Heimilisritið - 01.04.1948, Page 31

Heimilisritið - 01.04.1948, Page 31
ancii, hvítfreyðandi öldufaldur var nokkurs staður. sjáanlegur á allri þessari hafningu hafsins, og hvergi örlaði fyrir íbjúgum lín'- um rísandi þplskeflu. Þungt og biksvart, yfirborðið á þrotlausu ómæli vatnsmagnsins. Það var allt. Og svo örlítil öldurák frá stefninu aftur með kinnungun- um beggja vegna. Ég horfi á allt þetta rúmtak af glerhörðu, gljá- andi vátni steypast úr hengi- flugi, skáhallt á bóginn á „Ras- nunu“ gömlu, og ég hugSaði með sjálfum mér, að þetta mundi áreiðanlega verða mfn síðasta reisa í þessu lífi. En í sama bili hófst skipið á háa loft. Öldu- fjallið mikla liafði skollið utan hjá því og lyíti oklcur eins og i'isi. Og við hófumst hærra og hærra, sigldum beinhnis upp í mót.i, unz Keller hvíslaði í eyra mér: „Guð sé oss næstur. Þetta er innhverfa sjálfra undirdjúp- anna!“ — og skipið sveif bók- staflega í lausu lofti upp á öldu- hrygginn mikla, upp á hæsta leitið, og skrúfan ýrði af sér vatninu og lék lausum hala í sól- skininu Svo sigum við, mjúkt og hrað- fara, niður í öldudalinn, með stefnið í kafi — og hér niðri var loftið rakt og úldið eins og þeg- ar verið er að skipta um vatn í stedýrasafni. Síðan tókum við annað öldufall, sem við lögðum H EJMILISRITIÐ upp eftir. Ég sá það greinilega. En i því skall sjór á dekkið og kastaði mér í einu vetvangi aft- ur að stýrishúsi og klessti mér þar upp að dyrimum. Og áður en ég fengi náð andanum, hvað þá þurrkað sjóinn úr augunum, valt skipið eins og skel á íreyð- andi, jafnsléttu Iiafinu, en sjór- inn fossaði út af dekkinu eins og þegar flóir út af yfirfullúm þak- rennum eftir þrúmuskúr. „Það voru þrjár öldur“, sagði Keller. „Sjórinn rann inn á katl- ana“. Kyndararnir komu upp á þiljur, greinilega alveg sannfærð- ir um, að við mundum vera að fara heim til okkar fyrir fullt og allt. En þá rak vélstjórinn upp hausinn og skipaði þejm að hverfa aftur til vinnunnar. Ilá- setarnir fóru að bjástra viö dælu- garminn, og geispuðu. Þao var greinilegt merki þess, að mesta hættan væri liðin hjá, og þeg- ar mér varð það fullljóst, að „Rasmína“ var enn ofansjávar — en ekki á hafsbotni — þá spurði ég, hvað þetta mundi hafa verið. „Skipstjórinn segir það hafa verið neðanjarðar hræringar, eldsumbrot", anzaði Keller. „Ekki er þó hitanum i'yrir að fara“, svaraði ég. Mér var hroll- kalt, og það var einhver ónota- kennd í loftinu. Ég fór undir 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.