Heimilisritið - 01.06.1946, Qupperneq 12

Heimilisritið - 01.06.1946, Qupperneq 12
segir Jói Smith sefandi“. „Ef ég fengi bara taökifæri til að lumbra á honum“, segir Bill og sýpur hveljur. „Lumbra duglega á honum. Bara að ég gæti liaft hann út af fyrir mig í tíu mínútur, og enginn væri til að sletta sér fram í. En það er auðvitað aga- brot ef ég slæ hann“. „Þú gætir það ekki hvort sem væri“, segir Jói Smith aftur. „Hann gengur um borgina eins og hann eigi allan heiminn“, segir Ted Hill. „Við látum okkur yfir- leitt nægja að ýta þeim hörunds- dökku úr vegi, þegar þeir eru að flækjast fyrir okkur, en hann skek- ur að þeim hnefana og lemur þá, ef þeir koma í meters nálægð við hann“. „Því berja þeir hann ekki aft- ur?“ spyr Bill. „Ég myndi gera það í þeirra sporum“. Jói Smith hnussaði: „En því ger- ir þú það ekki?“ „Af því ég er ekki hindúi“, svar- ar Bill. „En þú gætir verið það“, segir Jói grafalvarlega. „Svertu þig í framan og hend- ur og fætur og farðu í þessar druslur þeirra; farðu svo í land og flækstu fyrir honum“. „Ég er til, ef þú ert til, Bill“, seg- ir einn hásetinn, sem Bob Pullin heitir. Jæja, þeir ræddu málið fram og aftur, og loksins fór Jói, sem virtist hafa mikinn áhuga á þessari fyrir- ætlun, í land og náði í fatnaðinn handa þeim. Fötin stóðu á beini, því Hindúar eru ekki eins digrir og þeir gætu verið, en Jói sagði, að ef hann beygði sig ekki mikið, myndi allt vera í lagi; og Pullin, sem var minni vexti, sagði að sín væru fyrsta flokks. Þegar þeir voru klæddir, var uæsta spursmálið það, hvað nota ætti til að sverta þá með; kol voru of hörð, og Bill var illa við blek. Svo sveið Ted Hill kork og byrj- aði á nefi Bills áður en korkurinn var kólnaður, og ekki líkaði Bill það. „Heyrið þið nú“, segir timbur- maðurinn, „þér virðist ekki lí'ka neitt, Bill — ég held þú sért að gugna á öllu saman“. „Þú lýgur því“, segir Bill. „Nú, jæja, ég hef hér einhvers- staðar dós, og í henni er efni, sem vel gæti verið niðursoðinn Hindúi, án þess þið sæuð mun á“, segir timburmaður, „og ef þú vilt loka túlanum á þér stundarkorn, skal ég mála þig sjálfur“. Jæja, Bill var dálítið upp með sér, því timburmaðurinn var mik- ilsmetin persóna og listamaður á sína vísu, og Bill settist niður og lét hann smyrja á sig mauki úr krús þar til hann leit út eins og gljáfægður hindúi. Síðan var Bob Pullin meðhöndlaður á sama hátt, og þegar þeir voru búnir að setja 10 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.