ segir hann og hlær. Stórstjarna í Ungverjalandi Hann segist ekki hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hann kom til Íslands, en margir hafi þekkt hann í föðurlandinu. „Ég gat ekki farið út að borða án þess að vera beðinn um eiginhandaráritanir og mátti í raun ekkert fara eða gera án þess að eiga það á hættu að það kæmi í blöðun- um daginn eftir. Ég átti orðið ekk- ert einkalíf og það var orðið svo- lítið þreytandi,“ segir hann. „Mér fannst skemmtilegt að fara um og gera heimskulega hluti áður en ég varð þekkt andlit og vildi bara fá að vera það áfram. Mér fannst ég ekkert hafa breyst við það að vinna þessi verðlaun. Þetta var bara vinn- an mín og ég gerði hana vel, það er allt og sumt,“ bætir Szilveszter við hógvær. Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Kyrrðardagar verða haldnir 15.-22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa - Leikfimi - Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Haraldur Erlendsson yfirlæknir og Pétur Pétursson guðfræði- prófessor auk sérhæfðra leiðbeinenda og ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum sjá um Kyrrðardaga. Verð frá 9.900 kr. pr. dag. Kyrrðardagar eru fyrir þá sem vilja sinna andlegri og líkam- legri heilsu og fá skjól til að rækta sinn innri mann. Berum ábyrgð á eigin heilsu Kyrrðardagar í Hveragerði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.