Heimilisritið - 01.07.1948, Side 17

Heimilisritið - 01.07.1948, Side 17
og veru er verkunin allt önnur. Sjálfsgagnrýnin dofnar og sjálfs- álitið eykst. Gagnrýnishæfileik- inn minnkar og að lokum sleppa með öllum hömlum. Þægind- in, sem maður hefur fundið, liverfa og kulda- og sársaukatil- finning dofnar. Maður verður gagntekinn notalegum yl og heldur sjálfur, að maður hafi krafta og hæfileika í ríkara mæli en ella. I þessu ástandi er maður öldungis handviss um að geta ekið bíl og gert allt. milclu bet- ur en alsgáður. Maður er „upp- strammaður“. En á meðan hafa hæfileikarnir til að gera allt þetta minnkað, meðan áfengismagnið í blóðinu óx. Sálsýkisfræðignar hafa gert fjölda tilrauna, sem sýna að hverskonar starfsemi hrakar brátt eftir að maður hefur neytt áfengis jafnvel í rnjög smáum stíl. Drekki maður til dæmis 1,8 sentigramm af viský, minnkar sjónhæfnin til að greina sundur mismunandi Ijós um meira en einn þriðja hluta, eftir einn klukkutíma. Með' minnisprófun undir áhrifum mismunandi áfengisskammta, þar sem menn áttu að muna vísur, notuðu til- raunapersónurnar tvisvar sinn- um lengri tíma en í alsgáðu ástandi. Hæfnin til að' leysa stærðfræðidæmi minnkaði um 13%. Alyktunarskekkjur við lausnirnar jukust um 67%. Og þótt tihaunapersónurnar fyndu ekki sjálfar til þreytu eftir að hafa drukkið, sýndi tilraunaá- hald að vöðvaafl þeirra var lækkað um 10%. Það er ekki einasta sjálfur aksturinn undir áfengisáhrifum, sem á svo mikinn þátt í bílslys- um, heldur einnig minnkuð' við- bragðshæfni og sannfæringin um að maður aki betur en nokkru sinni áður, og, að því er tekur til fótgangandi manna, aukið skeyt- ingarleysi í mikilli umferð. Með- an á stríðinu stóð sýndu skýrsl- ur um alvarleg bílslys, að um 20% af fullorðnum fótgangandi mönnuin, sem létu lífið, voru undir áhrtfum áfengis í meira eða minna mæli, en aðeins 12% af bílstjórunum, sem lilut áttu að máli, höfðu neytt áfengis. Og aðeins helmingur þeirra var ölv- aður í venjulegum skilningi, og aðeins fáeinir svo, að það sæist á þeim að ráði. Stundum lítur svo út að vissir menn séu undanskildir þeirri reglu, að áfengisneyzla lami starfsemina líkamlega og and- lega. Þeir vinna bæði betur og meira, er þeir hafa drukkið, eink- um þegar um keppni er að ræð'a. Hér er ástæðan vafalaust sú, að þeir eru svo haldnir ótta og van- máttarkennd í alsgáðu ástandi, að þeir eru fyrirfram dæmdir til HEIMILISRITJÐ 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.