Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 82

Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 82
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR50 Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, dóttur, tengdamóður, systur og ömmu, ERLU SIGURDÍSAR ARNARDÓTTUR Þorláksgeisla 49. Halla Karen Jónsdóttir Andri Már Óttarsson Elín Klara Jónsdóttir Kolbeinn Lárus Sigurðsson Hjálmar Gauti Jónsson Halla Hjálmarsdóttir Helga Eygló Guðjónsdóttir Jóna Hlín Guðjónsdóttir Embla Eir Oddsdóttir Hekla Andradóttir Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI S. VALGARÐSSON húsasmíðameistari, Smáragrund 21, Sauðárkróki, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin auglýst síðar. Jakobína R. Valdimarsdóttir Ragnar Þór Kárason Freyja Jónsdóttir Linda Dröfn Káradóttir Ragnar Grönvold Kári Arnar Kárason Kristín Inga Þrastardóttir og barnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ARON KRISTJÁN BIRGISSON lést að heimili sínu sunnudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju miðviku- daginn 14. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Anna María Ámundadóttir Birgir Sumarliðason Lára Birgisdóttir Björn Ólafsson Bríet Birgisdóttir Björn Gunnlaugsson Rósa Björnsdóttir Anna María Björnsdóttir Amalía Björnsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGVELDAR EINARSDÓTTUR Álfabergi 14, Hafnarfirði. Trausti Sveinbjörnsson Björn Traustason Helga Halldórsdóttir Bjarni Þór Traustason Sigrún Ögn Sigurðardóttir Ólafur Sveinn Traustason Eydís Eyþórsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR I. MAGNÚSSON húsasmíðameistari, Álfabrekku 9, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Guðrún Sigurðardóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigurður Pálsson Þórarinn Magnús Guðmundsson Sigurlaug Guðmundsdóttir Níels Adolf Ársælsson Hjördís Guðmundsdóttir Birna Guðmundsdóttir Guðni Þór Sigurjónsson Birgir Heiðar Guðmundsson Helena Björk Pálsdóttir afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur og systur, JÓNÍNU ÓLAFSDÓTTUR Melás 11, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E á Landspítalanum ásamt heimahjúkrun Karitas fyrir góða umönnun og einstaklega hlýtt viðmót. Hafþór Árnason Sigríður Kristín Hafþórsdóttir Magnús Már Magnússon Hanna Björk Hafþórsdóttir Sveinbjörn Hólmgeirsson Ólafur Árni Hafþórsson Hanna Sigrún Steinarsdóttir Helga María Hafþórsdóttir Sigríður Benediktsdóttir Sigurvin Ólafsson Svandís Sigurðardóttir Ríkey, Ísak, Bergur, Sara, Hafþór, Freyr og Aníta Máney. Elskuleg systir mín og mágkona okkar, INGE JENSDÓTTIR Skeiðarvogi 37, lést þriðjudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 16. nóvember klukkan 13.00. Vagn Laursen Inge Laursen Henni Laursen Bryndís Þorsteinsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Helga Hansdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA GARÐARSDÓTTIR Hjallalundi 20, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Garðar Lárusson Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir Karl Óli Lárusson Þórdís Þorkelsdóttir Þráinn Lárusson Þurý Bára Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR sem lést miðvikudaginn 7. nóvember á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Ágústu er bent á FAAS, Félags aðstandenda Alzheimersjúklinga. Guðmunda Kristjánsdóttir Páll Jóhann Pálsson Helgi Kristjánsson Kristín Þ.H. Helgadóttir Jóna Sigrún Hjartardóttir Ólafur Jónasson Hjörtur Hjartarson Guðný Þórarinsdóttir Ingibjörg Halla Hjartardóttir Heimir Bjarnason Sigurður Hjartarson Mona Lundblad barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS KRISTINSSONAR Kirkjusandi 1, Reykjavík. Valborg Stefánsdóttir Kristinn Valdimarsson Stefán Ingi Valdimarsson Elínborg Ingunn Ólafsdóttir Þórarinn Stefánsson Þýskur kafbátur sökkti flutninga- skipinu Goðafossi þennan dag árið 1944. Um borð var þrjátíu manna áhöfn og tólf farþegar. Þrettán skip- verjar og tíu farþegar drukknuðu, þar á meðal heil fjölskylda, hjón með þrjú ung börn, það yngsta fimm mánaða. Sautján skipverjar og tveir farþegar komust af. Skipið var að koma frá Bandaríkjun- um og var statt úti af Garðskaga þegar tundurskeytið hitti það miðskips bak- borðsmegin. Stór rifa kom í síðuna svo sjór fossaði inn. Þegar skutur Goða- foss var kominn í sjóinn fóru menn að kasta sér frá borði og þeir sem gátu syntu að flekum. Ekki liðu nema sjö mínútur þar til skipið var sokkið. Atburðurinn varð laust eftir hádegi en nokkru eftir miðnætti sigldi banda- rískt björgunarskip að skipbrotsmönn- um. ÞETTA GERÐIST: 10. NÓVEMBER 1944 Goðafossi grandað við Garðskaga Átta lið úr framhaldsskólum landsins keppa til úrslita í hugvitssemi í dag í Háskólanum í Reykjavík undir yfir- skriftinni Boxið. Markmiðið með keppn- inni er að vekja áhuga á tækni og störf- um í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði. Um þrautabraut er að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Skól- arnir sem keppa eru Verkmennta skólinn á Akureyri, MA, MR, MS, Verslunar- skólinn, Tækniskólinn, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Iðnskólinn í Hafnarfirði. „Keppnin reynir á hugvit þátttak- enda, verklag og samvinnu,“ segir Rakel Pálsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins og tekur fram að öllum framhaldsskólum á Íslandi hafi gefist kostur á þátttöku, sextán hafi sótt um og tekið þátt í for- keppni. „Þeim voru send verkefni til að leysa á 30 mínútum.“ Þrautirnar eru margvíslegar og útbúnar af fyrirtækjum úr ólíkum greinum iðnaðarins í samstarfi við fræðimenn Háskólans í Reykjavík. Þau eru ÍAV, Marel, Skema, Gæðabakstur, Actavis, Járnsmiðja Óðins og Marorka. Þetta er annað árið sem Boxið fer fram. Rakel segir önnur fyrirtæki hafa útbúið þrautirnar í fyrra og nefnir dæmi um þraut sem fólst í að raða saman sex spjöldum þannig að til yrði QR-kóði sem hægt var að skanna inn í snjallsíma og fá lykilorð sem gæfi aðgang að tölvuleik. „Boxið tókst geysilega vel í fyrra, keppendunum fannst það skemmtilegt og við fundum fyrir enn meiri áhuga núna svo við vonum að keppnin verði árviss viðburður eins og Gettu betur. Hún hefur alla burði til þess.“ Keppnin stendur frá klukkan 10 til 16.30 í dag og öllum er heimilt að fylgj- ast með henni að sögn Rakelar. Loka- spretturinn mun að öllum líkindum vekja mesta spennu en liðin leysa síð- ustu þrautirnar upp úr klukkan 15. Úrslit verða svo tilkynnt og verðlaun afhent við athöfn sem hefst klukkan 16.30 í Sólinni í HR. Tekið skal fram að ekkert kostar inn. - gun Gera verkviti hátt undir höfði ALMANNATENGILL „Við vonum að keppnin verði árviss viðburður eins og Gettu betur,“ segir Rakel Pálsdóttir hjá Samtökum Iðnaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGURVEGARAR 2011 Lið Verslunarskólans að leysa þraut fyrirtækisins Mentors. SAMVINNA Tækniskólinn að leysa þraut Össurar í Boxinu 2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.