Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.06.1946, Blaðsíða 11
Glettin sjó- mannasaga eftir W. JV. Jacobs UNDIR FÖLSKU FliGGI „AUÐVTTAÐ er níðst töluvert á mönnum til sjós annað slagið“, sagði næturvörðurinn hugsandi. „Hásetarnir 'kalla það áníðslu og yfirmennimir kalla það aga, en það er allt sama tóbakið. Reyndar er þetta ekki svo ósanngjarnt í raun og veru, því það bitnar á skipverj- um koll af kolli, og næstum hver maður um borð hefur einhvern til að níðast á, ef til vill að undan- teknum skipsdi’engnum, hann verður verst úti, nema hann geti náð i skipsköttinn einslega af og til“. „Ég held annars, að sjómenn taki ek'ki svo ýkja nærri sér, þó dálítið sé níðst á þeim; ég hef ekki heyrt þess getið ennþá, að neinn hafi dáið aif því, og það er aðal- atriðið, þegar alls er gætt. Fyrstu stýrimenn eru oft verri en skips- stjórarnir. í fyrsta lagi er þeim það ljóst, að þeir eru ekki skipstjórar, og það eitt er nóg til að gera þá skapstirða, einkum ef þeir hafa átt skírteini sín í allmörg ár, og ekki fengið skipstjórastöðu. Ég minnist þess að fyrir nokkr- um árum lá ég eitt sinn í Kalkútta á „Pívitt“ gamla, prýðisfínu bark- skipi, og við höfðum þá fyrsta stýrimann, sem var til skammar stétt sinni. Það var afleitur maður og uppstökkur, níddist á hásetun- um og kallaði þá allskonar ónöfn- um, sem þeir vissu ekki einu sinni hvað þýddu, og fundust ekki í orðabókum. Það var einn maðuí- um borð, er Bill Causins hét, sem hann tók einkum fyrir. Bill var svo ógæfu- samur að vera rauðhærður, og það var reglulega skammarlegt, hvern- ig stýrimaður smánaði hann með því sí og æ. Sem betur fór, var skipstjóri prúðasti maður, svo stýrimaður var ekki eins afleitur þegar hann var viðstaddur. Við sitjum eitt sinn niðri í há- setaklefa og drekkum síðdegisteið, þegar Bill kemur niður, og við sjá- um strax, að nú hefur hann orðið laglega fyrir barðinu á stýrimanni. Iíann situr þögull um stund, auð- sjáanlega allreiður og segir síðan: „Það verður ékki langt þangað til ég gef honum á hann, sannið þið til“. „Vertu ekki með þessa vitleysu, HEIMILISRITIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.