Heimilisritið - 01.06.1946, Page 56

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 56
JÞjóðverjar ynnu styrjöldina, myndu þeir þó bíða ósigur við að umskapa Evrópu. Ég er alger- lega sannfærður um það eftir náin kynni af Þjóðverjum í mörg ár, að þeir eru gersamlega ófærir til að umskapa Evrópu. Skortur þeirra á rósemi hugans, sadistaof- beldi þeirra, þar sem þeir hafa tögl og h-agldir, ómætti þeirra til að ráða hið minnsta í, hvað í annars brjósti býr, ósjálfráð tilfinning þess, að í sambúð tveggja þjóða hljóti önnur að vera húsbóndi en hin þræll, en hún geti aldrei verið reist á hlýrri jafnræðistilfinningu, — þessir þættir í skapgerð Þjóð- verja, valda því, að þeir hljóta að missa tökin, þegar til lengdar læt- ur, hvernig sem þeir leggja sig fram við að taka að sér þá forystu í Evrópu, sem þeir hafa ávallt keppt að. • Berlín, 27. september 1940. Hitler og Mussolini hafa enn leikið óvæntan leik. Klukkan tvö í dag var undirrit- aður í Kanzlarahöllinni samningur um hernaðarbandalag milli Þjóð- verja, Japana og Itala og er því stefnt gegn Ba'ndaríkjunum. Það rann fyrst upp ljós fyrir mér í morgun, þegar ég sá skó'labörnin sem voru látin ganga í skrúðfylk- ingu til Wilhelmstrasse til þess að æpa fagnaðaróp, veifa japönskum fánum. Aðalefni samningsins er í þriðju grein. Hún hljóðar svo: „Þýzka- land, Ítalía og Japan heita því að styðja hvert annað af öllum mætti í stjórnmálum, fjármálum og her- málum ef einhver þessara þriggja samningsaðila verður fyrir árás af ríki, sem nú sem stendur er ekki þátttakandi í Evrópustyrjöldinni eða deilu Japana og Kínverja“. Sovétsambandið kemur ekki við þetta mál. Þá er Bandaríkin ein um að ræða. Engin tilraun var gerð •tif að draga dul á þetta í hópi naz- ista í kvöld. En hvers vegna var Hitler, sem átti frumkvæðið að samningnum, að hespa þetta af einmitt nú? Ég skil það á þessa leið: Fyrir hálfum mánuði fór Ribbentrop skyndilega til Római- til að færa Mussolini þau tíðindi, að innrás þeirri í Bret- land, sem Hitler hafði heitið þýzku þjóðinni þá fyrir fáum dögum í ræðu í Sportpalast að yrði bráð- lega gerð, gæti ekki orðið eins og ætlað var. Það hefur efalaust kom- ið óþægilega flatt upp á Mussolini, að Hitler hafði slegið á frest þess- ari allsherjar árás á Breta, sem hann treysti að myndi binda endi á styx-jöldina, og ítalir höfðu geng- ið í ófriðinn á sínum tíma aðeins vegna þess, að þeir hugðu að hon- um væri um það bil lokið. Hvað áttu þeir nú að gera? Það virtist sjálfsagt fyrir ítali að nota vetur- inn til þess að ráðast að hjarta- 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.