Heimilisritið - 01.06.1946, Page 31

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 31
gert; þau höfðu ekkert það gert, sem gat vanhelgað minningu hjónabands þeirra. Hann sneri sér við og leit á hana og sá, að hún hafði neðri vörina á milli tannanna. í hinum enda herbergisins, bak við skrifstofustúlkuna, opnaðist hurð. „Jæja“, sagði hún við manninn, „þið eruð næst“. Maðurinn stóð upp. Ljóshærða stúlkan liallaði sér að honum og hélt í handlegg hans á leiðinni inn. Dick horfði á hana. „Við vitum ékkert hvað framtíðin felur í skauti sér“, hafði hún sagt. „Allir þurfa að hafa einhvern hjá sér“. Dyrnar lokuðust á eftir þeim. 'Þegar þær opnuðust aftur myndi stúlkan segja við Joey og hann: „Þið eruð næst“. Diek svelgdist á: „Joey!“ Hann greip í hönd hennar. Hann þurfti ekki að segja: „Við skulum koma út héðan!“ Hún stóð upp með hon- um, um leið og hann ávarpaði hana, og þau voru komin út að bifreiðinni áður en þau vissu. ÞEGAR þau staðnæmdust, greip hann hana í faðm sér og þrýsti henni að sér. Hún bæði hló og grét í einu. „Ó, þessi staður! Og þessi aum- ingja stúlka“. „Vertu róleg“, sagði hann. „Sjáðu til. Stúlkan vissi hvað hún söng. Heyrðirðu hvað hún sagði?“ „Já“, hún lagði höfuðið að barmi hans. „Já, ég heyrði“. „Við vitum ekkert, hvað fram- tíðin felur í skauti sér“, endurtók hann. „Allh- þurfa að hafa einhvern hjá sér. Við þurfum þess. Við meg- um ekki skilja núna“. Hann þrýsti henni að sér, og yfir mjúkt, dökkt hár hennar eygði hann sólbjart strætið fram undan, og xildurslegar gangstéttarverzlan- irnar. Allt í einu brosti hann. „Hvernig lízt þér á að fá nokkr- ar huarachos? Ég skal kaupa handa þér^tylft, ef þú vilt! Ó, Joey. 'Ég get ekki að því gert, en ég els'ka þig! Meira veit ég ekki“. Hún leit upp, augun stór og glitrandi; og þá vissi hann, hvað það var, sem hann hafði gleymt svo lengi. „Þú hefur ekki sagt mér það“, sagði hún, „mánuðum saman“. ENDIR FORNGRÍSK SKRÍTLA Grikkir og Rómverjar höfðu gam- an af að heimfæra skrítlur sínar á fræga menn, engu síður en við. Ein skrítla þeirra er þannig, að Ðiogenes hinn vitri hafði setzt á bak við skot- skífu, þegar mjög klaufskur skot- maður var að skjóta til marks á hana. „Þá hittir hann mig ekki“, sagði Diogenes. HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.