Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 52
52 heilsa Helgin 18.-20. nóvember 2011 Wellness bylgjan í Hreyfingu Wellness-bylgjan hefur skollið á með krafti hér á Íslandi. Hóptímar á líkamsræktar- stöðvum á borð við Hot Yoga, Pilates og Hot fitness eru geysivinsælir. Fólk talar um að verða fljótt háð því að mæta í þessa tíma; finnur aukinn styrk, meiri mýkt og liðleika, streitulosun og vellíðan. Heitu tímarnir hafa algjörlega slegið í gegn hér á landi og má velta fyrir sér hvort það sé ekki fullkom- lega skiljanlegt hér uppi á norðurhjara: Að koma koma sér fyrir á dýnu inni í heitum og notalegum sal á köldum vetrardögum og teygja sig, styrkja og svitna vel heillar marga. Svitinn rennur af þátttakendum og um leið á sér stað góð hreinsun í líkam- anum. Heitir tímar fyrir byrjendur Í Hreyfingu eru í boði mikið úrval wellness- tíma. Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, segir að fyrir byrjendur sem vilja styrkja og tóna líkamann mæli hún eindregið með HD fitness. Um er að ræða æfingakerfi í heitum sal sem byggist á rólegum styrktaræfingum ásamt djúpum teygjuæfingum. Anna bendir á að í þessum tímum sé eingöngu unnið með eigin líkams- þyngd sem er kjörið fyrir þá sem vilja vinna að því að öðlast fallega mótaða vöðva. Sérstakar áherslur eru á styrkingu djúp- vöðva í kvið og baki og djúpar teygjuæfing- ar sem lengja og styrkja alla helstu vöðva líkamans. Hitinn í salnum auðveldar fólki að ná djúpum teygjum og líkaminn hitnar fljótt og vel. „Fólk elskar þessa tíma. Hitinn og svitinn og rólegu æfingarnar er einfaldlega að virka og fólk kemur aftur og aftur á HD fitness námskeið,“ segir Anna Eiríks. Pilates æfingar ekki bara fyrir konur Fyrir þá sem vilja síður æfa í miklum hita er Pilates fitness góður kostur. Pilates fitness- æfingakerfið sameinar líkama og sál í áhrifaríkri þjálfun sem stuðlar að styrkingu allra helstu vöðva líkamans án þess að stækka þá. Helga Lind Björgvinsdóttir, Body Control Pilates kennari í Hreyfingu, segir Pilates fitness vera hina fullkomnu blöndu af styrktar- og liðleikaæfingum og hreyfingu. „Þú getur bókstaflega endur- mótað líkama þinn svo þú verður lengri, grennri og með fallega mótaða vöðva. Þú lærir að losa um streitu, verki og stífleika og munt beita líkama þínum auðveldar og með afslappaðri hætti,“ bendir Helga Lind á. Hún segir Pilates fitness henta jafnt byrjendum sem lengra komnum til að styrkja kjarnavöðvana (bak, mitti og kvið) og endurbyggja jafnvægi líkamans með ýmsum vel uppbyggðum æfingum sem eru í senn líkamsvænar og krefjandi. Helga Lind segist hafa heillast af Pilates æfingakerfinu um leið og hún kynntist því og sér miklar framfarir á líkamsburðum og almennri líkamsvitund þátttakenda sem hafa komið til hennar á námskeið einkum vegna þess hve mikil áhersla er lögð á að leiðbeina þátttakendum hvað varðar rétta tækni og beitingu í æfingunum. „Pilates fitness er alls ekki bara fyrir konur, karlar hafa geysilega gott af því að stunda þessar æfingar til að auka styrk í miðju líkamans og bæta lið- leika. Margir þekktir fótboltakappar víða um veröld stunda pilates til að bæta árangur sinn í íþróttinni, bætir hún við kankvís. Hot Yoga og Hot fitness Hot Yoga og Hot fitness eru heitustu tím- arnir í Hreyfingu! Þeir eru ekki aðeins heitastir hvað varðar hitastig heldur einnig þeir vinsælustu í wellness deildinni. Boðið er upp á opna Hot Yoga tíma. Ágústa Jo- hnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir Hot Yoga tímana slá út öll vinsældarmet. „Við erum að bæta við fjórum nýjum opnum tímum í dagskrána hjá okkur og það þýðir að við erum komin með átta opna Hot Yoga tíma á viku.“ Nýju Hot fitness námskeiðin sem hófust í Hreyfingu í haust hafa heldur betur fallið vel í kramið hjá þátttakendum og fer þriðja lota námskeiða í gang í næstu viku. Ágústa seg- ir þessi námskeið fyrir þá sem eru komnir aðeins lengra í þjálfun. „Unnið er með litlum mjúkum boltum sem virka líkt og létt lóð,“ segir hún og bætir við; „líkt og í HD fitness tímunum er áhersla á rólegheit en aðeins meira krefjandi æfingar. Æfingarnar eru gerðar hnitmiðað og rólega og vandlega hugsað um að þátttakendur fái sem mest út úr æfingunum. Hitinn í salnum er um það bil 35 gráður á Celsíus. Það er svo gaman að segja frá því að Hreyfing er í samstarfi við Lifandi markað sem sér um að fræða þátt- takendur um heilnæmt og hreint mataræði. Að æfingu lokinni er svo tilvalið að mýkja vöðvana enn frekar í gufum og heitum pottum utandyra en jarðsjávarpotturinn okkar nýtur mikilla vinsælda. Fyrir þá sem vilja verðlauna sig eftir góða frammistöðu í Hreyfingu er tilvalið að dekra við sig í Blue Lagoon spa þar sem sérfræðingar okkar veita ráðleggingar um húð og húðhirðu og spennandi spa- og snyrtimeðferðir eru í boði,“ segir Ágústa að lokum.  kYnning mikið úrval wellness tíma Hitinn heillar Íslendinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.