Heimilisritið - 01.06.1946, Page 11

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 11
Glettin sjó- mannasaga eftir W. JV. Jacobs UNDIR FÖLSKU FliGGI „AUÐVTTAÐ er níðst töluvert á mönnum til sjós annað slagið“, sagði næturvörðurinn hugsandi. „Hásetarnir 'kalla það áníðslu og yfirmennimir kalla það aga, en það er allt sama tóbakið. Reyndar er þetta ekki svo ósanngjarnt í raun og veru, því það bitnar á skipverj- um koll af kolli, og næstum hver maður um borð hefur einhvern til að níðast á, ef til vill að undan- teknum skipsdi’engnum, hann verður verst úti, nema hann geti náð i skipsköttinn einslega af og til“. „Ég held annars, að sjómenn taki ek'ki svo ýkja nærri sér, þó dálítið sé níðst á þeim; ég hef ekki heyrt þess getið ennþá, að neinn hafi dáið aif því, og það er aðal- atriðið, þegar alls er gætt. Fyrstu stýrimenn eru oft verri en skips- stjórarnir. í fyrsta lagi er þeim það ljóst, að þeir eru ekki skipstjórar, og það eitt er nóg til að gera þá skapstirða, einkum ef þeir hafa átt skírteini sín í allmörg ár, og ekki fengið skipstjórastöðu. Ég minnist þess að fyrir nokkr- um árum lá ég eitt sinn í Kalkútta á „Pívitt“ gamla, prýðisfínu bark- skipi, og við höfðum þá fyrsta stýrimann, sem var til skammar stétt sinni. Það var afleitur maður og uppstökkur, níddist á hásetun- um og kallaði þá allskonar ónöfn- um, sem þeir vissu ekki einu sinni hvað þýddu, og fundust ekki í orðabókum. Það var einn maðuí- um borð, er Bill Causins hét, sem hann tók einkum fyrir. Bill var svo ógæfu- samur að vera rauðhærður, og það var reglulega skammarlegt, hvern- ig stýrimaður smánaði hann með því sí og æ. Sem betur fór, var skipstjóri prúðasti maður, svo stýrimaður var ekki eins afleitur þegar hann var viðstaddur. Við sitjum eitt sinn niðri í há- setaklefa og drekkum síðdegisteið, þegar Bill kemur niður, og við sjá- um strax, að nú hefur hann orðið laglega fyrir barðinu á stýrimanni. Iíann situr þögull um stund, auð- sjáanlega allreiður og segir síðan: „Það verður ékki langt þangað til ég gef honum á hann, sannið þið til“. „Vertu ekki með þessa vitleysu, HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.