Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 74

Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 74
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR42 Eiríkur lagðist í framhaldinu í rannsóknir og smám saman fór sagan að taka á sig mynd. Sögu- hetjurnar voru dregnar skýrari dráttum, bæði þær þrjár sem hér hafa verið nefndar og svo forfeð- ur Agnesar í Litháen, gyðingar og Litháar, en þeir fyrrnefndu, sem voru stór hluti íbúa Jurbarkas fyrir stríðið, voru þurrkaðir út í stríð- inu. Stokkið er fram og til baka í tíma og rúmi í bókinni sem meðal annars er brotin upp með stað- reyndum um helförina og frásögn- um af æskuárum söguhetjanna. Sögumenn eru margir og á köflum hittir lesandi fyrir höfundinn sem ávarpar lesandann og biður hann að missa ekki þolinmæðina. Heillandi heimur barnsins „Bókin var nú samt miklu kaót- ískari í fyrstu gerð. Þá blandaði ég öllum þessum þráðum meira saman en það gekk ekki upp og ég endurskipulagði hana alla upp á nýtt. Svo breyttust hlutverk sögu- hetjanna. Nýnasistinn Arnór átti í fyrstu ekki að taka svona mikið pláss en mér fannst hann bara svo áhugaverður að ég varð að gefa honum meira pláss og segja frá uppruna hans,“ segir Eiríkur Örn sem setti Arnór niður í sinn heimabæ, Ísafjörð. „Það er svo- lítið erfitt að skrifa um karaktera sem maður er í grunninn ósam- mála og hafa skoðanir sem maður hefur í raun ógeð á. Til þess að þannig persóna verði ekki bara einvíður karakter og það skíni í gegn að maður er að búa til brúðu sem hægt er að hrækja á, er nauð- synlegt að hafa einhvers konar samúð með persónunni. Og hana fann ég með því að tengja Arnór sjálfum mér. Ég er Ísfirðingur eins og hann og hann var í Berl- ín eins og ég. Ég velti því fyrir mér ef ég væri nýnasisti – hvers konar nýnasisti væri ég þá? Og ég bjó þannig um hnútana að ef hann væri til, þá væri hann einhver sem ég þekkti. Ég var fastagestur á bókasafninu þar sem hann dvelur löngum stundum og Arnór er fædd- ur í sama herbergi og bróðir minn. En það er ekki eins og við höfum alist upp eins, ég er úr stórri fjöl- skyldu, hann alinn upp af einstæðri móður.” Bókin er fjölradda eins og fram hefur komið, einn sögumaðurinn er ómálga barn. „Barnið heillaði mig, vitund þess er að verða til og það er áhugavert að velta fyrir sér sjónar- horni þess á heiminn og heimsins á það. Þessi bók fjallar líklega um það að horfa, hvernig er horft á þig og hverju það breytir fyrir mann,“ segir Eiríkur sem viðurkennir fús- lega að það hafi haft áhrif á hann að hann eignaðist barn á ritunar- tíma sögunnar og fylgdist með því vaxa og þroskast. Á meðal finnskra nýnasista Illska er skrifuð á nokkrum árum og í nokkrum löndum. „Ég skrifaði hana á Íslandi en líka í Svíþjóð og Finnlandi. Ég var því útlendingur á meðan ég var að skrifa hana sem hjálpaði mér, sérstaklega var ég mikill útlendingur í Finnlandi. Við bjuggum í borginni Oulu í norður- hluta landsins. Þar eru ekki margir sænskumælandi og maður var að reyna að ráða fram úr fyrirsögnum blaða á finnsku til að fylgjast með. Síðan var sérstakt að upplifa þar, og það tengdist efni bókarinnar, hversu áberandi nýnasistaklíkur eru á þessum slóðum. Út um allt voru bæklingar þar sem fjallað var um nauðsyn þess að halda Finn- landi hreinu og veggjakrot um það sama. Við veltum alvarlega fyrir okkur hvort við ættum að setja skírnarnöfn konunnar minnar og sonar á dyrabjölluna þarna. Þau heita Nadja og Arim, nöfn sem bæði hafa arabískan hljóm, og end- Hér á landi var aldrei fjallað öðru- vísi um Litháa en í tengslum við glæpa- starfsemi. Og mig fór að langa til þess að skrifa um löghlýðinn Litháa I llska er heiti nýútkom- innar bókar Eiríks Arnar Norðdahl. Í henni segir frá Agnesi, Ómari og Arnóri, sambandi þeirra hvers við annað og sambandi þeirra við söguna. Sagan hverfist um Agnesi, háskólastúdent með hel- förina á heilanum. Hún er ættuð frá Litháen, foreldrar hennar eru þar fæddir og aldir upp og þar er sögusvið dramatískra atburða í fortíð fjölskyldu hennar. Eiríkur Örn segir forvitni sína um Litháen hafa vaknað þegar hann var staddur á Rithöfunda- þingi í bænum Jurbarkas. „Ég komst að því í þeirri ferð að ég vissi lítið um Litháen, en var hins vegar alltaf að rekast á fólk sem vissi mjög margt um Ísland. Ég sá að það var ýmislegt sam- eiginlegt með þjóðunum. Þær telj- ast til smáþjóða, þó að Litháen sé óneitanlega miklu fjölmennara en Ísland, og svo halda þjóðirnar því báðar nokkuð á lofti að tungumál þeirra hafi haldist óbreytt í ald- anna rás. Á þessum tíma, 2008, var hins vegar helsta mynd okkar af Litháum sú að þeir væru glæpa- lýður. Hér á landi var aldrei fjallað öðruvísi um Litháa en í tengslum við glæpastarfsemi. Og mig fór að langa til þess að skrifa um löghlýð- inn Litháa, venjulegan Litháa sem býr í landi þar sem litið er á landa hans sem glæpamenn.“ Helförin þögguð í Jurbarkas Í framhaldi af heimsókn Eiríks til Litháen fór hann að kynna sér sögu landsins og bæjarins þar sem hann hafði dvalið. „Þá komst ég að því að þar höfðu mjög dramatískir atburðir átt sér stað í heimstyrjöld- inni síðari. Og sú saga hafði mjög mikil áhrif á mig, mér fannst svo sérstakt hvernig helfararhluti Jur- barkas var lítt sýnilegur ferða- mönnum á meðan mikið var gert úr nýafstaðinni valdatíð Sovétríkj- anna á þessum slóðum. Jurbar- kas var vettvangur hörmulegra atburða í heimsstyrjöldinni, en að því komst ég fyrst þegar ég fór að kynna mér sögu bæjarins.“ Ef ég væri nýnasisti … Eiríkur Örn Norðdahl er sestur að á Ísafirði eftir áralanga dvöl í útlöndum. Sigríður Björg Tómasdóttir sló á þráðinn til Eiríks Arnar sem sagði henni frá nýútkominni bók sinni Illsku, dvöl meðal nýnasista í Finnlandi og sambandi við lesendur. EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL Getur ekki hugsað sér að búa annars staðar á Íslandi en á Ísafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bækurnar sem gerðu mér ljóst hvað bókmenntir gætu verið stórkostlegar (og hvað ég var gamall þegar ég las þær): 1. Þúsund og ein nótt – 10 ára 2. Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostój- evskí – 17 ára 3. Naked Lunch eftir William S. Burroughs – 21 árs 4. A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess – 25 ára 5. The Selected Writings of Gertrude Stein – 30 ára Bækurnar sem höfðu slík áhrif á Illsku að án þeirra hefði hún aldrei orðið sama bókin: 1. A Diary of a Bad Year eftir J.M. Coetzee 2. Stranger in a Strange Land eftir Robert A. Heinlein 3. The Jewish Mess iah eftir Arnon Grunberg 4. White Noise eftir Don DeLillo 5. Reality Hunger eftir David Shields Bækur sem ég hef lesið síðustu sex mánuði og hafa breytt mér: 1. The World According to Garp eftir John Irving 2. Noone Belongs Here More Than You eftir Miranda July 3. Eeeee eee eeee eftir Tao Lin 4. Salmonella Men on Planet Porno eftir Yasutaka Tsutsui 5. Z – ástarsaga eftir Vigdísi Gríms- dóttur, sem ég byrjaði reyndar bara á henni í gærkvöldi [á þriðjudag]. ■ FRÁ ÞÚSUND OG EINNI NÓTT TIL Z ÁSTARSÖGU uðum á því að setja bara eftirnöfn- in,“ segir Eiríkur en hin sænska kona hans Nadja er háskólastúdent sem nú er að ljúka meistaranámi í alþjóðavæðingu og menntun. Reykjavík er erfið Fjölskyldan er nú flutt til Íslands eftir áralanga dvöl í Svíþjóð og Finnlandi. „Við fluttum til Íslands í sumar, vorum þrjá mánuði í Stykk- ishólmi þar sem ég hafði fengið úthlutað listamannaíbúð, en núna erum við að koma okkur fyrir hér á Ísafirði og verðum hér um sinn. Ég var að kaupa eldavél, það hlýtur að þýða að ég verði hér að minnsta kosti í eitt ár,“ segir Eiríkur Örn og svarar því til að ekki hafi komið til greina að setjast að í Reykjavík. „Mér finnst Reykjavík svo erfið, hún virkar ekki. Almenningssam- göngur eru svo lélegar og hún er of stór til að vera bíllaus.“ Eiríkur er eigi að síður regluleg- ur gestur í höfuðborginni og mun bráðlega leggja land undir fót til að fylgja Illsku eftir. Bókin kom út fyrir nokkrum vikum og segir Eiríkur Örn gaman hversu góðar viðtökur hún hefur fengið. „Ég hef fengið mikið af bæði tölvu- pósti og skilaboðum á Facebook, ég hef aldrei heyrt jafn mikið frá lesendum mínum og vegna þessar- ar bókar. Hún fékk líka glimrandi dóma í Kiljunni sem hefur greini- lega mikil áhrif. Síðasta bók mín, Gæska, fór hryllilega út úr þeim þætti og þá var það bara búið, skipti þá ekki máli þó að hún fengi góða dóma annars staðar.“ Spurður hvort hann hafi með- vitað reynt að skrifa bók sem næði lesendum á sitt band segir Eiríkur að hann hafi fengið nóg af því að skrifa erfiðar bækur. „Ég hef gefið út erfiðar og undarlegar ljóðabæk- ur og ef ég hefði þurft að skrifa fleiri þannig bækur hefði ég gert það. Mér finnst sjálfum áhugavert að lesa erfiðar bækur, en maður þarf að vera mjög dedikeraður les- andi til þess að það virki. Það er margt gott að segja um hinn erf- iða lestur en það þurfa ekki allar bækur að vera þannig.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.