Heimilisritið - 01.06.1946, Side 4

Heimilisritið - 01.06.1946, Side 4
Um kvikmyndir og kvikmyndaleikara Eru engir reykháíar í Reykjavík! spurði UNA TURNER Viðtal við GUNNAB RÚNAR ÓLAFSSON, sem kynnzt hefur persónulega ýmsum filmstjörnum og starfar nú að íslenzkri kvikmyndagerð. HUGSUM okkur, að við fengj- 'Uim að dvelja í Hollywood í hálft ár, fengjum að fylgjast með upp- töku kvikmynda hjá stærsta kvik- myndafélaginu og verða málkunn- ug mörgum frægustu filmstjörnun- um. Hvílíkt ævintýri! Og þó er þetta einmitt það, sem einn- ungur íslendingur, Gunnar Rúnar Ólafsson, gerði í vetur. Hann hefur haft nær ótakmarkað- an aðgang að kvikmyndabóli M-G- M-félagsins og kynnst Judy Gar- land, Lana Turner, John Garfield, Van Johnson og fjölda mörgum öðrum af vinsælustu manneskjum jarðarinnar — kvikmyndaleikurun- um. Gunnar Rúnar er nýlega kominn heim og farinn að vinna hjá kvik- myndafélaginu „Saga“. Og þar sem það er alveg einstakt tækifæri að 2 geta talað við íslenzkan mann, sem heifur af eigin raun kynnst líf- inu í Hollywood og á að sjá um kvikmyndatökur hérna, birtum við hér eftirfarandi -samtal við þennan unga kvikmyndatökumann. Innlendar kvikmyndatökur — Þið í „Sögu“ hafið mikið í hyggju, er það ekki? „Jú, nokkuð svo. Sören Sörens- son hefur þegar tekið tvær fræðslu- kvikmyndir, sem við erum • að ganga frá. Önnur nefnist „Dagur í Norðfirði“, en hin sýnir bygginga- hætti hér, nú á tímum. Hefur hún nú að undanförnu verið sýnd á byggingasýningunni í húsi Stýri- mannaskólans. Annars ætlum við okkur að taka ýmsar landkynningarmyndir og fræðslumyndir m. a. af atvinnu- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.