Heimilisritið - 01.07.1948, Síða 36

Heimilisritið - 01.07.1948, Síða 36
stað til Khartum í viðskiptaer- indum“, sagði Fawcet. Mannering sá blik í augum bláa páfuglsins, sem hann hefði getað svarið, að hugsaði á sömu leið' og hann sjálfur. Hljómsveitin byrjaði nýtt danslag, og þau gengu öll þrjú inn í danssalinn. Blái páfuglinn tók undir handíegg manns síns. „Farðu og fáðu þér einn bridgehring, vinur minn, ég hef nóga dansherra“. „Já, ef til vill geri ég það“, sagði maður hennar. Andartaki síðar hélt Manner- ing bláa páfuglinum í örmum sér, hann sá Fawcet. ganga inn í spilasalinn. „Svo þér hafið nóg af herr- um“, sagði hann og þrýsti grönn- um iíkama hennar að sér. Hún þrýsti hönd hans, en svaraði honum ekki. Blá augu hennar horfðu dreymandi út í salinn, munnurinn var hálf op- inn. Hún dansaði ljómandi vel. Tlnuirinn úr hári hennar ieið fvr- ir vit honum. Atta mánuðir án þess að.sjá hvíta konu, og finna svo þetta! Lagið var á enda, og þau stóðu hlið við hlið eitt andar- tak. ,.Ó, nú byrja þeir annað lag“. Hún var aftur í örmum hans og þau svifu um salinn. Fyrir Georg Mannering, var hann eins og draumur, þessi dans, ógleymanlegur, himnéskur draumur. „Viljið þér dansa • við mig næsta dans líka?“ spurði hann er þau gengu út á svalirnar. „Já“, svaraði hún. „Segið mér, er ekki gaman að vera hér, eftir alla þessa mánuði í Súdan?“ „Jú, sannarlega“. Þau settust á bekk undir háum pálmakrón- um. „Herbert fer á morgun; hve- nær farið þér aftur?“ „Ekki fyrr en þrítugasta og fyrsta“, svaraði hann. Það var of skuggsýnt undir krónunum til þess, að hann sæi í augu henni, ef til vill var það einungis ímyndun, eða hverfull tunglsgeisli á andliti liennar, en honum sýndist bregða fyrir bliki í augum hennar. Þau dönsuðu enn þrjá dansa. Að þeim loknum vissi Georg Mannering ýmislegt um Tris Fawect. Hún var tuttugu og eins árs; hafði verið gift í sex mánuði; áður hafði hún átt heima í enskri borg, maður hennar var verzl- unarfélagi föðiir hennar og var kominn til Egiptalands til að stjóma bómullarfyrirtæki. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún fór úr landi, og hún var reiðubúin að sætta sig við hlutskipti sitt. Hún þekkti ekki ástina eða hættur hennar. 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.