Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 31

Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 31
fyrir tuttugu og fimm árum þegar ég mætti ungur maður til leiks með smásagnasafnið Níu lykla og get ekki verið annað en þakklátur fyrir þær móttökur sem ég fékk þá og bækur mínar hafa fengið síðan. Það eru óneitanlega forréttindi fyrir íslenska höfunda að verk þeirra fái þessa miklu athygli á síðustu vikum ársins og að í dimmasta skammdeginu séu það bækur sem eigi þátt í að draga athyglina frá myrkrinu. Útgáfan er miklu jafnari yfir árið í Bandaríkjunum en á móti kemur að bækur fá aldrei kynningu og umfjöllun í líkingu við það sem gerist á Íslandi og ná því ekki til jafns breiðs hóps lesenda og þar.“ Þar sem Ólafur Jóhann hefur aldrei verið með bók jafn lengi í smíðum og Málverkið er hann aldrei þessu vant þegar farinn að huga að næstu bók og ætlar að hefjast handa af alvöru fljótlega. „Næsta bók er farin að mótast. Það gerist nú ekki oft að ég sé kominn með eitthvað nýtt í kollinn svo fljótt eftir útgáfu en kannski er það vegna þess að ég var svo skrambi lengi með Málverkið. Þessi krefst líka undirbúningsvinnu og ég er byrjaður á henni og vonast svo til að fara að slá eitthvað inn upp úr áramótum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ólafur Jóhann er fjarri ströndum jólabókaflóðsins á Íslandi og slakar á í Central Park í New York að loknum vinnudegi. Málverkið er komin af stað í jólabókaflóðinu en kemur út í Banda- ríkjunum í febrúar. HEIMAVÖRN NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN Fólk er sjaldnast heima hjá sér þegar innbrot á sér stað. Með Heimavörn Securitas er heimilið verndað allan sólarhringinn, allt árið um kring. Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.