Heimilisritið - 01.06.1946, Page 49

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 49
auga. Verty var ósköp sakleysis- leg og hjálparvana að sjá, og hann hélt áfram að skrifa. „Hvað svo?“ „Við skulum sjá. Stella kom til mín út af einhverju sem fór aflaga — Rob kallaði og sagðist verða tilbúinn eftir augnablik. Það fór að líta út fyrir, að ekki yrði hægt að byrja borðhaldið á réttum tíma, svo ég fór inníeld- hús til að biðja matreiðslukon- una um að halda matnum heit- um. Það hefur verið þá sem Beatrice ákvað að fara að gá að Marciu Godden. En hvað um það, ég tafðist og þegar ég kom fram aftur voru allir famir og Stella sagði mér ósköp æst, að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir Ivan Godden. Litlu síðar fór ég á eftir hinum. Þetta er allt“. Davies hélt áfram að skrifa og sagði svo ákveðinn í bragði: „Frú Godden“. „Já“. Hún varð að vera róleg; svara aðeins því sem hann spurði. Blakie læknir kom hljóðlega inn. Þegar hann opnaði sáust snöggvast einkennisbúnir lög- regluþjónar í anddyrinu. Davies sagði: „Hvenær sáuð þér mann yðar síðast á lífi?“ „Klukkuna hefur vantað svona kortér í sjö. Ég man það, af því að ég hafði orðið lítinn tíma til að skipta um föt og snyrta mig, áður en ég færi til Verity Copleys“. „Og hvenær komuð þér að honum dauðum?“ „Um það bil fimm mínútur yfir hálfátta. Ég leit á úrið áður en ég fór niður“. „Það em fimmtíu mínútur. Sáuð þér eða heyrðuð nokkuð grunsamlegt á þeim tíma? Urð- uð þér vör við nokkum umgang eða því líkt?“ „Nei“. „Sáuð þér Beatrice Godden fara út?“ „Hún kom inn í herbergið mitt um leið og hún fór. Ég heyrði hana opna og loka úti- dyrunum strax á eftir“. „Þér hafið þá verið alein í húsinu í kortér, þar til þér — komuð að manni yðar dauðum“. „Ekki — ekki veit ég það. Ancill og eldhússtúlkan voru hér líka“. „Hvemig vitið þér það?“ „Ég gerði ráð fyrir því. Það var engin ástæða til að halda að þau hefðu farið“. Rob greip allt í einu fram í: „Heyrið þér mig, eigum við að skilja þetta sem opinbera yfir- heyrslu og málsrannsókn?“ „Ég hef sagt, að við þyrftum að glöggva okkur á því, hvenær morðið var framið“. Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.