Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 92

Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 92
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR60 lifsstill@frettabladid.is EGF-húðdroparnir frá Sif Cosmetics hafa slegið í gegn á erlendri grundu að undanförnu og meðal ann- ars fengið mikla athygli í öllum helstu tískublöðum Evrópu. HEILSA „Þó að virkni dropanna tali sínu máli skiptir saga vörunnar og uppruni líka miklu máli. Fólk erlendis er mjög áhugasamt um það hvernig svo lítið fyrirtæki frá svo litlu landi geti gert svo stóra hluti á alþjóðavísu,“ segir Björn Örvar, framkvæmdastjóri Sif Cosmetics, um EGF húðdropana. Heiti vörunnar, Húðdropar, er í einkaeign Sif Cosmetics og er það eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir þá. „Þessi vara á sér engan líka svo við þurftum að finna nafn á hana þegar hún kom á markað,“ segir Björn. EGF Húðdroparnir hafa verið að gera góða hluti á erlendri grundu og eru nú til sölu í betri snyrtivöruverslunum 25 landa um alla Evrópu. Enn hefur fyrir tækið þó ekki þurft að kaupa eina ein- ustu auglýsingu erlendis. „Virkn- in talar sínu máli og meðmæli manna á milli er langbesta aug- lýsingin. Þar að auki höfum við fengið mikla umfjöllun í helstu tískutímaritunum í Evrópu,“ segir Björn og nefnir sem dæmi Cosmopolitan, Har- pers baz aar, Elle og Vougue. „Reg- ina Stahl frá þýska Vogue kom til að mynda í heimsókn til landsins fyrir nokkru til að kynna sér vöruna og ræddi við Dorrit í leið- inni,“ segir hann, en forsetafrúin Dorrit Moussai eff hefur verið ófeim- in við að lýsa yfir dálæti sínu á dropunum og tók þá til að mynda með sér í viðtal til Mörthu Stewart í vor. Margar heimsóknir hafa fylgt í kjölfarið og segir Björn að meðaltali einn til tvo erlenda blaðamenn koma í hverjum mánuði núorðið til að kynna sér starfsemina, húðdrop- ana og Ísland. Aðspurður hvað sé fram undan hjá Sif Cosmetics segir Björn útrás húðdrop- anna vera rétt að byrja. Þar að auki sé þriðja vara þeirra væntanleg snemma á næsta ári. „Við erum enn þá lítið fyrirtæki og tökum lítil skref en við viljum fyrst og fremst einbeita okkur að vörum sem við teljum að virki,“ segir hann. tinnaros@frettabladid.is Umfjöllun í helstu tísku- tímaritum Evrópu HAFA VAKIÐ ATHYGLI Húðdroparnir frá Sif Cosmetics hafa hlotið mikla athygli í helstu tískublöðum Evrópu að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NETIÐ „Það má segja að þetta sé eBay Íslands en með smá snúningi því við bjóðum upp á mun meiri þjónustu,“ segir Kristján Örn Kristjánsson um vefinn Uppbods- hus.is. Vefurinn fór í loftið 1. október síðastliðinn og er þegar orðinn feikivinsæll. Aðdáendur á Facebook eru orðnir um 6.000 og um 500 vörur er að finna á síðunni. „Þetta er búið að ganga framar væntingum svo ég get ekki kvartað,“ segir Kristján. Eins og nafnið gefur til kynna er um uppboðssíðu að ræða en með meiri þjón- ustu en tíðkast. „Við bjóðum upp á að sækja vöruna og sendast með hana. Við sendum líka í póstkröfu hvert á land sem er og erum með umboðssölu,“ segir Kristján. Hann telur sig því ekki vera í samkeppni við síðuna Bland.is sem hefur verið stærsta sölusíða landsins hingað til. „Ég er að bjóða upp á þjónustu fyrir fólk sem vill losna við að þurfa að selja vöruna sína sjálft,“ segir Kristján. „Þetta byrjaði árið 2008 þegar ég hafði loksins náð að safna mér nægilegum peningum til að kaupa mér nýtt innbú. Þá vildi ég selja það gamla og þó ég hafi ekki verið að leitast eftir miklum peningum þá gekk það frekar illa. Þegar ég var til dæmis að reyna að fá fimmtung af verðmæti vörunnar bauð fólk samt bara helminginn af því. Ég taldi því að Íslendingar væru vel tilbúnir í íslenskan uppboðsvef,“ segir Kristján að lokum. - trs Íslenskur eBay með snúningi ENGIN SAMKEPPNI Kristján Örn segir Uppbodshus.is ekki vera í samkeppni við Bland.is því vefurinn þjónusti fólk sem vilji losna við að þurfa að selja vöruna sína sjálft. MYND/EINKAEIGN HÖNNUN Leikarinn Brad Pitt hefur snúið sér að húsgagna hönnun en hönnun leikarans verður frumsýnd í næstu viku á vefsíðunni Pitt-poll- aro.com. Það var húsgagnasmiður- inn Frank Pollaro sem uppgötv- aði þennan leynda hæfileika leikarans er hann smíðaði húsgögn inn á heimili Pitt og Angelinu Jolie. Þar féll hann fyrir óteljandi teikningum Pitt af húsgögnum sem hann geymdi í þykkri skissubók. Í kjölfar- ið bað Pollero, sem er virtur innan hús- gagnabransans vestanhafs, leikar- ann um að ganga til liðs við sig og búa til húsgagnalínu. Pitt kveðst ánægður með afraksturinn og þá sérstaklega með hönnunarferlið, enda nýttu þeir Pollaro tímann vel til að fínpússa hönnunina. „Við deilum miklum áhuga á víni og drukkum mikið af því saman.“ Gerist húsgagna- hönnuður GRÆNT TE aðstoðar meðal annars við að lækka kólesteról og halda blóð- þrýstingnum niðri. Vert er að muna að vatn í grænt te á einungis að hita í 80 gráður og pokinn á ekki að vera í vatninu nema eina mínútu því annars verður drykkurinn bitur. EGF-húðdroparnir eru alfarið íslensk framleiðsla. Þeir sporna gegn öldrun húðarinnar og vinna á þurri húð. „Galdurinn á bak við vöruna er virkt efni sem kallast frumuvaki. Það eru náttúruleg prótín sem koma upprunalega frá manninum en við framleiðum með erfðatækni í byggi,“ segir Björn Örvar, framkvæmdastjóri Sif Cosmetics sem framleiðir dropana. FRAMLEIDDIR MEÐ ERFÐATÆKNI LEYNDUR HÆFILEIKI Brad Pitt frumsýnir húsgagnalínu úr smiðju sinni í næstu viku. Morð og missætti Skáldsaga e. Guðbjörgu Tómasdóttur – „Blekkingin grassérar. – Það gengur á ýmsu þar til ...“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.