Heimilisritið - 01.06.1946, Page 14

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 14
og Bob Ixefðu breytt sér í fimm þýzka sjóara. „Stýrimaður er stoltur“, segir timburmaður, „bann kann víst ekki við að segja, að Hindúar hafi barið sig“. Við töldum það rétt til getið, en við mát'tum bíða i næstum klukkustund, áður en við fengjum sannar fréttir, því þá fyrst komu þeir félagar um borð. Þeir höguðu sér nokkuð á annan veg en stýrimaður. Þeir höfðu ekiki hátt um sig, eins og hann, og það fyrsta, sem benti til komu þeirra, var nakinn, svartur fótur, sem dinglaði vegældarlega efst í klefa- stiganum og leitaði að næstu rim fyrir neðan. Þetta er Bob. Hann kemur nið- ur, án þess að mæla orð, og við sjá- ur, að hann tekur um annan, svart- an fót, og leiðbeinir honum í stig- anum. Það er Bill, og hann er sá aumingjalegasti og 'hengilmænuleg- asti surtur, sem sézt hefur. Hann sezt í hnipur á 'bekknum og held- ur báðum höndum um stokkbólg- ið höfuðið. Bob sezt hjá honum, og svona sitja þeir báðir eins og þeim væri borgað fyrir, líkari vax- myndastyttum en mannverum. „Jæja, þið hafið lokið erindinu“, segir Jói, þegar við höfðum beðið lengi eftir því að þeir fengju málið, „segið okkur hvernig gekk“. „Það er ekki frá neinu að segja“, segir Bill ólundarlega. „Við börð- um hann“. „Og hann barði okkur“, segir Bob og stynur þungan. „Eg er all- ur helaumur, og fæturnir —“. „Hvað er að þeim?“ -spyr Jói. „Sparkað í þá“, segir Bob, afar stuttur í suna“. „Ég ’hef aldrei á ævi minni fengið aðra eins útreið, hann slóst eins og fjandinn sjálf- ur. Ég hélt hann myndi drepa Bill“. „Betur að svo hefði verið“, segir Bill og stynur, „ég er allur marinn og sundur kraminn í framan, ég þoli ékki að koma við andlitið á mér“. „Ætlið þið að halda því fram, að þið hafið ekki ráðið við hann tveir?“ segir Jói og glápir á þá. „Við földum okkur og komumst fast að honum til að byrja með“, segir Bill, „en svo er frá litlu að segja. Það var eins og maður væri að slást við vindmyllu méð sleggj- um í stað vængja“. Hann stundi og skreið i bæli sitt. Þeir virtust báðir búnir að fá nóg, og fóru að sofa, án þess að hafa fyrir því að þvo af sér svarta lit- inn, eða fara úr fötum. Ég vaknaði fremur snemma næsta morgunn við það, að ein- hverjir virtust vera að tala við sjálfa sig, og ég heyrði skvamp í vatni. Þetta hélst lengi vel og að síðustu lít ég fram úr, og sé Bill bograndi yfir vatnsfötu. Hann er að þvo sér og viðhefur voðalegt 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.