Heimilisritið - 01.02.1948, Page 63

Heimilisritið - 01.02.1948, Page 63
anlega ekki þekkt frú Marshall. Hún hefði áreiðanlega ekki þol- að einveru. Hún lifði og hrærð- ist í tilbeiðslu karlmanna. Nei, Arlena Marshall fór af stað í þeim tilgangi að hitta einhvern. En h vern?“ II. WESTON ofursti andváfpaði og sagði: .,Gott og vel; við verðum að taka þessar tilgátur til meðferð- ar seinna. Nú verðum við að byrja á yfirheyrzlunum. á’ið þurfum að fá að vita, hvar lnrer og einn hefur haldið sig. Eg lield að við ætum að byrja á dóttur Marshalls. Iíi'm gæti kannske gefið góðar upplýsingar". Linda Marsháll kom inn, klaufaleg að vanda, og rak sig á dyrastafinn. Hún glennti upp augun og andaði óreglulega. Hún var eins og pratinn foli. Weston fann að hann þurfti að sýna lienni mikla nærgætni. Ilann hugsaði: „Veslings barnið — húii er ennþá bara barn. Þetta hefur verið þungt áfall fyrir hana“. Ilann sagði með viðkvæmri rödd: „Mig tekur það sárt, að þurfa að blanda yður inn í þetta mál. Þér eruð ungfrú Linda, er það ekki?“ „Jú“. Hún lagði hendurnar vandr- æðalega fram á borðið. Það voru stórar og kraftalegar hend- ur, hnúamiklar og rauðar. Weston sagði með sömu við- kvæmni: „Það er ekkert sérstakt — hvað yður viðvíkur. Við vildum bara biðja vður að segja okkur allt, sem þér vitið og gæti leitt til þess að skýra málið. Það er allt og snmt“. Linda sagði: „Þér meinið — um Arlenu?“ „Já. Sáuð þér hana í morgun?“ Linda hristi höfuðið. „Nei. Arlena er alltaf seint á fótum. Hún fær morgunverðinn í rúmið“. Hercule Poirot sagði: „Og þér, mademoiselle?“ „O — ég fer alltaf á fætur til þess, það er svo púkalegt að fá matinn í rúmið“. Weston sagði: „Viljið þér segja okkur, hvað þér höfðust að í moiguvi':“ „Já, ég fór í sjóinn og borðaði morgunverð; síðun fór ég með frú Redfern út að Gull Cove“. „Um livaða levti fóruð þið?“ „Hún sagðist ætla aö bíðámín í forstofunni klukkan hálf ellefu. Eg var hrædd um að verða of sein, en það var allt í lagi, við fórum um það bil þremur m>n- útum fyrir hálí“. (Framh. í næsta hefti) HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.