Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 76

Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 76
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR44 Tveimur dögum eftir að Jörundur hundadagakóngur lýsti sig „hæst- ráðanda til sjós og lands“ á Íslandi í júní 1809 sat hann matarboð hjá Ólafi Stefánssyni í Viðey ásamt þeim Samu- el Phelps kaupmanni og William Jack- son Hooker grasafræðingi. Hooker segir frá heimsókninni í dagbók sinni sem gefin hefur verið út. Borðhaldið var að sögn Hookers ekki flókið í sniðum. Á dúkinn var aðeins lagður diskur, hnífur og gaff- all, vínglas og flaska af rauðvíni fyrir hvern gest, auk kryddgrindar sem fyllt var af sykri. Síðan voru réttirnir born- ir inn hver af öðrum. Fyrst súpa gerð úr sagógrjónum, rauðvíni og rúsínum. Voru skammtaðir tveir fullir diskar. Þegar hún hvarf af borðinu voru born- ir inn tveir stórir laxar, soðnir og skornir í sneiðar, með bráðnu smjöri sem var blandað ediki og pipar. „Mjög ljúffengt,“ segir Hooker og bætir við að nú hafi gestirnir haldið að máltíð- inni væri lokið. Svo var ekki. Næst var borin inn full tarína af harðsoðn- um eggjum kríu eða stórþernu og tylft þeirra látin á hvern disk. Með þessu var rjómi blandaður sykri. „Við báð- umst þráfaldlega undan því að ljúka við öll eggin af diskum okkar,“ segir Hooker en Ólafur hafi ekki tekið það í mál. Þeir væru gestir hans í fyrsta skipti og yrðu að hlíta hans reglum. Þegar þeir kæmu næst gætu þeir haft það eins og þeir vildu. Ekki höfðu gest- irnir fyrr innbyrt eggin og rjómann en inn var borin hálf kind, vel steikt. „Það var til einskis að segja gestgjafa okkar að við hefðum þegar borðað meira en við hefðum gott af,“ segir Hooker mæðulega. Og enn var mál- tíðinni ekki lokið, því næst voru born- ar inn þykkar vöfflur. Að auki var sett á borðið norskt kex og hleifar úr rúgi. Rauðvínsflöskurnar urðu gestirnir að tæma og síðan drekka kaffi. En áður en gestir fengu að standa upp var borin inn stór skál með rommpúnsi og það veitt vel í stórum glösum þar til skálin var tæmd. Það tók „drjúga stund að jafna sig eftir þetta óhóf,“ segir Hooker og kveðst síðar hafa sagt Trampe stift- amtmanni frá málsverðinum. Hafi hann þá sjálfur sagst hafa upplifað álíka boð hjá Ólafi, þegar honum var fyrst boðið til Viðeyjar. Hafði þá verið borin fram súpa sem soðin hafði verið úr heilum uxa. Auður, völd og ættir á Íslandi Í bókinni Íslensku ættarveldin – Frá Oddaverjum til Engeyinga eftir Guðmund Magnússon, sagnfræðing og blaðamann, er skyggnst inn í heim valdafjölskyldna fyrr og nú og varpað ljósi á lífshætti þeirra, innbyrðis átök og hjónabönd. Í bókinni eru af- hjúpaðir innviðir íslensks samfélags og horft inn í heim sem flestum er framandi. Hér er gripið niður í bókina á þremur stöðum. Í VIÐEY Valdaættirnar skipust á að eiga Viðey sem varð tákn um auð og völd eigendanna. Hér má sjá Pétur J Thor- steinsson kaupmann og fjölskyldu hans í heimsókn hjá Eggert Briem í Viðey sumarið 1903. SUMARHÚS Glæsilegt sumarhús Halldórs H. Jónssonar við Hreðavatn. Staðsetning bústaðarins í landi Skógræktar ríkisins varð umdeild. Eftir seinna stríð varð algengt að fólk í góðum efnum kæmi sér upp sumar- húsum. Vandaðir bústaðir og veglegir urðu stöðutákn. Eftirlætisstaður hinna efnameiri var við Þingvallavatn. Þar risu til að mynda sumarhús afkomenda og venslafólks þeirra sem hér hafa verið til umfjöllunar, Hallgríms Benedikts- sonar, Ólafs Þ. Johnson, Garðars Gísla- sonar og Ingvars Vilhjálmssonar; þar áttu og bústaði Ólafur Thors og Kjartan bróðir hans og síðar afkomendur þeirra. Sumar fjölskyldur, eins og til dæmis Sveinn Benediktsson og börn hans hans, höfðu eignast stórar landareign- ir á þessu svæði og byggðu sumarhús á þeim (Ölfus vatn), aðrar beittu áhrifum sínum og samböndum í valdakerfinu til að fá að byggja á jörðum í eigu ríkisins, jafnvel innan sjálfs þjóðgarðsins, og skapaði það mikla óánægju þegar sum fallegustu svæði þessa söguríka staðar og náttúruperlu voru þannig tekin frá handa forréttindahópum þjóðfélagsins. Óánægju vakti líka þegar Skógrækt rík- isins leyfði Halldóri H. Jónssyni og síðar Jóni Ingvars syni að byggja sér stóra og mikla sumarbústaði á fallegustu stöð- unum við Hreðavatn, þótt reglur segðu að engir bústaðir skyldu heimilaðir í skógræktar löndunum. Bifreiðar af betri gerð voru annað stöðutákn efnafólks á öldinni sem leið. Þegar bifreiðaeign fór að verða almenn á sjöunda áratugnum varð keppikefli að eiga eins lágt bílnúmer og kostur var á. Úr lágu númeri mátti lesa að á ferð væri afkomandi einhvers betri borgara sem haft hefði efni á að eignast bíl þegar höfðingjar einir gátu það. Vakað var yfir því að lág númer færu ekki úr fjöl- skyldunni og við uppgjör dánarbúa var mörg rimman háð út af þeim. En ný ríkir buðu gjarnan hátt verð fyrir númer in; freisting sem ýmsir blankir af ríku fólki komnir féllu fyrir. Fyrr á öldum báru íslenskir höfðingjar skjaldarmerki til að auglýsa tign, völd og ríkidæmi. Að sumu leyti gegndu lágu bílnúmerin sama hlutverki þangað til núverandi fast- númerakerfi kom til sögu seint á níunda áratugnum. Í samantekt um efnið í Helg- arpóstinum sumarið 1979 var talað um „reykvíska númeraaðalinn“. Nokkrar fjölskyldur af þekktum ættum áttu flest lág númer. Sérstaklega voru þau áberandi hjá Thorsurunum og afkomendum stórkaupmannanna Garð- ars Gíslasonar og Hallgríms Benedikts- sonar. Árið 1979 var R-7 í eigu Björns Thors blaðamanns, komið frá föður hans Kjartani sem reyndar ók aldrei bifreið; R-30, hið gamla bílnúmer Thors Jens- en og Ólafs Thors, var í eigu Thors Ó. Thors; R-42 og R-43 voru í eigu banka- stjóranna Stefáns Hilmarssonar og Stef- áns Sturlu Stefánssonar sem giftir voru inn í Thorsfjölskylduna; R-44 átti Inga, dóttir Stefáns Hilmarssonar, R-46 Ólaf- ur B. Thors, R-54 Þórður Thors og R-57 Jón Thors. Synir Garðars Gíslasonar, Bergur og Kristján, áttu númerin R-62 og R-37 sem Jón sonur Kristjáns erfði síðan. Börn Hallgríms Benediktssonar, Geir, Ingileif og Björn, áttu bílnúmer- in R-32, R-52 og R-92. Þá má nefna að Stephan Stephensen kaupmaður, eigandi Viðeyjar, átti númerið R-19. Þátttaka Ólafs og Thors Thors í stjórnmálum var meginástæða þess að Kveldúlfur varð umdeildasta fyrirtæki á Íslandi. Óvild í garð Thorsfjölskyldunnar, sem greinileg var í blöð- um vinstriflokkanna, var af sömu rótum sprott- in. Andstæðingarnir voru ósáttir við að sjóðir Kveldúlfs væru notaðir til að fjármagna kosn- ingabaráttu þeirra bræðra. Þáttaskil virðast hafa orðið í viðhorfum manna í þessu efni þegar Thor Thors var fyrst kjörinn á þing fyrir Snæ- fellinga sumarið 1933. Hafði Thor þá notað fé frá Kveldúlfi ótæpilega til að greiða götu sína. Sagði Jónas Jónsson frá Hriflu síðar að þegar þarna hefði verið komið sögu hefðu menn áttað sig á að grípa þyrfti til ráðstafana til að halda þessu mikla veldi í skefjum. Eitt af því sem Thorsbræðrum var borið á brýn í hinum hörðu deilum um Kveldúlf á fjórða áratugnum, og raunar löngum síðar, var að þeir margfölduðu ágóða sinn af saltfisk sölunni í Suður-Evrópu með því að eiga sjálfir með leynd hlut í umboðsfyrirtækjunum sem keyptu fisk- inn af Kveldúlfi og síðar SÍF, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Þessum ágóða væri ekki skilað heim heldur væri hann lagður inn á leynireikninga erlendis. Bæði Ólafur og Thor Thors sáu ástæðu til að neita þessu opin- berlega. Á Varðarfundinum í janúar 1937 sagði Ólafur til dæmis að þessar ásakanir væru „bein og tilhæfulaus ósannindi“. Í bókinni Thorsar- arnir, sem kom út haustið 2005, var upplýst í fyrsta sinn að fótur var fyrir þessum sögum. Við athugun höfundar á einkaskjölum Richards Thors, sem mörg höfðu varðveist þrátt fyrir fyrirmæli hans um að þeim yrði eytt eftir sinn dag, kom fram að hann átti persónulega stóra hluti í umboðsfyrirtækjum Kveldúlfs á Ítalíu og á Spáni. Ekkert hefur komið fram sem sýnir að bræðrum hans hafi verið kunnugt um þetta. Skjöl Richards Thors geymdu upplýsingar um fleira sem leynd hvíldi yfir. Hann reyndist geyma talsvert fé á bankareikningum erlend- is, mest í Westminster Bank í London, þar sem hann var tíðförull gestur, oft í opinberum erind- um sem samningamaður íslenskra stjórnvalda. Reikningurinn var á nafni vinar hans og sam- starfsmanns á Spáni, Ole Lökvik, sem útbúið hafði til vonar og vara yfirlýsingu um að féð á reikningnum væri eign Richards. Það nam í nóvember 1936 þrjátíu þúsund sterlings pundum sem var gífurlegt fé á þeim tíma. Íbúð átti Rich- ard í Barcelona á Spáni, en þar hafði hann jafn- an viðkomu í Spánarferðum á vegum Kveld- úlfs. Á stríðsárunum áttu Richard og bræður hans, Kjartan, Ólafur og Haukur, leynilega gjaldeyris reikninga í Chase Manhattan Bank í Bandaríkjunum og lögðu inn á þá hluta af því fé sem Kveldúlfur fékk fyrir lýsi og mjöl frá Hjalteyrarverksmiðjunni á markaði vestan- hafs. Þetta fé gagnaðist til að halda uppi fjölda ungs fólks úr Thorsfjölskyldunni sem dvaldi í Bandaríkjunum á stríðsárunum. Og féð kom sér vel þegar Thor Thors, nýskipaður sendiherra í Washington, beið óþolinmóður eftir því 1941 að stjórnvöld útveguðu sér og sendiráðinu hús- næði. Keypti hann þá einbýlishús fyrir eigin reikning og leigði sendiráðinu til bráðabirgða skrifstofurými í bílskúrnum við húsið. Á þessum tíma voru ströng gjaldeyrishöft við lýði á Íslandi og skylt var að skila heim öllum erlendum gjaldeyri. Óheimilt var að festa fé í fasteignum erlendis. THORSBRÆÐUR Bræðurnir Haukur, Ólafur og Richard Thors á velmektarárum sínum. Veisla í Viðey sumarið 1809 Thorsarar á svig við lög og reglur Stöðutákn á 20. öld
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.