Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 72

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 72
72 matur Helgin 2.-4. desember 2011 Fersk vanilla og rjómi Auðvelt er að búa til eigin rjómaís og nota sem eftirrétt með jólamatnum. Engin þörf er á að sjóða hráefnin í potti, heldur er þeim hrært saman í þremur skálum og blandað svo varlega saman áður en allt er sett í frysti.  Heimalagaður jólaís Heimalagaður rjómaís með hindberjasósu er frískelgur eftirréttir á jólaborðið.  Jólasnafs Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson Þrír góðir hátíðarsnafsar Snafsinn er engin undantekn- ing þegar hátíðarbúningurinn er annars vegar. Í Danmörku eru snafsar ómissandi hluti af jólastemningunni í „julefrukost“ enda eru Danirnir miklir ákavítismeistarar. Ís- lendingar eru ekki komnir alveg jafn langt en þó fáum við á markað á hverju ári nokkra hátíðarsnafsa. Í ár er það Brennivín Jólasnafs 2011 sem er hátíðarútgáfa Brennivínsins í grænu flöskunum og einnig er komið í vínbúðirnar Álaborgar Jólaákavíti 2011 frá frændum vorum í Danmörku. Snafsar eru skemmtilegir með jólahlaðborðinu, sérstaklega síldinni. Brennivín Jólasnafs 2011 40% 70 cl 4.999 kr. Þetta er hátíðarútgáfa hins klassíska íslenska Brennivíns frá Ölgerðinni. Það er fölgult á lit og, eins og Brennivínið, með miklu kúmenbragði. Það er samt mildara með meiri sætu en venjulegt brennivín og nægan hita til að ylja kroppnum í frosthörkum desembermán- aðar. Fínasti snafs á góðu verði. Aalborg Juleakvavit 2011 47% 70 cl 7.899 kr. Þetta er þrítugasta árið sem Álaborgar Ákavíti sendir frá sér jólaútgáfu af þeirra vin- sæla ákavíti. Það er litlaust, kúmenkryddað og áfengis- ríkt með sín 47% en samt mjúkt og heitt með stingandi eftirbragði. Flott ákavíti sem er jafn ómissandi í danska “julefru- kostinn” eins og Tuborg jólabjórinn. Aalborg Jubi- læums Akvavit 42% 70 cl 5.698 kr. Þetta ákavíti frá Álaborgar Ákavíti er reyndar ekki árstíðarbundið eins og hin tvö en stendur engu að síður vel fyrir sínu þegar jólahlað- borðið er annars vegar. Það er skemmtilega kryddað með góðri fyllingu og fínu eftirbragði. Flott ákavíti og ódýrari kostur en jólaútgáfan. Jólaís Hráefni: 5 eggjarauður 5 eggjahvítur 1/2 lítri rjómi 75 - 100 g flórsykur (fer eftir því hversu sætur ísinn á að vera) 1-2 vanillustangir Aðferð: 1. Þeytið saman eggja- rauður og flórsykrur uns þykk og þétt froða myndast. Þá eru vanillustang- irnar klofnar og skafið innanúr lengj- unum og blandað saman við eggin og sykurinn. Öllu hrært saman. Þarna er einnig hægt að bæta við súkkulaðibitum eða Daimkúlum svo dæmi séu nefnd. 2. Eggjahvíturnar eru þeyttar í skál. 3. Rjóminn er þeyttur í skál, en gætið þess að stífþeyta hann ekki því þá verður ísinn smjörkenndur. 4. Eggja- og sykur- hrærunni er blandað varlega saman við rjómann. Best er að gera það með því að nota sleikju. 5. Að lokum er eggja- hvítunum blandað varlega saman við. 6. Blöndunni er hellt í form og látin standa í frysti þar til hún er orðinn að ís. Jólaís með hindberjasósu Hindberja- sósa Hráefni: 4 bollar af hindberjum 1/4 bolli sykur 1 matskeið sítrónu- safi Aðferð: Setjið hindberin og sykurinn saman í pott og sjóðið þar til hindberin eru orðin að mauki eða í um það bil 10 mínútúr. Hellið í gegnum fína síu til að taka fræin frá, og blandið svo sítrónusafa saman við. Sósan er góð á ís og kökur. V anilluís er einn eftirlætis eftir- réttur margra, enda á hann ætíð vel við eftir góða máltíð. Hér er einföld og góð uppskrift að vanilluís sem nægir að gera sólarhring áður en á að neyta hans. Ráð- lagt er að nota ferska vanillu því þá verður kryddbragðið sterkara og ekki eins sætt og ef vanilludropar eru notaðir. Engin þörf er á að sjóða hrá- efnin í potti, heldur er þeim hrært saman í þremur skálum og blandað svo varlega saman áður en allt er sett í frysti. JÓLAKAFFIÐ frá Te & Kaffi – ómissandi á aðventunni. www.teogkaffi.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 98 4 Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Mjólk er góð! OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.