Heimilisritið - 01.06.1946, Qupperneq 56

Heimilisritið - 01.06.1946, Qupperneq 56
JÞjóðverjar ynnu styrjöldina, myndu þeir þó bíða ósigur við að umskapa Evrópu. Ég er alger- lega sannfærður um það eftir náin kynni af Þjóðverjum í mörg ár, að þeir eru gersamlega ófærir til að umskapa Evrópu. Skortur þeirra á rósemi hugans, sadistaof- beldi þeirra, þar sem þeir hafa tögl og h-agldir, ómætti þeirra til að ráða hið minnsta í, hvað í annars brjósti býr, ósjálfráð tilfinning þess, að í sambúð tveggja þjóða hljóti önnur að vera húsbóndi en hin þræll, en hún geti aldrei verið reist á hlýrri jafnræðistilfinningu, — þessir þættir í skapgerð Þjóð- verja, valda því, að þeir hljóta að missa tökin, þegar til lengdar læt- ur, hvernig sem þeir leggja sig fram við að taka að sér þá forystu í Evrópu, sem þeir hafa ávallt keppt að. • Berlín, 27. september 1940. Hitler og Mussolini hafa enn leikið óvæntan leik. Klukkan tvö í dag var undirrit- aður í Kanzlarahöllinni samningur um hernaðarbandalag milli Þjóð- verja, Japana og Itala og er því stefnt gegn Ba'ndaríkjunum. Það rann fyrst upp ljós fyrir mér í morgun, þegar ég sá skó'labörnin sem voru látin ganga í skrúðfylk- ingu til Wilhelmstrasse til þess að æpa fagnaðaróp, veifa japönskum fánum. Aðalefni samningsins er í þriðju grein. Hún hljóðar svo: „Þýzka- land, Ítalía og Japan heita því að styðja hvert annað af öllum mætti í stjórnmálum, fjármálum og her- málum ef einhver þessara þriggja samningsaðila verður fyrir árás af ríki, sem nú sem stendur er ekki þátttakandi í Evrópustyrjöldinni eða deilu Japana og Kínverja“. Sovétsambandið kemur ekki við þetta mál. Þá er Bandaríkin ein um að ræða. Engin tilraun var gerð •tif að draga dul á þetta í hópi naz- ista í kvöld. En hvers vegna var Hitler, sem átti frumkvæðið að samningnum, að hespa þetta af einmitt nú? Ég skil það á þessa leið: Fyrir hálfum mánuði fór Ribbentrop skyndilega til Római- til að færa Mussolini þau tíðindi, að innrás þeirri í Bret- land, sem Hitler hafði heitið þýzku þjóðinni þá fyrir fáum dögum í ræðu í Sportpalast að yrði bráð- lega gerð, gæti ekki orðið eins og ætlað var. Það hefur efalaust kom- ið óþægilega flatt upp á Mussolini, að Hitler hafði slegið á frest þess- ari allsherjar árás á Breta, sem hann treysti að myndi binda endi á styx-jöldina, og ítalir höfðu geng- ið í ófriðinn á sínum tíma aðeins vegna þess, að þeir hugðu að hon- um væri um það bil lokið. Hvað áttu þeir nú að gera? Það virtist sjálfsagt fyrir ítali að nota vetur- inn til þess að ráðast að hjarta- 54 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.