Heimilisritið - 01.06.1946, Side 38

Heimilisritið - 01.06.1946, Side 38
„Sú var tíðin“, sagði komumað- ur, „að ekki voru mörg önnur hús vistlegri hér í byggðarlaginu eða betur hirtur garður, en garðurinn hérna úti. Húsið var þá vistlegt og notalegt, en nú vill enginn búa hér. Jaínvel flækingarnir sniðganga það nú orðið“. Eg tók eftir því, áð þarna inni var eklkert af því rusli sjáanlegt, sem ævinlega úir og grúir af á þeim stöðum, þar sem flakkarar ■dvelja um nætursakir. „Hvernig stendur á því?“ spurði ég- Náunginn andvarpaði mæðu- lega, áður en hann svaraði mér. „Ástæðan er draugagangur“, sagði hann. „Sá, sem bjó hérna síðast gengur hér Ijósum logum. Það var mesta sorgarsaga allt saman, sem ég vil ekki segja þér, en aðalatriði hennar er það, að hann drekkti sér í myllukerinu. Þegar hann var dreginn upp úr, var hann allur slímugur og vatnið streymdi úr honum. Fólk þykist hafa séð hann fljótandi í myllu- kerinu og aðrir þykjast hafa séð hann sitja við hornið hjá skó'la- liúsinu og bíða þar eftir krökkun- um sínum. Einna líkast því sem hann hafi gleymt því, að börnin eru öll látin fyrir löngu, og að hann drap sig. En svo eru aðrir, sem segja, að hann sé hér á sífeldu stjái, eins og í gamla daga, þegar börnin hans voru hér og gátu ekki 36 farið að sofa, nema þau heyrðu til 'hans á rjátli milli herbergj- anna. Já, hann drekkti sér í myllu- kerinu, og nú er hann bara draug- ur“. Þessi ókunnugi náungi andvarp- aði aftur, og ég heyrði greinilega, að vatnið bullaði í stígvélunum hans, þegar hann hreyfði sig. „En ekki dugar fyrir menn eins og okkur að vera hjátrúarfulla“, svaraði ég. „Það væri heimskulegt af okkur, að þykjast sjá drauga í hverju skúmaskoti, því að þá er hætt við að við 3rrðum að liggja marga votveðursnóttina úti á víða- vangi“. „Nei, ekki myndi það duga“, sagði hann. „Sjál'fur trúi ég alls ekki á drauga“. Ég hló upphátt. „Ekki ég heldur“, svaraði ég. „Ég sé aldrei drauga, þótt aðrir þykist sjá þá“. Ilann leit til mín með sínum undarlega raunasvip. „Nei“, sagði hann, „ég geri ráð fyrir að þú sjáir aldrei drauga. Sumir sjá þá aldrei. Það er nóg, sem á suma er lagt með því að hafa aldrei málungi matar, þótt það bætist ekki við, að draugar ofsæki þá“. „Það er lögreglan, en ekki draug- ar, sem halda fj7rir mér vöku“, sagði ég. „Með lögregluþjóna og aðrar slettire'kur á hælunum, er vissu- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.