Heimilisritið - 01.06.1946, Page 28

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 28
komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut að undanförnu, þá fannst honum bót í máli, að þau skyldu hafa orðið á eitt sátt um að skilja sem fyrst. Ljúka því af og gera skilnaðinn sem vafninga- minnstan og fljótastan. Það var ekki nema til ama og óþæginda að þurfa að vera skilin að borði og sæng í heilt ár, áður en þau fengju fullan skilnað. Það var skammt að fara til Tijuana, og þar gátu þau gengið frá skilnaðinum á einum degi. Þegar hann beygði upp að hæð- unum og nálgaðist landamærin, óskaði hann þess, að veðtið hefði ekki verið svona tilvalið til skemmtiaksturs. Ströndin hafði verið heit og sólbökuð, prýðileg baðströnd. Það var erfitt að hugsa sér, að þau væru ekki að fara eitt- hvað út í náttúruna og einveruna, eins og þau höfðu svo oft gert. Og af hverju var það ekki? Hvað hafði gerzt, sem iitilokaði það? Hann gat ekki bent á neitt sér- stakt. Auðvitað var hvorugt þeirra fullkomið. Þau höfðu orðið ósam- má'la og ósátt, eins og öll önnur hjón. Hann var hræddur um at- vinnu sína. Astandið í heiminum hafði lamandi áhrif á þau. Þessi kvíðatilfinning eitraði líf þeirra. Þau þreyttu hvort annað. Hann hafði þó alltaf getað rifið niður varnarvegginn, sem hún hlóð um sig, þegar þau urðu ósátt. Hvernig? Hann reyndi að hugsa aftur í tímann. Með því að kaupa eitthvað handa henni, fara með henni eitthvað út. Svo hafði hann aðeins talað um fyrir henni, og að lokum hafði hún sagt rólega: „Nei, Dick. Ég held að þetta þýði ek'ki lengur. Við höfum gert okkar bezta, en það hefur ekki reynzt nógu gott“. Hann hélt að ef til vill hefði hún rétt fyrir sér. Hjónaband þeirra liafði verið með nýtízku sniði. Þeg- ar þau höfðu talað nánar um þetta, höfðu þau orðið sammála: „Það eina, sem við getum, er að gera eina tiiraun enn“. Það höfðu þau gert og þetta var útkoman. Þó að hvorugu væri beint um að kenna, hafði tilraunin misheppnazt. Landamærahliðið var opið. Mexíkanskur landamæravörður benti þeim að halda áfram, án þess að standa upp af varðmanna- bekknum. Þegar hann ók yfir löngu brúna, sem lá inn í hina rykugu borg, Tijuana, hugsaði Dick um, er þau höfðu verið að tala um að koma þangað einhverntíma til að skemmta sér. Þau höfðu ætlað að frá sér ósvikinn mexíkanskan há- degismat — Joey elskaði „enchi- Iadas“ — og gera innkaup í út- lenzku verzlununum. En þau höfðu aldrei látið verða af því, og hundr- að dalirnir, sem hann var núna 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.