Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 4

Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 4
Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Dæmi um námskeið á vormisseri 2012: - Verkefnastjórnun - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Stefnumótun fyrirtækja - Markaðsfærsla þjónustu - Rekstrarstjórnun - Fjármálamarkaðir - Alþjóðamarkaðsfræði og markaðsáætlanir - Stjórnun og skipulagsheildir Skráðu þig á www.bsv.hi.is Michelsen_255x50_B_0911.indd 1 28.09.11 15:10 Haraldur tók sig af launaskrá OR Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnar- formaður Orkuveitunnar, ákvað sjálfur að færa fullt starfshlutfall sitt til fyrra horfs og þiggja hálf mánaðarlaun í apríl og maí. Og þá í kjölfarið að hætta á almennri launaskrá fyrirtækisins en þiggja þess í stað laun fyrir hefðbundin stjórnarformennskustörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Gnarr borgarstjóra á síðasta borgarráðsfundi við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks frá því í september. Ekkert sé athugavert við ákvörðunina enda hafi fullt starf stjórnarformanns átt að standa tímabundið. Við þessa breytingu fóru laun Haraldar því úr 920 þúsund krónum á mánuði í 225 þúsund krónur fyrir formennskuna. - gag Tvíburaforeldrar fá systkinaafslátt Foreldrar tveggja tvíbura geta nú hrósað happi. Kópavogsbær hefur samþykkt að hvorir foreldrar um sig fái 75 þúsund krónur á þessu ári í meiri niðurgreiðslu gæslu dagfor- eldra. Bærinn ætlar að niðurgreiða kostnað hjá þeim sem eiga fleiri en eitt barn hjá dagforeldrum, rétt eins og gert er í dægradvöl grunnskólanna og á leikskólum. Eftir breytinguna er sem fyrr greitt 35 þúsund með fyrsta barni, en 52.500 þúsund krónur séu börnin tvö og 70 þúsund séu þau þrjú. -gag  Heimsending matarbakki myglaði Hjá ellilífeyrisþega Mamma átti bara að éta það sem úti frýs 86 ára gömul kona í göngugrind missti af matarsendli og matnum sem fauk út á stétt. Þetta er ekki ketti bjóðandi sem á að vera fyrir eldri borgara. e r þetta matur? Átt þú þetta,“ sögðu krakkar sem fylgdust með 86 ára gam-alli móður Sigfúsar Ægis Árnasonar á dögunum reyna að kraka upp matarsendingu frá borgaryfirvöldum með stafnum sínum. Heimsendur matur hennar hafði fokið af þröskuldinum hjá henni út á gangstétt. „Hún leggur sig á daginn. Þegar hún vaknar dinglar þetta ýmist á hurðarhúninum hjá henni eða liggur á jörðinni,“ segir Sigfús. (Myndin sem fylgir fréttinni tók Sigfús.) „Já, þá var þessu fleygt á stéttina hjá henni. Hún á bara að éta það sem úti frýs og má hirða þetta þegar henni hentar. En hún getur það ekki. Hún er í göngugrind, rétt getur staulast um íbúðina,“ segir hann. Sigurður Einarsson, framkvæmdarstjóri Félags eldri borgara, segir þónokkrar kvart- anir hafa borist þar sem fólk kvarti yfir að maturinn sem áður kom heitur fyrir hádegi sé nú kaldur og hengdur á hurðarhúna á misjöfnum tíma yfir daginn. Þá hafi kona í Grjótaþorpinu kvartað því matnum hennar var stolið. Sigfús sendi myndina til borgaryfirvalda. „Það gekk alveg fram af okkur þegar við sáum hvernig umbúnaðurinn var. Þetta hefur verið hengt á hurðarhúninn hjá henni síðan.“ Myndina setti Sigfús á Facebook þar sem Fréttatíminn pikkaði hana upp. „Eldra fólk borðar, held ég, yfirleitt í hádeginu frekar en á kvöldin,“ segir Sigfús. „En hún fær laugardagsfiskinn sinn milli klukkan 15 til 16 á laugardögum. Það sem er afhent þá borðar hún í hádegi í sunnudegi, þá tveggja daga gamalt,“ segir Sigfús. „Þetta er ekki ketti bjóðandi sem á að vera fyrir eldri borgara.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hollari og betri en fínpússa þarf ferlið Tuttugu og fimm ára gamalt og úrelt fyrir- komulag við matarsendingar Reykjavíkurborgar til aldraðra og annarra var lagt niður þegar hætt var að senda út „heitan“ mat og skipt í kaldan. Þetta segir Bragi Guðmundsson, matreiðslu- maður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. „Þetta var eins og svart/hvíta sjónvarpið – þótti fínt einu sinni en ekki lengur. Nú er það komið í lit og steríó,“ segir hann. „Maturinn er miklu betri, hollari, ferskari og hefur fjögurra daga geymsluþol,“ segir Bragi. „Nú kemur hann í lokuðum pakkningum, sem ekki var áður. Hann er kældur í stað þess að reynt sé að flytja hann heitan fyrir hádegi til 400 manns. Það sem var heit var orðið volgt og það sem átti að vera kalt líka,“ segir hann. „Við viljum gera vel og bjóða fólki góða þjónustu. Þess vegna skoðuðum við heimsendingarþjón- ustu í Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Þetta var niðurstaðan og við erum ánægðir.“ Bragi segir að enn eigi eftir að fínpússa ferlið. Maturinn sem dreift er á laugardögum sé eldaður og kældur niður á föstudögum. Reyna eigi að stytta ferlið um einn dag og dreifa tveimur bökkum í einu. Bragi viðurkennir að þeim hafi ekki flogið í hug að fólk sem sjái á eftir sunnudagssteikinni geymi laugardagsbakkann sem komi síðdegis til hádegis næsta dags. „Þetta er góð ábending og verður skoðuð.“ - gag Svona mat fá um 400 heim til sín á morgun. Matarbakki móður Sigfúsar beið hennar á tröpp- unum en hangir nú á húninum. Mynd/Sigfús 86 ára og styðst við göngugrindina ein heima. Myndin er sviðsett. Mynd/gettyimages Borgarbúar ráðstafi 300 milljónum í viðhald Borgarbúar fá að hafa puttana í því hvar verður ráðist í viðhald í hverfum þeirra á næsta ári. Borgin boðar „samráðsferli“ sem stefnt er að því að hefjist um miðjan nóvember. Þá er hægt að senda hugmyndir inn í gegnum samráðsvef- inn Betri Reykjavík. Borgin ætlar að verja 300 hundruð milljónum í smærri viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar á nýju ári. Hvert hverfi fær 7,5 milljónir en 225 milljónir króna skiptast milli hverfanna eftir íbúafjölda. Stefnt er að því að verkefnin verði ákveðin í samráði við íbúa. Borgaryfirvöld ætla svo að leggjast yfir hugmyndirnar og leyfa íbúum að kjósa í gegnum Betri Reykjavík um þau verkefni sem hverfisráðin stilla upp. - gag Vinnuskólinn hækkar laun Laun yngri unglinga í Vinnuskólanum hækka um 18 krónur á tímann og laun þeirra eldri um 24 krónur næsta sumar. Launahækkunin nemur fmm prósentum. Skólastjóri Vinnu- skólans lagði hækkunina til og borgarráð samþykkti. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, náði ekki hljómgrunni meirihlut- ans þegar hún mælti fyrir því að launin yrðu hækkuð 8,3 prósent þar sem laun hafi ekki hækkað í Vinnuskólanum frá árinu 2008. Laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað um sem nemur því hlutfalli. Hún vildi einnig sjá hækkun í samræmi við hækkun lægstu launa. - gag veður föstudagur laugardagur sunnudagur HæGlætisveður oG milt. riGninG með köflum, en þó Að mestu þurrt suðvestAn- oG sunnAnlAnds. HöfuðborGArsvæðið: SKýJað MEð KöFLuM OG ÞuRRT. HiTi uM 4 TiL 6°C. Að mestu þurrt, en þó riGninG frAmAn Af norðAn- oG AustAn- lAnds. væGt frost í innsveitum, en AnnArs milt í veðri HöfuðborGArsvæðið: ÚRKOMuLauST OG HæGuR ViNduR. fer Að riGnA um mest Allt lAnd. þó þurrt norðAustAntil. AllHvAss vindur oG HlýnAr Aftur HöfuðborGArsvæðið: VæTu- OG ViNda- SaMT EN FREKaR HLýTT. lítið lát á hausthlýindum Þrátt fyrir gang lands- og heimsmála virðist þetta einkennilega tíðarfar vera flestum efst í huga. Margir eru alveg standandi bit á mildu veðrinu dag eftir dag. Hægur vindur almennt séð á landinu fram á laugardagskvöld veldur því reyndar að sums staðar nær að frysta inn til landsins. aðfararnótt sunnudagsins er síðan búist við myndarlegu úrkomusvæði frá djúpri lægð suðvesturundan. Á sunnudag allhvasst og rigning víða á sunnudag með suðlægum uppruna loftsins að nýju. Fljótlega eftir helgi er að sjá að svalara loft úr vestri nái yfirhöndinni. 5 5 4 6 6 3 5 4 5 6 6 5 8 8 6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 18.-20. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.