Heimilisritið - 01.06.1946, Side 9

Heimilisritið - 01.06.1946, Side 9
leikur 8 eða 9 ára gamall drengur, sem Butch Jenkins er nefndur og sem spáð er gífurlegum vinsældum. Hann er mikill ærslabelgur og hrekkjalómur, og það var of't gam- an að honum, þegar hann átti að leika, en hræddur er ég um að Ieik- stjóranum hafi stundum þótt nóg um“. — Voru leikararnir ekki við- kunnanlegasta fólk? „Jú, jú, og það er ofmikið gert ■úr því, þegar sagt er, að sumar leik- konurnar séu miklu ljótari, en þeg- ar þær sjást í kvikmyndum. Mér fannst Katerina Hepburn bæði glæsilegri og persónulegri, en hún virtist að jafnaði vera í kvik- myndum. Þegar ég kynntist Judy Garland fyrst, var ég fyrirfram fremur lítið hrifinn af henni, en hún er ákaf- lega hlýleg og indæl stúlka í við- kynningu og það er mjög gott að vinna með henni. Margarete litla O’ Brien er ynd- islegur krakki, sem allir elska, og þó er hún svo eðlileg og uppgerð- arlaus að unun er að. Ingrid Bergiman nýtur alveg frá- , Judy Gar- land, söng- og leikkon- an, sem allir elska. 'bæra vinsælda, bæði þeirra sem kynnast heni^i og þeirra sem sjá hana leika. Robert Walker er ósköp látlaus piltur, rétt eins og hver annar og er líklega ekki sízt vinsæll þess vegna. Sama er að segja um átrún- aðargoðið Van Johnson, sem talin er fyrirmynd ungra og heilbrigðra Bandaríkjamanna, að öðru leyti en því, að hann lítur ekki á kvenfólk. Greer Garson nýtur mikillar virðingar enda mikið í hana spunn- ið. Hún og Clark Gable voru ný- búin að leika í kvikmyndinni „Adventure“, þegar ég kom, en það er fyrsta kvikmyndin, sem Gable leikur í, síðan hann losnaði úr herþjónustu. Sú mynd hefur ekki hlotið sérlega góða dóma“. / Lana Tumer er mislynd — Hvernig samdist með þeim John Garfield og Lana Turner? „Rétt í meðallagi. Lana er hálf- gerður gallagripur, eins og fleiri stjörnur, þegar kvikmyndatakan fer fram. Hún er þá mislynd og til- tektarsöm úr hófi fram. Það voru satt að segja margir hissa á þ\'í, að hún skyldi ekki setja sig upp á móti því, að ég væri viðstaddur, þegar hún var að leika. Yfirleitt máttu þá ekki vera nærstaddir aðrir en nauðsyn krafði. Lana hafði verið eitthvað lasin og mj'ndatökunni var því flýtt. John Garfield var venjulega ró- HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.